Gríma - 01.11.1929, Page 24
4 ÞÁTTUR AF HELGA PRESTI BENEDIKTSSYNI
arans, til þess að mega sitja heima á staðnum í
kennslustofunni, þegar piltar lásu og kennsla fór
fram. En verk sín varð hann að vinna jafn-ræki-
lega og áður, svo sem að skila prjónaðri sokkhæð-
inni á hverju kvöldi. Sat hann því jafnan með
prjóna sína í kennslustofunni.
Einhverju sinni hafði kennarinn sagt í gamni við
hann, að hann yrði að segja eitthvað í fréttum, af
því að hann væri gestur. Þá mælti Helgi fram þess-
ar hendingar:
»Hvanndalabjarg er brunnið,
Brokey sokkin til Loka,
Kjalvegur kú nam stela,
Kaupinhöfn sást á hlaupum«.
»Þú verður skáld«, sagði kennarinn og slitu þeir
svo talinu.
Nokkru síðar voru piltar reyndir í lærdómsgrein-
um sínum og var Helgi þar viðstaddur. Tók hann
fram í fyrir einum pilti, sem ekki gat svarað. Þá
sneri kennarinn sér að Helga og spurði hann að
fieiru, líklega til þess að gera honum kinnroða fyrir
framhleypnina, en sú varð raunin á, að hann leysti
úr öllum spurningum engu miður en hinir gerðu
jafnaðarlega, er að náminu voru. Upp frá þessu
hafði kennarinn Helga með öðrum námspiltum, án
kennslugjalds, og hélzt það á meðan kennt var þar
á staðnum. Var þá skammt komið skólanámi Helga,
svo að hann var áhyggjufullur um framtíðarhagi
sína, en fyrir kappsmuni sjálfs hans og atbeina
annara, brauzt hann þó í gegnum Hólaskóla og tók
þar burtfararpróf 1784. Tveim árum síðar prest-
vígðist hann að Svalbarði norður. Þaðan fluttist