Gríma - 01.11.1929, Page 23
Þáttnr af Helga presti Benetliktssyni.
(Sagnir þessar eru ritaðar 1894 af Jakob Hálfdanarsyni,
eftir frásögn dóttur-dóttur séra Helga Benediktssonar, Önnu
Sveinsdóttur, sem þá var enn á lífi á Húsavík).
1. Frá uppvexti séra Helsta.
Um og eftir miðja 18. öld bjuggu hjón nokkur í
koti í túninu á Möðruvöllum í Hörgárdal; þau hétu
Benedikt og Guðríður. Hún mun hafa verið Helga-
dóttir, en að öðru leyti mun ætt þeirra hjóna vera
alls ókunn. — Árið 1759 fæddist þeim sonur, sem
var látinn heita Helgi. önnur börn áttu þau eigi.
Snemma varð vart við að drengur þessi var góð-
um gáfum gæddur, sérstaklega var honum furðu
létt um að láta fjúka í hendingum, en efni voru
engin til þess að glæða skilning hans og afla honum
menningar, því að faðir hans var veikur á geðs-
munum, svo að móðir hans varð ein að vinna fyrir
þeim öllum. Um þessar mundir var piltum nokkrum
kennt undir skóla á Möðruvöllum. Helgi fékk þá
leyfi móður sinnar, og að líkindum jafnframt kenn-
Gríma I 1