Gríma - 01.11.1929, Page 93
ÆFISAGA GUÐRÚNAR KETILSDÓTTUR
73
hylur úlfinn undir sauðargærunni, og svo var um
hann. Hann bauð mér alla þjónustu, en ókunnugur
varningur firrir margan fé. Hann var með bjart
hár, mannskrattinn, á blárri peysu og grænum bol,
með hatt og í fallegum soklíum, með góða skó á
fótum. Þá kviknaði tilhugalífið með okkur, sem
aldrei skyldi verið hafa. Eg átti þá fimm kistur, og
var meira í þeim en myrkrið tómt; nokkuð af rús-
ínum átti eg í einni, og laumaði eg oft í hann af
þeim, því að eg hugsaði að hann væri maður, en
ekki djöfull. Svo tældi hann mig í búskap að Krist-
nesi um vorið; átti eg þar sýrutunnu um haustið
og margt þar niður í. Björg stal öllu steini léttara
og allt var í launpukri milli þeirra. Þá fór hann í
sitt kvennafar frá einni stelpunni til annarar, en
eg mátti sluma og þegja og ergist svo hver með
aldrinum. Beizlið týndist. Tvær brauðkökur gaf eg
á milli og feitt kjötstykki. Fann eg nú prófastinn.1
»Guð hjálpi Illuga«, sagði hann, en eg kvað nei við,
því að eg meinti hann væri að tala um lyklana. —
Mósa mín geysti fram ■ úr öllum hestunum á
Hvammsbökkum, og eg reið þá fram með Héraðs-
vötnum og var hundur með mér, sem hét Tríbon
Sámsson; hann var undan danska Sám,— með
þorskhausakippu á handlegg; kom hann þá með eitt
og gelti að mér. Og veizludaginn2 átti Guðmundur
á Stokkahlöðum hund, sem Tigrís hét; hann reif
júgrið og rassgörnina af einni ánni minni; ærin var
úti á Þverárdal, en rassgörnin fannst úti á Vaðla-
1 Það hefur verið séra Magnús Erlendsson, er var prestur
á Hrafnagili og prófastur í sýslunni 1803—1836.
2 Eftir því hefur Guðrún gifzt Illuga.