Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 27
FÉlagið09/09
talverður fjöldi þeirra upp störfum. Flestar uppsagnirnar voru á
Landspítalanum sem er stærsti einstaki vinnustaður hjúkrunar-
fræðinga. Í heild sögðu um 300 hjúkrunarfræðingar sem starfa hjá
ríkinu starfi sínu lausu, eða um 14%. Flestar uppsagnirnar munu
taka gildi í byrjun október. Um miðjan september hafði meirihluti
þeirra dregið uppsagnir sínar til baka. Ljóst er að talsverður fjöldi
þeirra sem sagði upp störfum mun ekki draga uppsagnir sínar til baka
þar sem viðkomandi hafa farið til annarra starfa. Þessar uppsagnir
munu því hafa umtalsverð áhrif á starfsemi Landspítalans þar sem
100 stöðugildi hjúkrunarfræðinga vantaði á Landspítalann áður en til
uppsagna kom.
Það er ljóst að í nýafstaðinni kjarabaráttu Fíh náðust ekki þau
markmið sem lagt var af stað með í upphafi. Samspil aðstæðna
og verkfalla annarra stétta höfðu þar mikið að segja. Úrskurður
gerðardóms var þó mun betri en samninganefnd þorði að vona. Er
það gleðilegt og skref í þá átt að leiðrétta laun hjúkrunarfræðinga
komi ekki til þess að allir aðilar vinnumarkaðarins fái sambærilegar
hækkanir. Verkfallsaðgerðirnar reyndu mikið á stéttina bæði andlega
og faglega. Hins vegar kom í ljós hin gríðarmikla samstaða sem
hjúkrunarfræðingar geta sýnt þegar þeir standa frammi fyrir verkefni
sem þeir þurfa að leysa í sameiningu. Sú samstaða sem við sýndum
í kjarasamningum 2015 er vonandi það sem koma skal í framtíðar-
baráttumálum stéttarinnar, hvort sem um ræðir kjaramál eða málefni
tengd faglegri þróun hjúkrunar.
Kjarasvið félagsins mun nú vinna ötullega að því að ljúka þeim
kjarasamningum sem eftir standa. Þegar þeim er lokið hefst vinna við
endurgerð stofnanasamninga og frekari eftirfylgd með þeim bókunum
sem fylgdu úrskurði gerðardóms. Kjarasvið mun jafnframt vinna
áfram að bættum kjörum hjúkrunarfræðinga, auka þekkingu þeirra á
réttindum sínum, skyldum og kjaramálum almennt.
Gunnar Helgason er sviðsstjóri kjarasviðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Ólafur G. Skúlason er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.