Gríma - 01.11.1929, Page 47

Gríma - 01.11.1929, Page 47
HAMFARA-SAGA ÁSRÚNAR FINNSKU 27 flog og varð að drepa hann. Ráðsmaður t5k lik prests og ætlaði að bera það út í kirkju; fannst honum það ærið þungt og þyngdist æ því meir, sem hann nálgaðist sáluhliðið; þar ætlaði hann alveg að sligast undir byrðinni og streyttist við sem hann rnátti. En þegar hann komst að lokum inn fyrir hlið- ið, léttist líkið í einu vetfangi, og varð þá ekki þyngra en eftir eðlilegum hætti. Vakað var yfir lík- inu um nóttina og kveikt á þrem kertum; lifðu tvö af þeim næturlangt, en á einu þeirra slokknaði. 7. Hamlarar'Saga Ásránar finnsku. (Handrit Þorsteins M. Jónssonar, eftir sögn Önnu systur hans 1902). í fyrndinni bjó bóndi einn einhverstaðar á Norð- urlandi skammt frá sjó. Hann var kvongaður og átti son, er Þorsteinn hét. Sumar eitt, einn góðan veðurdag, var bóndi með allt fólk sitt úti á túni að þurka hey, og var mikið við að vinna, því að mikið lá undir af heyi. Þá sjá menn að kona kemur gang- andi neðan frá sjó. Hún kemur til fólksins og heils- ar þyí. Það tekur kveðju hennar og spyr hana að nafni. Hún kveðst Ásrún heita, og spyr bónda, hvort hann geti hvergi vísað sér á kaupavinnu. Bóndi sagði að hann skyldi taka hana í dag, hvað sem leng- ur yrði. Var nú Ásrúnu fengin hrífa og vann hún á við tvær, þótt fullgildar væru. Var hún þar um daginn og fannst bónda mjög til um dugnað hennar. Biður bóndi nú Ásrúnu að vera hjá sér um sumarið,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.