Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 22
FÉlagið04/09
sem samið var um umtalsverðar launahækkanir, en þó ekki jafn háar
og upphaflegar kröfur hljóðuðu upp á. Samfara þessum samningum
voru sett inn ákveðin viðmið varðandi forsendur samninganna.
Viðmiðin voru meðal annars þau að ef launaþróun annarra stétta,
þar á meðal opinberra starfsmanna, yrði meiri en það sem samið var
um á almennum markaði myndi það leiða
til uppsagnar samninganna í byrjun árs
2016.
Stöðugur launamunur á bilinu
14-25%
Samningar á almennum markaði og
forsenduákvæðið hafði umtalsverð áhrif
á kjarasamningsviðræður hjúkrunar-
fræðinga. Samningar félagsins við alla
helstu viðsemjendur voru lausir á þessu
ári. Árið 2014 voru gerðir stöðugleika-
samningar sem getið var um hér að
framan og gáfu hjúkrunarfræðingum
launahækkun upp á 2,8%. Samanburður
félagsins á launum hjúkrunarfræðinga
við aðrar sambærilegar stéttir sýndi
umtalsverðan launamun á milli hjúkrunar-
fræðinga og annarra stétta með sambærilega menntun og ábyrgð sem
starfa hjá hinu opinbera.
Launamunurinn er á bilinu 14-25% og hefur haldist stöðugur
síðastliðin ár þrátt fyrir tilraunir félagsins í nokkrum kjarasamningum
til að minnka þennan mun. Samanburðurinn hefur einnig leitt í ljós
að hefðbundnar karlastéttir sem vinna einungis dagvinnu og vinna á
stofnunum sem tilheyra öðrum ráðuneytum en heilbrigðisráðuneytinu
eru að meðaltali með hærri heildarlaun en hjúkrunarfræðingar. Þeir
eru að stórum hluta vaktavinnustétt og sækja allt að þriðjungi launa
sinna í gegnum óþægindaálag vegna vinnu á kvöldin, nóttunni,
helgar og á stórhátíðardögum. Hinar hefðbundnu karlastéttir sem
vinna dagvinnu virðast hins vegar sækja sama hluta af launum sínum
í föstum yfirvinnugreiðslum.
Samanburðurinn
hefur einnig leitt í
ljós að hefðbundnar
karlastéttir sem vinna
einungis dagvinnu og
vinna á stofnunum
sem tilheyra öðrum
ráðuneytum en heil-
brigðisráðuneytinu
eru að meðaltali með
hærri heildarlaun en
hjúkrunarfræðingar.