Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Side 24

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Side 24
FÉlagið06/09 Nei takk við kjarasamningum Lög voru sett á verkfall Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og BHM hinn 3. júní og stóð verkfall hjúkrunarfræðinga því í 18 daga. Í lögunum var sett bann á verkfall Fíh auk þess sem kveðið var á um að kjör hjúkrunarfræðinga yrðu ákveðin með gerðardómi sem myndi úrskurða um laun þeirra og lengd kjarasamnings. Fíh mótmælti setningu laganna þar sem félagið taldi ekki fullreynt að hægt væri að binda enda á kjaradeiluna með samningum. Fáir fundir hefðu verið haldnir og lítil breyting hefði orðið á afstöðu viðsemjenda meðan á þeim stóð. Skoðaður var möguleiki á að fá lögunum hnekkt fyrir dómstólum en eftir að BHM tapaði sambærilegu máli fyrir héraðsdómi og hæstarétti ákvað stjórn félags- ins að fara ekki með málið fyrir dómstóla. Samninganefnd Fíh ákvað eftir að lög voru sett á verkfall félagsins að samþykkja fyrirliggjandi tilboð ríkisins og leyfa hjúkrunarfræðing- um sjálfum að ákveða hvort það tilboð sem lá fyrir væri nægjanlegt. Atkvæðagreiðslan fór fram í byrjun júlí og var niðurstaða hennar mjög afgerandi. Um 89% starfandi hjúkrunarfræðinga hjá ríkinu tóku þátt í atkvæðagreiðslunni og 88,7% þeirra sögðu nei við kjarasamningnum. Laun hækki um 25% á samningstímanum Gerðardómur tók því til starfa samkvæmt lögunum sem sett voru á verkfallið. Hann skipuðu Garðar Garðarsson, Stefán Svavarsson og Ásta Dís Ólafsdóttir. Samninganefnd Fíh fundaði reglulega með gerðardómi ásamt SNR og var það stefna félagsins að vinna með dómnum til að tryggja sem besta niðurstöðu fyrir hjúkrunarfræðinga. Lögð voru fram fyrir dóminn ýmis töluleg gögn til að styðja við málflutning samninganefndarinnar um að hækka þyrfti laun hjúkrunarfræðinga meira en kjarasamningurinn sem var felldur kvað á um. Gerð var dómsátt fyrir dómnum við SNR meðan á vinnu gerðardómsins stóð. Dómsáttin innihélt breytingar á orlofs- og desemberuppbót, nýtt ákvæði í 11. kafla kjarasamningsins sem Um 89% starfandi hjúkrunarfræðinga hjá ríkinu tóku þátt í atkvæðagreiðslunni og 88,7% þeirra sögðu nei við kjarasamningnum.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.