Gríma - 01.11.1929, Side 55
TILBERI
35
úr nösum, hættu að bíta og rásuðu til og frá, auð-
sjáanlega hræddar við eitthvað og kýrnar stukku
fe'mtsfuilar og baulandi innan um holtin. Sá þá
bóndi allt í einu skepnu eina fótalausa, sem stakkst
á endum á milli þúfnanna, sletta sér að lokum yfir
malirnar á einni kúnni, teygði sig niður að júgrinu
beggja vegna og saug hana svo með báðum endum:
engdist kýrin á meðan og bar sig illa. Svo byltist ó-
skapnaður þessi á sama hátt af einni kú á aðra og
saug þær allar, og ærnar fengu sömu útreið. Var
hann þá orðinn úttútnaður af mjólkinni og valt
eins og hnoða eftir jörðinni, þar til er hann hvarf
fyrir leiti. Fór bóndi heim með kýrnar og ærnar
um kvöldið og sagði konu sinni, hvers hann hefði
orðið vísari. Hún þóttist vita, að þetta mundi til-
beri verið hafa og tók til sinna ráða. Morguninn
eftir mjólkaði hún sjálf hverja skepnu og krossaði
malirnar með mjólk, og þessum sið hélt hún áfram
upp frá því. Brá þá svo við, þegar í stað, að full nyt
fékkst úr hverri skepnu og bar aldrei á því framar
að nokkur kýr eða ær væri sogin í haganum. — Svo
rétt um sama leyti lagðist kerlingin, tilberamóðirin,
fárveik með ákafri sótt og var dauð innan þriggja
nátta. Þegar hún var lögð til, fannst við brjóst
hennar hrossrif, vafið í skinnpjötlu og gráu togi.
En svo stóð á dauða kerlingar, að þegar tilberinn
var sviftur mjólkinni, þá sneri hann heim til móð-
ur sinnar, lagðist á brjóst hennar og saug hana til
dauðs. — Síðan var það lengi siður hér á landi, allt
fram á vora daga, að krossa og bletta búsmala, til
þess að forða frá tilberanum og sömuleiðis að krossa
leignasmjör til þess að reyna, af hvaða uppruna það
6rlma I q