Bændablaðið - 11.08.2016, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 11.08.2016, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. ágúst 2016 Alþýðleg þekking á plöntum hélst vel við hér á landi fram undir síðustu aldamót en hefur nú að mestu fallið í gleymsku. Skemmtilegt er fyrir áhuga- sama að grufla í gömlum bókum og leita uppi hugmyndir fyrri tíma fólks um plöntur. Í Allrahanda Síra Jóns Normann má meðal annars finna sögu sem heitir Að mjólka fjarlægar kýr. „Á bæ einum á Hornstöndum bjuggu hjón, sem mjög voru grunuð um galdur. Hjá þeim uppólst dóttir þeirra. Þegar hún var orðin hér um bil hálffullorðin, fór sýslumaður að taka rannsókn um þetta mál. Ekki er þess getið, hvað foreldrarnir meðgengu. En þegar til dótturinnar kom, kvaðst hún ekkert kunna nema að mjólka kýr. Bað sýslumaður hana að sýna sér það og tiltók sjálfur á hvaða bæ kýrin skyldi vera. Tók hún þá puntstrá og rak í holu, sem boruð var í stoð, fór svo með 10 marka fötu undir puntstráið og mjólkaði fötuna fulla með nýmjólk. Sýslumaður bað hana að mjólka meir, en hún sagðist ekki mega það, því kýrin skemmdist. Herti þá sýslumaður á henni og mjólkaði hún enn nokkuð, unz það fór að koma blóðkorgur. Nú sagði hún að kýrin væri farin að skemmast. Herti þá sýslumaður enn að henni að mjólka þar til það fór að koma blóð. Hætti hún þá allt í einu og sagði, að nú væri kýrin dauð. Reyndist það og svo, að á hinni sömu stund hafði sú tiltekna kýr dottið steindauð niður.“ Galdrar og galdramál Samkvæmt því sem segir í Galdrar og galdramál á Íslandi eftir Ólaf Davíðsson tók Alþingi fyrir mál Sigurðar Jónssonar galdramanns árið 1671. „1. júlí 1671 nefndu lögmenn og fógeti tíu sýslumenn og tvo lögréttumenn í dóm á alþíngi til að rannsaka dóma þá, sem sýslumennirnir í Ísafjarðarsýslu, Magnús Magnússon og Páll Torfason, höfðu kveðið upp um galdra áburð Guðmundar Magnússonar á Sigurð Jónsson. Sigurður var sjálfur á þíngi. Málsgögn voru svo laung, að ekki þótti fært að færa þau inn í lögþíngsbókina í heild sinni, en helzt eptirtakanlegt er það í þessu máli sem Sigurður meðkent hefir í héraði, sig brúkað hafa gras eitt, sem hann kallar gráurt, hvað ei hafi hrifið. Síðan segist hann annað gras mellifolium [Vallhumall] með kvikasilfri úr fjöðurstaf brúkað hafa með sínu eigin sæði, að til lögðum nokkrum staf þar með, á eik ristum, með fylgjandi nokkurs konar versi eður vísuorðum, er hann sjálfur segist diktað hafa, hvað hann í ljós látið hafi sýslumönnum og öllum þíngsóknarmönnum á heyrandi. Í öðrum parti sé meðkenníng Sigurðar um sending undan Álfhól, sem stendur í síðustu meðkenníngu Sigurðar, að hann ásamt særingum og bölfunarorðum, sem hann segist hafa haft, hafi hann sig niður lagt, og tekið græðisvepp, og látið blæða þar í tvo blóðdropa úr nösum sér, og segist þar eftir hafa snarað honum í kjaptinn á djöflinum. Þetta er í héraði handskrifað af sex mönnum, en fyrir vorum dómi segir hann, að í draum hafi hann látið sæðið svo sem við kvennamannspersónu. Það annað, að sveppurinn hafi hann frá sér kastað, en ekki viti hann. í kjaptin. á djöflinum.