Gríma - 01.11.1929, Side 78
58
KROSSHÓLS-HLÁTUR
Þrutu aldrei auðæfi Loðinkinnu tröllkonu. Lúkum
vér svo þessari sögu.
Hafi þeir þökk sem á hlýddu, en óþökk, sem níddu.
17.
Krosshóls'hlátnr.
(Handrit Þorsteins M. Jónssonar, eftir sögn séra Kristjáns
Eldjáms Þórarinssonar að Tjörn í Svarfaðardal, 1904).
Heiðinna-manna-hellir heitir hellir nokkur inn í
Skíðadal. Þar lá á sú trú, að jötunn einn byggi.
Krosshóll heitir bær innarlega í Skíðadal. Eitt haust
er sagt, að þangað kæmi kýr, sem enginn þekkti.
Bóndi tekur kúna, elur hana um veturinn og skoðar
sem eign sína.
Eina nótt um vorið vaknar bóndi við það, að hann
heyrir hlátur mikinn og stórkarlalegan. Hann rís
upp og lítur út um glugga og sér hvar jötunn einn
mikill fer og hefir kú þá á baki sér, sem bóndi hafði
alið um veturinn. Hlær jötuninn gríðarlega og heyr-
ir bóndi að hann er hróðugur yfir því, að bóndi
skyldi hafa alið fyrir sig kúna heilan vetur, og hafa
ekki neitt fyrir.
Síðan er sagt, þegar einhver hlær mjög hátt, að
hann hlæi Krosshóls-hlátur.
Eitt sinn tóku nokkrir sveitamenn sig saman og
fóru til Heiðinna-manna-hellis og vildu kanna hann.
Þegar þeir komu inn í hellirinn, urðu fyrir þeim
grindur; sáu þeir geit bundna við grindurnar og
vildu leysa hana. Heyrðu þeir þá að kallað var innan
úr hellinum: »Látið þið kyrra kiðu mína«. Við það