Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 5

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 5
formannspistill02/03 Gera má ráð fyrir að aðrir samningar verði svipaðir að lengd og sá sem úrskurðaður var af gerðardómi, eða til mars 2019. Það gefur okkur fjögur ár þar sem við verðum ekki í beinni kjarasamningagerð að því gefnu að samningar haldi á vinnumarkaði. Þann tíma vona ég að við hjúkrunarfræðingar getum notað til að vinna að uppbyggingu heilbrigðiskerfisins, að faglegri þróun hjúkrunar og að því að bæta orðræðuna um heilbrigðiskerfið og hjúkrunarstarfið sjálft. Í verkfallinu kom í ljós að víða er pottur brotinn í hvernig mönnun hjúkrunarfræðinga er á heilbrigðisstofnunum landsins. Þó að vitað væri að mönnun hafi versnað og álag hafi aukist var ástandið verra en við töldum. Víða var mönnun hjúkrunarfræðinga í verkfalli sú sama og hún er dagsdaglega og á einstaka deildum var mönnunin betri. Í ljós kom að nemar eru látnir taka allt of mikla ábyrgð og jafnvel slíka að þeir vinna líkt og útskrifaðir hjúkrunarfræðingar án þess að hafa til þess leyfi, þekkingu eða færni og án fullnægjandi eftirlits. Í síðustu viku hélt Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga boð til að bjóða nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga velkomna í félagið. Ég ræddi við allnokkra sem þar voru og höfðu þeir flestir sömu sögu að segja. Þeir væru látnir bera allt of mikla ábyrgð miðað við það að þeir hefðu takmarkaða reynslu. Þeir voru látnir vera einir á vakt með þriðja árs hjúkrunarnema og tóku þannig ábyrgð á allri hjúkrun á deildinni. Margir þeirra höfðu verið í hlutverki vaktstjóra, tekið ábyrgð á of veikum sjúklingum án nægilegs stuðnings, eða hreinlega verið hent í djúpu laugina. Þetta er ekki sú byrjun sem við viljum að nýútskrifaðir hjúkrunar- fræðingar fái þegar þeir taka sín fyrstu skref sem hjúkrunarfræðingar. Það hlýtur að vera vilji okkar allra, hvort sem við erum stjórnendur eða almennir hjúkrunarfræðingar, að nýútskrifaðir hjúkrunar- fræðingar og hjúkrunarfræðinemar fái þá tilfinningu að þeir séu öruggir, fái verkefni við hæfi og tækifæri til að þroskast í starfi með stuðning reyndra hjúkrunarfræðinga. Þannig eflast þeir í starfi og verða frábærir fagmenn í hjúkrun sem veita skjólstæðingum okkar framúrskarandi og örugga hjúkrun. Það er undir okkur sjálfum komið að tryggja að mönnun hjúkr- unarfræðinga sé á þann hátt að hæfnin á hverri vakt sé slík að við getum veitt örugga og góða hjúkrun. Kenning Patriciu Benner, um klíníska hæfni hjúkrunarfræðinga, er gott dæmi um hvernig skipta má

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.