Gríma - 01.11.1929, Qupperneq 48
28
HAMFARA-SAGA ÁSRÚNAR FINNSKU
og verður það úr, að hún ræðst til hans. Líkaði öllu
heimilisfólkinu hverjum deginum betur við hana.
Þá er líða tekur á sumar, taka menn eftir því, að
Ásrún svaf mikið lengur fram eftir á morgnana en
hún var vön. Þorsteini þykir þetta undarlegt, og
þykist hann vita að eitthvað sé undarlegt við hagi
hennar, því að engum hafði hún viljað segja, hvað-
an hún væri.
Nótt eina gætir Þorsteinn þess að sofna ekki. Lítil
birtuglæta var í baðstofunni. Þegar allir eru sofnað-
ir, sér Þorsteinn að Ásrún rís á fætur og klæðir sig,
gengur síðan fyrir hvern mann í baðstofunni og
bregður einhverju fyrir vit þeim. Seinast kemur hún
að rúmi Þorsteins; hann sér að hún heldur á glasi
og þykist hann vita að svefnlyf muni vera í því. Hún
bregður glasinu fyrir vit honum, en hann heldur
niðri í sér andanum, til þess að draga ekki að sér
eiminn. Hann heyrir þá að hún mælir lágt: »ó, þú
harðhjartaða móðir, að þú skulir vilja að eg drepi
mann þann, sem eg hef ást á, enda skal eg það aldrei
gera«. Síðan gengur hún niður, en Þorsteinn klæðir
sig í snatri og fer á eftir henni. Hann sér þá að hún
kemur ofan af geymslulofti með kistil. Hún lýkur
upp kistlinum og tekur þar upp drekaham; fer hún
í haminn og hefur sig til flugs, en Þorsteinn nær í
sporðinn og heldur sér þar dauðahaldi. Sveif nú Ás-
rún yfir höf og lönd, með ógurlegum hraða. Loks
lætur hún haminn síga hjá kofa einum hrörlegum,
fer úr hamnum og gengur inn í kofann, en Þorsteinn
laumast á eftir henni. Hann sá þar inni í kofanum
kerlingu eina, gamla og Ijóta. Ásrún heilsaði henni.
»Ertu nú búin að drepa Þorstein?« spyr kerling.
»Nei«, segir Ásrún, »eg get ekki fengið það af mér