Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Side 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Side 11
Fagið03/05 sjúklinginn, t.d. leiðrétting á mistökum, framleiðsla á einhverju sem enginn notar, verkþættir sem eru í raun óþarfir, bið og framleiðsla á vöru sem uppfyllir ekki væntingar viðskiptavinarins. Með aðferðum straumlínustjórnunar er leitast við að greina virði, tryggja að skref í ferlum séu virðisaukandi og að eingöngu sé framleitt það sem þörf er á hverju sinni. Á mynd 2 má sjá dæmi um sjö tegundir sóunar í heilbrigðisþjónustu. Þriðja grundvallaratriðið í straumlínustjórnun er þátttaka starfs- fólks. Aðferðir straumlínustjórnunar byggjast á því að það sé starfs- fólkið sem vinnur næst sjúklingnum sem veit hvernig best er að haga þjónustu við hann. Skapandi hugsun og nýsköpun eru mikilvægir eiginleikar og leita þarf nýrra leiða við að veita þjónustu í stað þess að festast í viðjum vanans og gera hlutina alltaf á sama hátt. mynd 2. Átta tegundir sóunar í heilbrigðisþjónustu.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.