Gríma - 01.11.1929, Síða 67
DVERGURINN OG SMALADRENGURINN EINFÆTTI 47
að fá fótinn sinn aftur. Sigþór játar því fúslega, en
segir að sér þyki fyrir því, að fólkið muni verða
hrætt um sig, ef hann kæmi ekki heim um kvöldið.
Dvergurinn segir honum þá, að hann skuli friða
fólkið, og biður hann að vera áhyggjulausan. Er
Sigþór nú þarna í steininum um daginn, og leika
stúlkurnar við hann, en dvergurinn fer eitthvað
burtu og sér Sigþór hann ekki um daginn. Um
kvöldið, þegar Sigþór ætlar að fara að sofa í rúm-
inu, sem litlu stúlkurnar höfðu búið upp handa hon-
um, kemur dvergurinn inn með gull-bikar og gefur
honum að drekka úr honum. Sofnar hann þá undir
eins, og vaknar ekki fyr en um miðjan dag daginn
eftir. Finnur hann þá einhvern mun á veika fætin-
um, en getur ekki hreyft hann. DVergurinn situr
þar hjá honum á rúminu, og biður hann vera ekki
of bráðlátan, því að nú verði hann að liggja í rúm-
inu langan tíma. Lætur Sigþór sér það vel líka, því
að hann var þá ekkert orðinn hræddur við dverg-
inn og litlu stúlkurnar voru svo undur góðar við
hann.
Nú víkur sögunni heim á bæinn. Ærnar komu
heim einar um kvöldið, en Sigþór ekki. Þá var farið
að leita, en hann fannst hvergi, sem von var. En
um nóttina dreymir Guðrúnu bóndadóttur, að til
hennar kemur lítill maður í hvítum klæðum og seg-
ir: »Vertu ekki hrædd um hann Sigþór litla, hann
kemur bráðum aftur«. Síðan fær hann henni gull-
hring, og tekur hún við honum og dregur á fingur
sér. Þegar hún vaknaði um morguninn, mundi hún
drauminn og sér þá hringinn á hendi sér. Hana
furðar þetta, og tekur hún af sér hringinn og sér að
innan í hann er grafið nafnið »Sigþór« fullum stöf-