Gríma - 01.11.1929, Page 54

Gríma - 01.11.1929, Page 54
34 TILBÉIU en kvölds og morguns lagðist tilberinn á búrglugga kerlingar og bablaði: »Fullur beli, móa«. Svo spýtti hann mjólkurgusunni ofan í fötuna. Kerling var nú í sjöunda himni, þegar svona vel hafði til tekizt. Nágrannakonunni fór nú ekki að lítast á nyt bú- smalans hjá sér; þetta var sama sem engin mjólk, sem hún fékk, og fór að verða þröngt í búi hjá henni, sem von var. Kom hún að máli við bónda sinn og sagði, að þetta gæti ekki verið einleikið; nú skyldi hann fylgja kúnum og ánum einn dag í haganum til þess að komast fyrir, hvort nytinni væri ekki stolið á einhvern hátt. Bóndi féllst á þetta og fylgdi búsmalanum í hagann og varð einskis var lengi dags, en um miðaftansbil sótti hann svo mikill svefn, að hann vallt út af og svaf lengi. Þegar hann vaknaði aftur, var sín skepnan í hverri áttinni, hann átti i mesta basli með að koma þeim á stöðul og þegar farið var að mjólka, var nytin sama sem engin. Bónda þótti súrt í broti og hét því að gæta sín bet- ur næsta dag; en það fór alveg á sömu leið, hann gat ekki varizt svefni og allar skepnur voru þurrar um kvöldið. Leitaði nú bóndi ráða konu sinnar og þóttist hún vita, að hér væri eitthvað óhreint að verki, svo að þriðja morguninn kom hún með lítinn náttúrustein, sem hún átti, og festi hann í bandi um háls manni sínum. »Stein þenna gaf mér móðir mín«, mælti hún, »og hefur hann þá náttúru, að hann varnar hverjum svefns, sem hefur hann við brjóst sér«. Fór bóndi síðan út í hagann, eins og dagana á undan og sótti hann nú enginn svefn. Samt lagðist hann þar á milli þúfna, er leið á dag- inn og lézt sofna, en hafði gát á búsmalanum. Eftir miðaftan kom styggð að hópnum,ærnarfóru að blása
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.