Gríma - 01.11.1929, Page 58
38
KÆFU-BIÐAN
sem þú varst mér í svefninum í nótt«. »Það hefur
verið haft eftir þér,« »svaraði hún, »að þú gætir
ekki borið ástarþel til neinnar stúlku, svo að skjót
hefur þín skapbreyting orðið; en játast hefði eg þér,
þótt þú hefðir fyr komiö í þessum erindum.«
Skömmu síðar var brúðkaup þeirra haldið. Þau
unnust vel og lengi, eignuðust börn og barnabörn.
Og eitt sinn, þegar Geirþrúður var gömul orðin,
sagði hún barnabörnum sínum frá því, hvernig hún
náði ástum Gunnars. Síðan hafa margir reynt sama
ráðið og jafnan gefizt vel. Og vegna þessa heitir
jurtin nú hjónagras.
ll.
Eæfa'Mðan.
(Handrit Þorsteins M. Jónssonar. Sögn Önnu systur lians).
Einu sinni í pápískri tíð, var prestur sóttur til að
skrifta ekkju einni, er lá veik. Þegar prestur kom,
var hún sögð dáin. Hann lætur fylgja sér inn til
hennar, og segir hann að lífsmark sé enn með ekkj-
unni. Hann lýtur niður að henni og segir: »Gaf hún
enn guðsmóðirin; gaf hún kirkjunni kæfubiðuna
sína, eða átti hún hana ekki til?« »Jú«, svarar ein-
hver af heimamönnum. Var presti fengin kæfubiðan
og lét hann flytja hana heim til sín.