Gríma - 01.11.1929, Page 36
1C
FRÁ ODDI STERKA
hreppti Oddur snjóvaðal mikinn á Heljardalsheiði,
en þó hélt hann í heilum áfanga frá Hólum að Mel-
um, sem er að líkindum nær þrem hlutum úr þing-
mannaleið. Hann settist þegar að á Melum, en ekki
er ljóst, hvort það var fyrir tengdir nokkrar eða
vinfengi, og eigi heldur hitt, hvort hann varð þar
fyrirvinna eða ráðsmaður. En að fám árum liðnum
var hann orðinn bóndi á Melum og bjó þar til dauða-
dags.
Það var enn þá venja á þeim tímum, að þeir, sem
voru íþróttamenn að einhverju, fóru til alþingis til
að sýna og reyna listir sínar, svo sem glímur og
annað fleira. Glímumaður einn var á Ströndum
vestur, sem oft hafði komið á alþing og glímt við
marga og komu nálega engir, sem hann gat ekki
fellt í glímu. Hann heyrði þar getið um Odd bónda
á Melum, að hann væri heljarmenni að afli og að
því skapi glíminn. Hafði hann aldrei séð Odd, en
langaði mjög til að finna hann og þreyta glímu við
hann. Tók hann sér því ferð á hendur eitt sumar
skömmu fyrir fjallgöngur, og reið norður til Svarf-
aðardals. Það var tímanlega á laugardag, er hann
fór yfir Heljardalsheiði. Reið hann ofan dalinn, þar
til er hann kom að Urðum síðla dags; spurði hann
hvar Melar væru, og var honum bent þangað. Þegar
hann kom þangað, fann hann menn að máli og
spurði eftir Oddi bónda; var honum sagt, að hann
hefði riðið til sjávar, til þess að sækja fiskafla hús-
karla sinna, sem farnir voru að róa. Beið Strönd-
ungur litla stund á Melum, því að honum leiddist að
bíða Odds, en tók þann kost að ríða niður dalinn á
móti honum; fór hann síðan út og yfir Svarfaðar-
dalsá og stefndi almannaleið ofan sveitina. Á svo-