Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Síða 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Síða 26
FÉlagið08/09 upp samningnum komi til uppsagnar samninga á almennum markaði á grundvelli forsenduákvæðis þeirra samninga. Það er mat samninganefndar Fíh að úrskurður gerðardóms sé við- undandi og með honum sé stigið fyrsta skrefið í átt að því að leiðrétta laun hjúkrunarfræðinga miðað við laun annarra stétta hjá ríkinu. Úrskurður gerðardóms um kjör félagsmanna BHM felur í sér styttri gildistíma og lægri launahækkanir. Þá er sett ákveðið framlag í stofn- anasamninga hjá aðildarfélögum BHM og gerðar breytingar varðandi mat á námi. Fíh telur að þessar breytingar hjá BHM myndu leiða til þess að mat á framhaldsnámi hjúkrunarfræðinga yrði lakara en það er í mörgum stofnana- samningum nú ef sambærileg breyting hefði verið gerð hjá hjúkrunarfræðingum. Ljóst er að gerðardómur hefur tekið tillit til þeirra gagna sem félagið lagði fram fyrir dóminn. Úrskurðurinn hefur valdið miklum titringi á vinnumarkaði og telja aðilar á almennum vinnumarkaði að með honum sé forsendur þeirra samninga brostnar. Það er mat þeirra að úrskurður- inn feli í sér umtalsvert meiri hækkanir til handa hjúkrunarfræðingum en aðrar stéttir hafi tryggt sér í sínum kjarasamningum. Þá hafa aðrar stéttir sem starfa hjá ríkinu eins og sjúkraliðar, lögreglumenn og SFR krafist þess að fá sambærilegar hækkanir og kveðið er á um í gerðardómnum. Eftir að gerðardómur lá fyrir hefur Fíh gert kjarasamning við Reykjalund sem felur í sér sömu launahækkanir og kveðið er á um í gerðardómnum. Samningaviðræður við Samtök fyrirtækja í vel- ferðarþjónustu, Samband íslenskra sveitafélaga og Reykjavíkurborg fóru fram í september og byrjun október en stefnt er að því að ljúka þeim í október. Þegar þeirri vinnu er lokið mun taka við vinna við endurskoðun stofnanasamninga í samræmi við ákvæði bókunar þrjú í dómsátt sem gerð var við samninganefnd ríkisins fyrir gerðardómi. Öflug samstaða meðal hjúkrunarfræðinga Eftir að lög voru sett á verkfall hjúkrunarfræðinga sagði Úrskurðurinn hefur valdið miklum titringi á vinnumarkaði og telja aðilar á almenn- um vinnumarkaði að með honum sé forsendur þeirra samninga brostnar.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.