Gríma - 01.11.1929, Qupperneq 32
12 ÞÁTTUR AF HELGA PRESTI BENEDIKTSSYNI
að enginn selur hefur fengizt í nót í 50—60 ár, en
oft verið fiskafli góður. Einu eða tveim árum eftir
fráfall séra Helga, rak hval á bökuna fram af
Húsavíkurhöfða og nokkra hvali hefur að samtöldu
rekið innan til, austan flóans, á síðari hluta 19.
aldar.
9. BrúðhJónln.
Árið 1817 gaf séra Helgi saman Ingibjörgu og
Jónas í Illugabæ; talaði hann nokkur orð yfir brúð-
hjónasæng þeirra og mátti skilja þau svo, að eigi
yrðu þau lengi í hjónabandinu; varð brúðurin angr-
uð af ummælum prests. Bætti hann þá við, að betur
væri, ef Guð gæfi að hún gréti ekki minna, þegar
hún missti manninn, því að svo mundi það ganga.
Hjón þessi voru saman nokkur ár, en kom svo illa
saman, að orð prests rættust, þegar maðurinn dó,
að konan mun hafa verið södd af samvistinni.
10. Ráð móti fyízjum ok aðsóknum.
Það var trú manna, að séra Helgi hefði þá gáfu
til að bera, að hann vissi og sæi ýmislegt, sem öðr-
um var dulið, enda neitaði hann því ekki, þegar
hann var spurður um það. Einhverju sinni var kona
hans að tala um það við hann, að það væri undar-
legt að svipir þeirra, er dæju voveiflega, fylgdu oft
þeim mönnum, er fyrstir kæmu að þeim dauðum.
Prestur jánkaði því, en sagði, að það væri ráð fyrir
þann, sem vildi vera laus við það, þegar hann fyndi
dauðan mann, að misþyrma líkinu, berja það eða
því um líkt; þá yrði sá dauði svo reiður, að hann
vildi ekki fylgja hinum. — Einnig sagði hann, að
það væri örugt ráð, að gera stykki sín á leiði þess,
J