Gríma - 01.11.1929, Qupperneq 52
TILBERÍ
32
anburði við hana sjálfa. Af því að kerling vissi
nokkuð fyrir sér, afréði hún að koma upp tilbera
til þess að draga að sér mjóik nágrannakonunnar
og gera henni skaða um leið; en af því að mikið lá
við, ef upp komst, fór hún eins laumulega að þessu
og hægt var. Rétt eftir fráfærurnar gerði hún sér
upp veiki og lagðist í rúmið; bar bóndi sig hörmu-
lega út af veikindum hennar um hábjargræðistím-
ann, en ekki dugði að fást um það, kerling lá sár-
þjáð og breiddi upp fyrir höfuð svo að dögum skifti.
Hún vissi, hvernig átti að koma upp tilbera, en það
var svo sem ekki hlaupið að því. Fyrst og fremst
þurfti hún að ná í hrossrif, og það var ekki sérlega
erfitt, því að það átti hún frammi í eldhúsi. Þar
næst þurfti hún að fá sér mannsbjór, og það var
erfiðara. Nú stóð svo vel á, að kirkja var á staðnum
og grafreitur og það var nýlega búið að jarða þar
mann. Hún sætti því lagi eitt sinn, þegar bóndi
hennar var að heiman nætursakir, fór út í kirkju-
garð og gróf upp líkið; undan vinstra handholi þess
fló hún væna skinnpjötlu og stakk í vasa sinn. Svo
gróf hún líkið aftur og tókst að afmá öll vegsum-
merki. Nú þóttist kerling vel hafa veitt; tók hún
hrossrifið, vætti það í sínu eigin blóði og vafði
skinnpjötlunni utan um það, en á meðan raulaði
hún þulur sínar; svo vafði hún gráu togi utan um
vöndulinn og lagði hann við brjóst sér. Allt hafði
gengið að óskum til þessa, en þá var þrautin þyngst,
að fá líf í tilberann. Þegar bóndi kom heim daginn
eftir, var kerling með hressasta móti og sagði, að
sig langaði mjög til að vera til altaris, þegar messað
yrði næst. Karl varð sárfeginn bata konu sinnar.
»Allt af er söm og jöfn guðhræðslan þín, gæzka«,