Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 5

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 5
formannspistill02/03 Gera má ráð fyrir að aðrir samningar verði svipaðir að lengd og sá sem úrskurðaður var af gerðardómi, eða til mars 2019. Það gefur okkur fjögur ár þar sem við verðum ekki í beinni kjarasamningagerð að því gefnu að samningar haldi á vinnumarkaði. Þann tíma vona ég að við hjúkrunarfræðingar getum notað til að vinna að uppbyggingu heilbrigðiskerfisins, að faglegri þróun hjúkrunar og að því að bæta orðræðuna um heilbrigðiskerfið og hjúkrunarstarfið sjálft. Í verkfallinu kom í ljós að víða er pottur brotinn í hvernig mönnun hjúkrunarfræðinga er á heilbrigðisstofnunum landsins. Þó að vitað væri að mönnun hafi versnað og álag hafi aukist var ástandið verra en við töldum. Víða var mönnun hjúkrunarfræðinga í verkfalli sú sama og hún er dagsdaglega og á einstaka deildum var mönnunin betri. Í ljós kom að nemar eru látnir taka allt of mikla ábyrgð og jafnvel slíka að þeir vinna líkt og útskrifaðir hjúkrunarfræðingar án þess að hafa til þess leyfi, þekkingu eða færni og án fullnægjandi eftirlits. Í síðustu viku hélt Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga boð til að bjóða nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga velkomna í félagið. Ég ræddi við allnokkra sem þar voru og höfðu þeir flestir sömu sögu að segja. Þeir væru látnir bera allt of mikla ábyrgð miðað við það að þeir hefðu takmarkaða reynslu. Þeir voru látnir vera einir á vakt með þriðja árs hjúkrunarnema og tóku þannig ábyrgð á allri hjúkrun á deildinni. Margir þeirra höfðu verið í hlutverki vaktstjóra, tekið ábyrgð á of veikum sjúklingum án nægilegs stuðnings, eða hreinlega verið hent í djúpu laugina. Þetta er ekki sú byrjun sem við viljum að nýútskrifaðir hjúkrunar- fræðingar fái þegar þeir taka sín fyrstu skref sem hjúkrunarfræðingar. Það hlýtur að vera vilji okkar allra, hvort sem við erum stjórnendur eða almennir hjúkrunarfræðingar, að nýútskrifaðir hjúkrunar- fræðingar og hjúkrunarfræðinemar fái þá tilfinningu að þeir séu öruggir, fái verkefni við hæfi og tækifæri til að þroskast í starfi með stuðning reyndra hjúkrunarfræðinga. Þannig eflast þeir í starfi og verða frábærir fagmenn í hjúkrun sem veita skjólstæðingum okkar framúrskarandi og örugga hjúkrun. Það er undir okkur sjálfum komið að tryggja að mönnun hjúkr- unarfræðinga sé á þann hátt að hæfnin á hverri vakt sé slík að við getum veitt örugga og góða hjúkrun. Kenning Patriciu Benner, um klíníska hæfni hjúkrunarfræðinga, er gott dæmi um hvernig skipta má
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.