Gríma - 01.11.1929, Side 40
20
FRÁ SÉRA JÓNI GRÁMÚNK
sæll var hann mjög og eru ýmsir nafnkenndir menn
frá honum komnir, svo sem Jón læknir Pétursson,
Baldvin Einarsson, Pétur biskup, Helgi Hálfdan-
arson o. fl. — Líka munu afkomendur hans enn þá
vera í Svarfaðardal, þótt nú sé orðið torvelt að
rekja ættir þeirra.
4.
Frá séra Jðnl grámúnk.
(Eftir handriti Þorsteins Þorkelssonar, eftir sögnum af
Látraströnd).
Séra Jón grámúnkur var prestur í Þingeyjarþingi
og hefur að líkindum verið sami maður og Jón
»prestlausi« eða »brauðlausi«, sem víða var prestur
í Hólastifti, þar á meðal áð Nesi í Reykjadal, eftir
aldamótin 1700. Talinn er hann að vera dáinn 1744.
Séra Jón var ókvæntur og bjó með ráðskonu og
leið allvel. Það var eitt sinn, að prestur lét sjóða
hangikjöt til páskanna og lét skammta kjötið á
páskadagsmorguninn til miðdegisverðar um daginn.
Prestur átti strokk einn mikinn og lét hann hlaða
kjötdiskunum í hann, þannig að minnstu diskarnir
voru hafðir neðstir, smalans og fjósastúlkunnar, og
svo stærri og stærri, eftir því sem ofar kom í strokk-
inn, en efst var diskur prests sjálfs, enda var hann
stærstur, matarmestur og beztur; svo var lokið sett
yfir. Þenna umbúnað lét prestur hafa, vegna þess
að á heimilinu var smalapiltur, sem þótti hvinnskur,
en prestur hugði að þetta mundi tefja fyrir pilt-
inum, ef hann reyndi að hnupla kjötinu. Var nú
hafin messugjörð; en hátíðamessugjörðir voru á
þeim tímum afarlangar, svo að alvanalegt var að