Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 32
Fagið05/09 Hvað er til ráða? Það er til mikils að vinna að halda tíðni tíðni ónæmra baktería lágri á Íslandi. Lykilþættir í að fyrirbyggja dreifingu þeirra á sjúkrahúsum eru: skynsamleg notkun sýklalyfja, skimun sjúklinga við komu/inn- lögn og sýkingavarnir. Skynsamleg notkun sýklalyfja getur komið í veg fyrir frekari myndun sýklalyfjaónæmis. Fræðsla, leiðbeiningar um notkun, stefnumótun, takmörkun á notkun sýklalyfja og ráðgjöf frá sér- fræðingum í smitsjúkdómum, sýklafræði og lyfjafræði getur leitt til markvissari ávísana á sýklalyf og getur þannig dregið úr myndun sýklalyfjaónæmis (Haraldur Briem og Már Kristjánsson, 2013). Mjög mikilvægt er að Landlæknisembættið sé leiðandi í þessum málum hér á landi og stóru spítalarnir marki sér stefnu um skynsamlega notkun sýklalyfja og eftirlit með notkun þeirra. Það er því miður ekki gert á markvissan hátt í dag. Skima þarf sjúklinga við komu á Landspítala. Hafi sjúklingur legið á sjúkrahúsi erlendis eru auknar líkur á að hann sé sýklaður eða sýktur af ónæmum bakteríum. Allir sjúklingar sem hafa greinst með MÓSA, VÓE og BBL eru merktir af sýkingavarnadeild í sjúkraskrárkerfið Sögu, í svo kallað snjókorn. Þar kemur fram hvort bregðast þurfi við innlögn eða komu með sýnatöku og hugsanlega einangrun. Skimun fyrir ónæmum bakteríum felst í því að skoða snjókornið og athuga hvort sjúklingur sé áður greindur með ónæma bakteríu, afla upplýsinga um notkun á heilbrigðisþjónustu erlendis síðast- liðna sex mánuði og athuga hvort saga er um endurteknar húðsýkingar síðastliðna sex mánuði. Uppfylli sjúklingur ákveðin skilmerki eru tekin sýni til ræktunar og sjúklingur settur í einangrun þar til ljóst er að hann sé ekki sýklaður eða sýktur af MÓSA, VÓE eða BBL. Hafi sjúklingur legið á sjúkrahúsi erlendis eru auknar líkur á að hann sé sýklaður eða sýktur af ónæmum bakteríum. FiMM ÁBENdiNGAr HANdHrEiNSUNAr: • Fyrir snertingu við sjúkling • Fyrir hrein og aseptísk verk • Eftir líkamsvessamengun • Eftir snertingu við sjúkling • Eftir snertingu við umhverfi sjúklings.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.