Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 34
Fagið07/09 undir samkomulag við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina um að Ísland tæki þátt í verkefninu og skuldbindi sig til að vinna að fækkun sýkinga innan heilbrigðisþjónustunnar með bættri handhreinsun. Þeirri undirskrift var ekki fylgt eftir á nokkurn hátt og var í raun ekkert annað en stafir á blaði. Það var svo ekki fyrr en árið 2012 sem Landspítalinn fór að vinna að bættri handhreinsun á spítalanum á markvissan hátt samkvæmt hugmyndafræði „Clean care is safer care“ og hlaut verkefnið nafnið „Með hreinum höndum“. Skráning á handhreinsun á Landspítala leiddi í ljós að fylgni starfsmanna við handhreinsunarleiðbeiningar var um 40% í upphafi verkefnis. Fylgnin jókst síðan verulega eftir innleiðingu verkefnisins, sjá mynd 2. Sýkingavarnadeild Landspítala hefur fylgt eftir leiðbeiningum og reglum spítalans um skartleysi á höndum starfsmanna og hefur sú skoðun leitt í ljós að enn er stór hluti starfsmanna sem ber skart á mynd 3. Starfsfólk Landspítala með skart á höndum.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.