Gríma - 01.11.1929, Side 86
66 SAGAN AF FJALLA-GUÐECNU
fjölgaði, átti Guðrún betra lífi að fagna, því að þá
gat hún slátrað einni og einni, eftir því sem hún
þurfti til viðurværis sér; þótti henni það þó allt af
mesta nauðungarverkið að lífláta þessa vini sína.
Jafnan slátraði hún hrútlömbunum, en lét gimbr-
arnar lifa. Ullina notaði hún til tóskapar, bæði í net
og föt og á veturna var það hennar bezta dægra-
stytting, að spinna á snælduna, prjóna og þæfa.
Mjólk hafði hún nóga á sumrin og fjallagrös notaði
hún óspart í blóð í mjöls stað og í grasamjók. Mör
hafði hún nægilegan, svo að bæði hrökk til viðbits
og ljósa. Oft fann Guðrún sárt til einverunnar og
langaði til að hitta einhverja manneskju, en hún
sætti sig samt furðanlega við ástæður sínar; sér-
staklega voru það kindurnar, sem hún lagði ást-
fóstur við og umgekkst þær eins og vini sína.
Þannig liðu tólf ár og nokkrir mánuðir að auki,
að Guðrún sá ekki né heyrði nokkurn mann. Einn
dag um haustið sat hún inni í hólnum við handa-
vinnu sína og heyrði þá allt í einu, að kindurnar
hlupu í hóp upp á hólinn. Skildi hún sízt í því, hvað
orðið hefði til að styggja þær svo í haganum, því
að hún var nýlega búin að reka þær út eftir mjalt-
ir. Hún gekk því út og litaðist um, og sér til mikill-
ar undrunar sá hún sex menn á reið, sem stefndu á
hólinn; komu þeir austan fjöllin. Við þessa sjón
varð Guðrúnu svo hverft, að hún með naumindum
komst aftur inn í hólinn og féll þar í ómegin. Menn
þessir, er Guðrún sá til, voru fjárleitarmenn austan
af Jökuldal; voru þeir í eftirleit, því að venjulegar
fjallgöngur voru liðnar, en heimtur fremur slæmar.
Hugðu menn þá, að of skammt hefði verið leitað og
fóru nú því lengra en vani var í fjárleitum. Höfðu