Bændablaðið - 11.08.2016, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 11.08.2016, Blaðsíða 1
15. tölublað 2016 ▯ Fimmtudagur 11. ágúst ▯ Blað nr. 472 ▯ 22. árg. ▯ Upplag 32.000 Atvinnuveganefnd Alþingis fundar um breytingatillögur vegna búvörusamninga: Bjartsýn á að búvörusamningar verði afgreiddir Fulltrúar stjórnarmeirihlutans í atvinnuveganefnd Alþingis hafa í sumar unnið að tillögum um breytingar á frumvarpi sem fylgir búvörusamningunum sem lagðar verða fyrir þingið fljótlega eftir setningu þess. Reiknað er með að samningarn- ir verði samþykktir fyrir kosningar sem fyrirhugaðar eru í haust. Alþingi kemur aftur saman eftir sumarhlé 15. ágúst. Haraldur Benediktsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins og annar vara- formaður atvinnu veganefndar, sagði í samtali við Bændablaðið að vinna við breytingatillögur nefndarinnar stæðu enn yfir og því erfitt að tjá sig mikið um þær. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar, tekur í sama streng og segir að unnið hafi verið að breytingatillögum í nefndinni í allt sumar. „Málið er á viðkvæmu stigi og nefndin hittist í fyrsta sinn í dag, miðvikudag, með formlegum hætti til að ræða um það. Á fundinum verður farið yfir stöðu málsins og eftir það verður fundað með þingflokkunum um tillögur nefndarinnar.“ Hann á ekki von á öðru en að búvörusamningarnir verði samþykktir á Alþingi fyrir kosningar í haust. Tillögurnar ekki tilbúnar Haraldur segir að fundað hafi verið hjá stjórnarmeirihlutanum í nefndinni og tillögurnar ræddar. „Vinna við málið hefur staðið yfir í allt sumar og gengið vonum framar að mínu mati og við teljum okkur geta lokið þeirri vinnu á næstu dögum og innan þess ramma sem bændur hafa samþykkt. Ég get þó sagt að málið hefur tekið breytingum í meðferð nefndarinnar en ekki hversu miklar þær breytingar eru. Meðal þess sem unnið hefur verið að er lengd samningstímans og opnunin á breytingar sem eru skrifaðar inn í samninginn. Markmið okkar er að ná niður- stöðu sem gerir það að verkum að hér ríki meiri sátt um landbúnað- inn í landinu um langan tíma og að endurskoðunin sem á að fara fyrst fram árið 2019 verði víðtæk og vel undirbúin með góðum greiningum og samtölum á milli hagsmunaaðila. Þrátt fyrir það vil ég taka fram að samningagerðin sjálf verður alltaf á hendi bænda og stjórnvalda.“ Haraldur segir að nefndin sé einnig búin að vinna mikið í tolla- málunum, umhverfis- og loftslags- málum og nefndin sé með ákveðnar tillögur tengdar þeim málum. „Starf nefndarinnar hefur sem sagt fyrst og fremst legið í því að fara yfir umsagnirnar sem henni hafa borist vegna búvörusamninga og vinna að meiri sátt um þá, bregð- ast við ábendingum og umsögnum. Slíkt mun kosta breytingar en von- andi ekki það miklar að það verði að fara fram ný atkvæðagreiðsla meðal bænda um samninginn. Ég á ekki von á öðru en að samningurinn verði samþykktur. Búvörusamningurinn og tolla- samningurinn haldast í hendur og hvorugur verður samþykktur án hins,“ segir Haraldur Benediksson. Stjórnarandstaðan ekki með Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmað- ur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, og Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, og fulltrúar í atvinnuveganefnd sögðu í samtali við Bændablaðið að þau gætu ekki sagt mikið um starf nefndarinnar í sumar hvað varðar búvörusamn- inginn þar sem fulltrúar stjórnarand- stöðunnar hefðu ekki verið kallaðir á þá fundi. „Við í stjórnarandstöðunni höfum ekki komið að málinu með formleg- um hætti í sumar og höfum ekkert frétt af vinnu hennar, né vitum hvað hefur verið rætt um. Fyrr í sumar lagði stjórnar- andstaðan áherslu á í minnisblaði til nefndarinnar um samninginn að fjallað yrði um mál eins og hraða skerðingu á beingreiðslum, sauðfjár- búskap á jaðarsvæðum og að fleiri umdeilanleg mál í búvörusamn- ingunum yrðu tekin fyrir á fundum