Gríma - 01.11.1929, Page 47
HAMFARA-SAGA ÁSRÚNAR FINNSKU
27
flog og varð að drepa hann. Ráðsmaður t5k lik
prests og ætlaði að bera það út í kirkju; fannst
honum það ærið þungt og þyngdist æ því meir, sem
hann nálgaðist sáluhliðið; þar ætlaði hann alveg að
sligast undir byrðinni og streyttist við sem hann
rnátti. En þegar hann komst að lokum inn fyrir hlið-
ið, léttist líkið í einu vetfangi, og varð þá ekki
þyngra en eftir eðlilegum hætti. Vakað var yfir lík-
inu um nóttina og kveikt á þrem kertum; lifðu tvö
af þeim næturlangt, en á einu þeirra slokknaði.
7.
Hamlarar'Saga Ásránar finnsku.
(Handrit Þorsteins M. Jónssonar, eftir sögn Önnu systur
hans 1902).
í fyrndinni bjó bóndi einn einhverstaðar á Norð-
urlandi skammt frá sjó. Hann var kvongaður og
átti son, er Þorsteinn hét. Sumar eitt, einn góðan
veðurdag, var bóndi með allt fólk sitt úti á túni að
þurka hey, og var mikið við að vinna, því að mikið
lá undir af heyi. Þá sjá menn að kona kemur gang-
andi neðan frá sjó. Hún kemur til fólksins og heils-
ar þyí. Það tekur kveðju hennar og spyr hana að
nafni. Hún kveðst Ásrún heita, og spyr bónda, hvort
hann geti hvergi vísað sér á kaupavinnu. Bóndi
sagði að hann skyldi taka hana í dag, hvað sem leng-
ur yrði. Var nú Ásrúnu fengin hrífa og vann hún á
við tvær, þótt fullgildar væru. Var hún þar um
daginn og fannst bónda mjög til um dugnað hennar.
Biður bóndi nú Ásrúnu að vera hjá sér um sumarið,