“ /VH Plöntuhjal STEKKUR Um 100 bújarðir skipta um eigendur árlega: Jarðamarkaðurinn að taka við sér – ekkert til sem heitir „fast hektaraverð“, segir Magnús Leópoldsson fasteignasali Magnús Leópoldsson er bændum að góðu kunnur sem einn reynslu- mesti fasteignasali landsins á sviði jarðaviðskipta. Hann er búinn að reka Fasteignamiðstöðina í rúm 30 ár en þar áður var hann bóndi á Sogni í Kjós í 10 ár. Nú býr hann með annan fótinn í Borgarfirði á jörðinni Hvassafelli II í Norðurárdal þar sem hann heldur um 100 kindur og nokk- ur hross ásamt eiginkonu sinni, Árnýju Helgadóttur. Magnús segir að það sé að færast aukið líf í við- skipti með bújarðir eftir nokkur mögur ár í kjölfar efnahagshruns- ins. Það sé nóg til af áhugasömu fólki sem vilji búa í sveit en fjár- mögnun sé oft ásteytingarsteinn þegar kemur að því að láta jarða- viðskipti ganga upp. „Hægt og bítandi hafa viðskiptin aukist og þau hafa verið nokkuð líf- leg í sumar. Það er ágætt framboð á jörðum og það skortir ekkert á það,“ segir Magnús. Hann segir að hlut- verk hans sem fasteignasala sé að leiða saman kaupendur og seljendur og að láta hlutina ganga upp. Áhugi á jörðum sé mikill og það eigi við um allt landið. „Menn eru að skoða jarðir á Austfjörðum og Ströndum og allt þar á milli. Seljendur vilja vissu- lega fá ákveðið verð til þess að hafa efni á því að fara í burtu, annars sitja menn alveg eins í sínum húsum.“ Bankarnir horfa á rekstrarmöguleika jarðanna Magnús segir að það sé nóg af áhugasömum jarðakaupendum en það sé oft erfitt að fá lán hjá fjármálastofn- unum. „Fjármögnun er erfið, það er ekkert launungarmál. Hér áður fyrr horfðu menn meira á veðin og að þau væru góð en í dag horfa bank- arnir meira til rekstursins. Kaupendur þurfa allir að fara í greiðslumat og þá þarf afkoman að vera þannig að menn geti borgað af lánunum sem þeir taka.“ Magnús segir að oft á tíðum sé erfitt að brúa bilið á milli seljenda og kaupenda. „Þeir sem selja þurfa að geta keypt sér aðra fasteign og þeir sem kaupa þurfa að hafa efni á fjár- festingunni. En málið er að eins og það er erfitt að kaupa íbúð fyrir fólk í fyrsta sinn þá er erfitt að kaupa jörð í fyrsta sinn ef fólk á ekki eitthvert eigið fé. Það á við um allar fasteignir.“ En skyldi Magnús finna fyrir því að lánastofnanir séu misviljugar að lána eftir landsvæðum? „Það má vera að í einhverjum tilvikum séu gerðar mismunandi kröfur að þessu leyti. Hins vegar er það svo að ef það er góður rekstur á jörðinni þá horfa bankarnir fyrst og fremst á hann. Þau bú sem eru hins vegar á markaðnum um þessar mundir eru mörg hver þannig að það er ekki nógu burðugur rekstur til að bera miklar fjárfestingar, þetta á sérstaklega við á ýmsum fjárbúum. Það eru kannski 250 ær og jörðin kostar 50 milljónir. Það gefur augaleið að það gengur ekki upp. Þá skiptir mögulega máli að vera á þannig svæði að fólk geti stundað aðra vinnu með eða eigi kost á að fjölga fénu. Á nokkrum stöðum er hægt að fjölga fé án þess að byggja. Það hjálpar ef húsakostur er fyrir hendi því þá geta menn stækkað búin fyrir lágmarkskostnað,“ segir Magnús. Hik á mönnum vegna ófrágenginna