Gríma - 01.11.1929, Side 53
TILBERl
33
sagði hann og viknaði við. Sunnudaginn næsta var
messað þar á staðnum og voru margir til altaris.
Skreiddist kerling með veikum burðum að altarinu
og hafði vafið ullartrefli um háls sér, til þess að
minna bæri á tilberanum, sem lá á brjósti hennar,
þannig að rifsendinn nam við hökuna. Saup kerling
gúlsopa sinn á kaleiknum og hélt víninu upp í sér,
þangað til prestur sneri sér aftur að altarinu til þess
að bæta í kaleikinn; þá grúfði kerling sig niður og
lézt bæna sig, en í rauninni sætti hún þá lagi og
spýtti öllu víninu niður á hrossrifið, svo að það
vöknaði endanna á milli. Þá kenndi hún tilberann
iða við brjóst sér og varð hin fegnasta, flýtti sér
inn í rúm og hlúði að honum sem bezt hún kunni.
Sagði hún að hún yrði að sofa ein í nokkrar nætur,
til þess að njóta sem bezt sakramentisins og fannst
karli nú enn þá meira til um guðrækni hennar en áð-
ur; en í rauninni var kerling þá í óða önnum að
hjúkra tilberanum, koma honum til að sjúga sig og
þroska hann að vitsmunum. Hann þreifst vel og
dafnaði með degi hverjum, iðaði og belgdi sig upp
við brjóst kerlingar, en hún strauk hann allan og
kjáði við hann, þangað til hann fór að geta svarað
henni og þá gerði hún þann samning við hann, að
hún skyldi allt af reynast honum sem bezta móðir,
en hann aftur á móti átti að sjúga kýr og ær grann-
konu hennar í haganum, koma á hverju máli á búr-
glugga kerlingar og gubba mjólkinni í búrfötuna
hennar. Síðan hvarf tilberinn út í hagann, en kerl-
ing reis úr rekkju alhress, til mikillar gleði fyrir
bónda hennar. Svo brá við, að kýr og ær grannkon-
unnar voru meira og minna þurrar á hverju máli
upp frá þessu og vissi enginn, hvað valda mundi,