Gríma - 01.11.1929, Page 97
ÆFISAGA GUÐRÚNAR KETILSDÓTTUR
77
ergist svo hver með aldrinum, svo er um mig og
alla. — Varðgjár-veran mín var stundleg; æfisaga
Magnúsar er í brjósti mínu, og hana segi eg hverj-
um, sem hafa vill, enda er hann orðinn sjónlaus;
mörgum kemur makleg hefnd. — Þegar eg reisti í
Kaupangssel, gaf eg séra Hallgrími mínum margan
brennivínsdropa og hafði sjö á bakinu.1 Prjónasess-
an mín týndist; síðan næ eg aldrei sakramentinu,2
— bágt er að róa einni ár. Hugrún flæktist þó hing-
að, því að enginn vildi hafa hana; varð eg þá að
skjóta skjólshúsi yfir hana. Ásinn datt inn úr hrof-
inu, en heillamaðurinn var harður; hann var þar
staddur, rak hrygginn undir og lagði alla lífs og
sálarkrafta þar til og tók hundinn af Hugrúnu. Gaf
hún mér sullkollu með honum og hamsakvartil; það
forslær lítið handa báðum....3
1 Á líklegast að skiljast svo: Gunna hefur verið á leið úr
kaupstað með sjö ýsubönd(?) á bakinu og brennivínspela
í pilsvasanum; hefur hún hitt séra Hallgrím á leiðinni og
gefið honum að súpa á. — Séra Hallgrímur Thorlacius var
prestur á Hrafnagili 1838—1859.
2 Gunna hefur auðsjáanlega ekki kunnað við að ríða sessu-
laust til kirkjunnar og þess vegna farið á mis við sakra-
mentið.
3 Þarna dettur botninn úr allt í einu og er líklegast, að sag-
an hafi aldrei lengri verið.