Gríma - 01.11.1929, Side 89
SAGAN AF FJALLA-GUÐRÚNU 69
»Eg á talsverð efni og faðir minn er all-auðugur. Eg
flyt hingað á fjöllin með þér næsta vor, ef við lifum
bæði, fæ mér vinnufólk, og reisum við hér bú og
byggð við hólinn þinnfagra«. Við þessa orðræðu varð
Guðrún glaðari en frá verði sagt. Síðan gekk Jón
aftur út úr hólnum á fund félaga sinna; þótti þeim
honum hafa dvalizt lengi í hólnum, voru orðnir
hræddir um hann og voru að ráðgast um að ráðast
inn í hólinn með stöfum og bareflum. Hann bauð
þeim að ganga inn til hólbúans og gerðu þeir það
fullir eftirvæntingar; brá þeim afarmikið í brún,
er þeir hittu þar aðeins einn kvenmann fyrir og
þótti minni hætta á ferðum en þeir höfðu gert sér í
hugarlund fyrir skemmstu. Leizt þeim konan föngu-
leg og fríð, þótt raunaleg væri á svip og klædd
prjónafötum, með prjónahúfu á höfði og loðna skó
á fótum. Þekktu sumir þeirra þar Guðrúnu frá
Fossvöllum, er horfið hafði forðum, og þó allra bezt
Jón bróðir hennar, er þar var með í förinni. Varð
mikill fagnaðarfundur þeirra systkina, sem nærri
má geta, eftir svo langan aðskilnað og þung raunaár.
Tóku þau nú tafarlaust að búast til ferðar. Varn-
ingur Guðrúnar var allur bundinn í klyfjar og lát-
inn upp á hestana; var það mest tólg, skinn, silung-
ur og prjónles og urðu það klyfjar á fimm hesta.
Guðrún var látin ríða hesti Jóns, en karlmennirnir
urðu allir að ganga og reka kindurnar. Sóttist þeim
leiðin furðu greiðlega, þótt langt væri í byggðina.
Þegar heim kom, var þeim vel fagnað, einkum Guð-
rúnu, sem allir hugðu vera löngu dauða. Foreldrar
hennar tóku henni mjög ástúðlega og minntist eng-
inn maður á fyrri hrösun hennar. Þótti svo undra-
verður kjarkur Guðrúnar og sjálfsbjargar-viðleitni
5*