búvörusamninga Aðspurður um það hvort hann finni fyrir óvissu vegna þess að ekki er búið að ganga frá búvörusamningum segir hann svo vera. „Ég finn aðeins fyrir því á báða vegu. Það er aðeins hik á mönnum og ég er með nokkur svoleiðis dæmi. Það þarf endilega að ljúka þessum málum,“ segir hann. Hvort hann finni mun á milli búgreina í þessum efnum segir Magnús ein- faldlega ekki mörg kúabú til sölu, það beri meira á sauðfjárbúum. „Ég hugsa að kúabúin gangi betur. Mörg smærri kúabú hafa nú þegar lagst af og stærri byggð upp sem eru í fullum rekstri. Það getur tekið nokkur ár áður en sú kynslóð sem fór í þá uppbyggingu fer að draga saman seglin og fara út úr búgreininni.“ Breyttir búskaparhættir Magnús segir það orðið mjög áber- andi að fólk sé að vinna aðra vinnu með búskapnum. Það sé mikil breyting frá fyrri tíð. „Það á sérstak- lega við þar sem sauðkindin á í hlut. Þar eru bændur með aðrar tekjur en af sauðfjárbúskapnum. Aukin ferða- þjónusta á þarna hlut að máli, það er alveg greinilegt. Það hafa selst nokkr- ar jarðir nýlega þar sem ferðaþjónusta er hluti rekstrarins.“ Aðeins um 100 jarðir sem skipta um eigendur á ári Magnús segir að jarðamarkaðurinn á Íslandi sé ekki ýkja stór. „Þetta eru að jafnaði um eða yfir 100 jarðir sem skipta um eigendur á hverju ári, það er nú alltof sumt. Árið 2007 var metár þegar á bilinu 160–170 jarðir voru seldar. Hluti af þessum tölum eru innan fjölskyldu þegar verða ætt- liðaskipti. Það er því ekkert sambæri- legt við íbúðamarkaðinn. Í gegnum áratugina hefur þetta verið keimlíkt. Svo eru alltaf að skila sér jarðir inn á markaðinn þar sem eru margir eigendur, allt upp í 100 talsins. Það eru jafnvel jarðir sem hafa verið í eyði eða þá að síðasti íbúinn er fallinn frá eða orðinn gamall. Þá fer fólk að spá í sölu – þetta eru semsagt alls kyns blæbrigði.“ Magnús segir að það beri mun meira á því nú en áður að bænd- ur hætti búskap en eigi áfram heima á jörðunum. „Það byggist mögulega á betri samgöngum þar sem auðveldara er að sækja vinnu.“ Sumarhúsalóðamarkaðurinn mettur Það eru fá dæmi um það í dag að bændur séu að skipuleggja skákir út úr jörðum sínum og selja sum- arhúsalönd eða spildur, að sögn Magnúsar. „Það má segja alveg búið. Það er eitthvað af lóðum til en sá markaður er mettur og sáralítill. Sumarhúsamarkaðurinn er nokkuð góður en að mínu mati kemur það betur út að kaupa tilbúið sumarhús í stað þess að byggja nýtt því það er svo dýrt.“ Mörgum bændum hefur þótt blóðugt að sjá jarðir brotnar upp með þessum hætti og þau viðhorf eru ennþá við lýði. „Núna er það þannig að það er verið að selja lóðir sem voru skipulagðar í „góðærinu“ en það heyrir til undantekninga að menn séu að gera þetta í dag. Það fer ein og ein lóð því vissulega eru nokkrir sem vilja vera frumbyggjar,“ segir hann. Góð ráð til jarðakaupenda Fjölmargir eiga sér draum að setj- ast að í sveit. Hvaða ráð skyldi fast- eignasalinn gefa áhugasömu fólki sem kemur inn af götunni og vill gerast bændur? „Maður reynir að komast að því hvort fólk eigi möguleika á þessu. Ef að þú ert til í að fara á afskekkta staði er verðið