Gríma - 01.11.1929, Page 29
ÞÁTTUR ap helga presti BENEDIKTSSYNI 9
hljóðbært yrði. Þó fór almenningur að leiða getur
sínar að ýmsu, eftir orðaskifti sýslumanns og prests
á Húsavíkurþingi síðar. Þar var bóndi nokkur úr
hreppnum, sem sýslumaður spurði að einhverju, en
bónda varð orðfall; prestur var þar nærstaddur og
skaut orði í eyra bónda, svo að ekki stóð þá á svar-
inu. Spurði sýslumaður höstugt, hver þetta segði.
Bónda varð enn orðfátt, en prestur svaraði: »Það
gerði Helgi«. »Já, eg held að þú vitir flest, þegar
þú vissir allt um hann Barða«, sagði sýslumaður.
»Aldrei hef eg þó þegið mútur fyrir vitið«, svar-
aði séra Helgi, og varð talið eigi lengra; en sýslu-
mann setti dreyrrauðan. — En því var þessi dauði
maður Barði kallaður, að hann hafði barðastóran
hatt á höfði og þóttust menn lengi sjá hann þannig
búinn fara á undan bændum þeim, sem við þetta
voru riðnir, og svo niðjum þeirra, allt fram á síð-
ustu ár.
Kristján, bróðir Sigurjóns óðalsbónda á Laxa-
mýri, hefur sagt svo frá um »beinin í pokanum«.
Hann bjó nokkur ár fyrst að Héðinshöfða; þá var
Jón hreppstjóri, dótturson Jóns á Bangastöðum til
heimilis utar á nesinu. Þegar Kristján var nýkominn
að Héðinshöfða, svaf hann frammi í stofurúmi.
Þótti honum þá eina nótt vera talað til sín þar í stof-
unni: »Beinin í pokanum«. Hann rumskaðist og
sneri sér í rúminu; var þá aftur sagt enn hærra og
með biturri raust: »Beinin í pokanum«. Litlu síðar
var kallað á gluggann, og var það Jón hreppstjóri.
Sagði Kristján, að upp frá þessu hefði það ekki
brugðizt, meðan hann var á Héðinshöfða, að hann
dreymdi þessi sömu orð til sín töluð, hvenær sem
Jón hreppstjóri kom þar.