Gríma - 01.11.1929, Síða 41
FRÁ SÉRA JÓNI GRÁMÚNK
21
prestar gengju út, áður en þeir stigu í stólinn, og
það gerði séra Jón líka í þetta skifti. Þegar hann
kom út, sá hann að smali var út kominn úr kirkj-
unni og var að hverfa heim fyrir bæjarhornið. Þá
þóttist prestur vita, að hann ætlaði að komast í búr-
ið og hljóp því hið bráðasta heim í bæinn. Þegar
prestur kom að búrdyrum, kom smali á móti honum
og hélt á langlegg, er hann hafði hnuplað af diski
prests. Prestur ætlaði að hafa hendur í hári drengs,
en hinn tefldi á tvær hættur og ruddist fram hjá
honum; náði prestur í hann með naumindum, en
missti hans aftur. Drengur hljóp sem kólfi væri
skotið út á hlað; framan við hlaðið var öskuhaugur
mikill og stökk hann þar fram af. Prestur kom á
hæla honum allt fram í hauginn, en þar skildi með
þeim að fullu. Hlákuveður var mikið og sólskin á
köflum, svo að þegar prestur hljóp fram af hlaðinu
og gegnum öskuhauginn, þyrlaðist askan upp um
hann allan, svo að hempan varð grá af öskuryki. f
þessum svifum kom meðhjálparinn út úr kirkjunni,
sá hvar prestur var kominn, hljóp til hans og lét
sér verða fyrst fyrir að berja og dusta öskuna af
hempu hans. Fleiri menn komu þá úr kirkjunni og
sáu hvernig prestur var til reika og hentu gaman
að. Prestur lauk síðan við embættisgjörð sína, en
gárungarnir kölluðu hann séra Jón »grámúnk« eftir
þetta.
Sagt er að prestur hafi haft hönd í bagga með bú-
stýru sinni um það, hvað skammta skyldi daglega.
Það var einn sunnudagsmorgun að sumri til, þegar
prestur var að ganga í kirkju til embættisgjörðar,
að ráðskona hans kom til hans og spurði, hvað hún
3*