Gríma - 01.11.1929, Blaðsíða 26
6 ÞATTUR AF HELGA PRESTI BENEDIKTSSYNI
og sonur hans, Helgi að nafni. Illugi var vel gefinn
maður og rímari góður; hafði hann ort heila rímna-
flokka, t. d. Ambalesrímur, en þá var hann floga-
veikur orðinn. Helgi sonur hans, sem þá var tekinn
við búsýslu, var fákænn og jós oft leirburði og ýms-
um þvættingi, karli til skapraunar; olli það tíðum
illdeilum milli feðganna. Ein baga Helga Illugason-
ar til Ingibjargar, dóttur séra Helga, hljóðar svo:
Eignast muntu kú og hest,
hér með líka Voga;
og svo líka vænan prest,
sem enginn kann að roga.
Meðan séra Helgi var í Vogum, varð hann að
vera í sambýli við þá feðga. Bjó prestur með konu
sinni og börnum í öðrum enda baðstofunnar niðri,
en þeir feðgar á hápöllum við götu í hinum endan-
um. Einhverju sinni, þegar þeim feðgum lenti sam-
an í kappmæli þar á hápöllunum, var prestur að
ganga um gólf í götunni; veik hann sér þá að hús-
dyrum sínum og bað Björgu dóttur sína að koma
fram með sér. Dimmt var af nótt, en tunglsljós.
Þegar þau komu fram í bæjardyrnar, skipaði hann
meynni að standa þar, meðan hann gengi að húsa-
baki, og víkja hvergi, en hann gekk norður fyrir bæ.
Mærin kvaldist af forvitni og læddist á eftir hon-
um; gægðist hún til og sá þá, hvar faðir hennar
stóð norðan undir baðstofustafni og ræddi með á-
kefð nokkurri og bendingum eitthvað, sem hún
skildi ekki. Hvarf hún aftur á stöðvar sínar, en
hann kom brátt á eftir og fann að því við hana, að
hún hefði eigi staðið kyr; sagði hann þó, að eigi
hafi sakað og gengu þau svo inn aftur. Þá voru