ekki mjög hátt. Annars eru þetta sömu ráð og við önnur fast- eignakaup. Það þarf að fara í greiðslu- mat og undirbúa málið vel. Fólk er jafnvel búið að vera í sambandi við mann í heilt ár og segja manni frá draumum sínum. Mitt verk er svo að sjá einhverja möguleika í stöðunni. En svo er það auðvitað þannig líka að fólk kemur hingað inn og er lítið háð lánastofnunum,“ segir Magnús. Alltaf eru nokkrir aðilar á skrá hjá fasteignasölum sem eru að leita eftir jörðum af ákveðnu tagi. „Það getur verið fólk sem er að leita eftir ákveðnum landshlutum. Maður er líka með þetta í kollinum – sér hvað hentar hverjum og einum viðskipta- vini.“ Hann segir að margt skapi verðmæti jarðanna. „Það er mjög mikill plús ef það er aðgangur að heitu vatni. Það kemur vel í ljós hjá þeim sem hyggjast fara út í ferða- þjónusturekstur. Svo er annað ekki síður mikilvægt og það er netsam- bandið. Það má segja að það sé ein af fyrstu spurningunum sem maður fær: „Hvernig er netsambandið?“ segir hann. Einnig skipti samgöngur gríðarlega miklu máli og vegalengdir í skóla fyrir börnin. Ráð til bænda sem vilja selja Ráð til seljenda eru af sama meiði, að sögn Magnúsar. „Ég hvet menn til þess að fara sér hægt, tala við fast- eignasala með góðum fyrirvara því oft getur aðdragandinn verið langur. Ég heimsæki bændur og tek jarðirnar út. Margir eru líka að fá mann til að skoða þótt þeir ætli sér ekki endilega að selja strax. Svo hafa þeir samband ári seinna eða tveimur. Það er ekkert sem er alveg einfalt eða borðliggj- andi, hvert tilvik þarf að skoða fyrir sig.“ Gott viðhald á eignum og ástand jarðanna hefur mikið að segja þegar kemur að því að selja, segir Magnús. „Snyrtilegt umhverfi og gott ástand eignarinnar liðkar tvímælalaust fyrir sölu,“ segir hann. „Jarðir geta þó haft eiginleika frá náttúrunnar hendi sem eru mikils virði og þá skiptir ekki endilega máli hvort íbúðarhúsið sé parketlagt eða ekki“. „Yfirleitt er betra að það sé húsa- kostur á jörðum því það fylgir því mikill kostnaður að vera frumbyggi. Það kemur þó einstaka sinnum fyrir að kaupendur óski eftir jörðum án húsakosts en oftar en ekki er það þá vísbending um að menn vilji greiða minna fyrir jarðirnar.“ Ekkert til sem heitir fast hektaraverð „Þetta er skemmtilegur markaður að því leyti að maður þarf að vera vel meðvitaður um hann. Það halda margir að það sé til eitthvað sem heit- ir fast hektaraverð en svo er ekki. Það er ekkert hægt að alhæfa um hektara- verð á Austurlandi eða annars staðar. Þegar maður fer að skoða þetta eftir að maður er búinn að selja, sérstak- lega jarðir sem eiga fjalllendi, þá er hektaraverðið afar lágt. Verðið liggur auðvitað í láglendinu, í ræktuninni og því sem mögulegt er að nytja. Það er mjög mikið af fyrirspurnum sem eru í þessum dúr,“ segir Magnús Leópoldsson, fasteignasali og sauð- fjárbóndi. /TB Magnús Leópoldsson fasteignasali segir að nóg sé af áhugasömum jarðakaupendum en það sé snúið að fá lán. Mynd / TB Jarðamarkaðurinn á Íslandi er ekki ýkja stór. Svörtu punktarnir á kortinu sýna sveitabæi á landinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.