hennar ásamt áhrifum tollasamn- ingsins á landbúnaðinn. Ég geri ráð fyrir að stjórnarmeirihlutinn hafi rætt þessi mál í sumar og sé ekki á byrj- unarreit hvað þau varðar þegar við komum saman. Mín skoðun er að stjórnarliðar séu ekki einir á báti þegar kemur að lausn þessa máls og að þeir teldu sér hag í að vinna með stjórnarandstöðunni á uppbyggilegan hátt að úrlausn þess. Ég er vongóð um að svo megi verða,“ segir Lilja Rafney. Kristján L. Möller sagðist ekki hafa setið neina fundi í nefndinni í sumar vegna búvörusamnings- ins fyrir utan einn sem var haldinn skömmu eftir að þingi lauk. „Hafi atvinnuveganefnd komið saman í sumar til að funda um búvörusamn- inginn hafa þeir fundir einungis verið á vegum stjórnarmeirihlutans,“ segir Kristján. /VH Sláturhús KVH á Hvammstanga hefur gefið út verð fyrir sumar- slátrun og hefur verðið lækkað frá sama tíma í fyrra. Formaður Landssamtaka sauðfjárbænda segir lækkunina mikil vonbrigði og slæman fyrirboða fyrir haust- slátrun. Magnús Freyr Jónsson, forstöðu- maður SKVH á Hvammstanga, segir að verðið gildi bara í sumar. „Gefið verður út annað verð fyrir haustslátr- un sem hefst 12. september en það er ekki búið að ákveða það verð ennþá.“ Sé borið saman verð hjá KS/ SKVH í sömu vikum í fyrra er niður- staðan sú að vika 34 (21. til 27. ágúst) er með óbreyttu verði, 733 krónur. Meðalverð viku 35 (28. ágúst til 3. september) lækkar úr 703 kr. í 691 krónur, eða um 1,7%. Meðalverð viku 36 (4. til 10. september) lækkar úr 657 í 645, eða um 1,8%. Meðalverð fyrir kjöt af fullorðnu lækkar úr 174 krónum í 116 krónur í öllum vikunum þremur, sem er þriðj- ungslækkun, um 33,3%. Verð á lambakjöti fylgir ekki verðlagsþróun Þórarinn Ingi Pétursson, formaður, Landssamtaka sauðfjárbænda, segir lækkunina mikil vonbrigði. „Satt best að segja kemur lækk- unin mér ekki á óvart í ljósi þess að sauðfjárafurðir hafa ekki hækkað á markaði undanfarin þrjú ár. Verð á lambakjöti hefur ekki fylgt verðlags- þróun undanfarinna ára og verð til neytenda nánast staðið í stað. Í mínum huga eru það mikil von- brigði að menn geti ekki gert betur í að verðleggja vöruna sem þeir eru að framleiða. Laun í landinu hafa hækkað og í raun óásættanlegt að frumframleiðendur, það er að segja bændur, þurfi einir að bera þann kaleik og sitja eftir þegar kemur að launahækkunum. Ráði bændur menn í vinnu hefur sá kostnaður náttúrlega hækkað í takt við launahækkanir í landinu. Auk þess sem framleiðslukostnaður hefur hækkað eitthvað líka en sem betur fer ekki mikið.“ Slæmur fyrirboði Þórarinn segist hafa verulegar áhyggjur af því að verðið fyrir sumar- slátrunina sé fyrirboði þess verðs sem sett verður upp fyrir slátrun í haust. „Samningsstaða bænda er engin í þessu máli og það eina sem við megum gera hjá Landssamtökum sauðfjárbænda er að gefa út það viðmiðunarverð sem okkur þykir sanngjarnt. Satt best að segja er óþolandi að staðan skuli vera eins og hún er. Ég hef fengið fjölda símtala frá sauð- fjárbændum undanfarið og hljóðið í þeim er ekki gott. Sérstaklega á stöðum þar sem næga atvinnu er að hafa og menn sjá sér færi á að hætta með kindur og fara að gera eitthvað annað og á ég þar við störf við ferðaþjónustu eða stóriðju,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson, formaður LS, að lokum. /VH Margir sauðfjárbændur hyggjast hverfa til annarra starfa: Verð til bænda vonbrigði 4 34 Skógræktin tekin til starfa 8 Þessar tvær erlendu vinkonur voru glaðbeittar í reiðtúr á vegum Óbyggðaseturs Íslands í Norðurdal í Fljótsdal, í jaðri stærstu óbyggða Norður-Evrópu. Óbyggðasetrið var opnað fyrr í sumar en þar er boðið upp á fjölbreytta upplifun og afþreyingu. Nánar er fjallað um starfsemi Óbyggðasetursins og rætt við forsvarsmenn þess á bls. 30. Mynd / Steingrímur Karlsson Matarhátíð alþýðunnar Býflugur eru bráð- skemmtilegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.