Bændablaðið - 11.08.2016, Blaðsíða 48
48 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. ágúst 2016
Kristinn er fæddur og uppalinn í
Reistarnesi. Faðir Kristins (Steinar
Kristinsson) stofnaði nýbýlið
Reistarnes út úr Nýhöfn á Sléttu
árið 1955 og bjó sjálfur með fé til
ársins 1977.
Kristinn flutti að sunnan og
aftur heim árið 1990 og keypti þá
100 kindur af Árna Pétri, bónda
í Miðtúni, sem þá var að hætta
búskap. Fénu fjölgaði svo jafnt og
þétt upp í 360 ær.
Í lok árs 2014 kynnast Kristinn
og Ágústa. Sumarið 2015 kemur
hún svo í Reistarnes með börn-
um sínum en hún bjó áður á jörð
sinni, Meiðavöllum í Kelduhverfi,
og stundaði þar fjárbúskap með
annarri vinnu. Haustið 2015 tóku
þau ákvörðun um að fjölga fénu í
tæp 600 og keyptu um 250 ær af
nágrönnunum í Leirhöfn sem voru
að hætta búskap.
Býli: Reistarnes.
Staðsett í sveit: Melrakkasléttu í
N-Þingeyjarsýslu.
Ábúendur: Kristinn B. Steinarsson
og Ágústa Ágústsdóttir.
Fjölskyldustærð og gæludýr:
Á jörðinni okkar búum við, Kristinn
og Ágústa, Jónína Freyja, 13 ára,
Dagbjört Nótt, 11 ára, Bergsteinn
Jökull, 8 ára og nýfædd dóttir okkar
(fædd 22.07). Berglind Helga, 30
ára, dóttir Kristins, býr svo ásamt
syni sínum, Benedikt Þór, 8 ára, í
Reykjanesbæ. Svo eigum við fjár-
hundana Lappa, 4 ára og Vask, 10
mánaða.
Stærð jarðar? 400 hektarar út úr
óskiptu landi Leirhafnar.
Gerð bús? Sauðfjárbú.
Fjöldi búfjár og tegundir? Um
600 fjár, u.þ.b. tíu hestar, fimm
hænsni, tveir hundar og örlítið
æðarvarp.
Hvernig gengur hefðbundinn
vinnudagur fyrir sig á bænum?
Árstíðabundið eins og gengur
og gerist í búrekstri. Fjárrag og
sauðburður á vorin. Áburðargjöf,
girðingarvinna og heyskapur á
sumrin. Göngur og réttir á haustin.
Í desember fengitíð. Yfir vetrar-
tímann eru gegningar ásamt öðru
tilfallandi. Og svo öll hin verkin.
Skemmtilegustu/leiðinlegustu
bústörfin? Við reynum að ganga
í öll verk með því hugarfari að
hægt sé að gera allt leiðinlegt ef
vilji er fyrir hendi. En eðlilega eru
hlutir misskemmtilegir. Að hreinsa
grindur myndi t.d. flokkast undir
minnst skemmtilegustu vinnuna.
Sauðburður, göngur og réttir hafa
alltaf mikinn sjarma þegar vel
gengur. Heyskapur og vélavinna
tróna líka efst á listanum yfir
skemmtilegustu verkin.
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir
ykkur á jörðinni eftir fimm ár?
Vonandi verða nokkrar breytingar
orðnar á. Stefnum á að byggja
við og auka fjölbreytnina í okkar
atvinnurekstri. En tíminn mun leiða
í ljós hvert stefnan leiðir okkur.
Hvaða skoðun hafið þið á félags-
málum bænda? Erum bara gríðar-
lega þakklát því fólki sem gefur
áhuga sinn, orku og tíma í þennan
gríðarlega mikilvæga málaflokk.
Þó finnst okkur stundum vanta upp
á meiri samheldni og samstöðu í
okkar litlu samfélögum því við
eigum svo sannarlega undir högg að
sækja í dreifðari byggðum landsins.
Hvernig mun íslenskum landbún-
aði vegna í framtíðinni? Okkur
mun vegna vel ef við höfum vit á
að halda okkur utan ESB og mark-
aðssetja lambakjötið af meiri krafti
hér innanlands. Með öðrum orðum,
að hætta að fela lambakjötið fyrir
ferðamanninum á sama tíma og við
tölum um að þetta sé þjóðarréttur
Íslendinga. Koma okkur svolítið
upp úr hjólförunum.
Hvar teljið þið að helstu tæki-
færin séu í útflutningi íslenskra
búvara? Í lambakjöti, osti, smjöri,
skyri og jógúrt. Einblína á fáa en
góða markaði og að ekki séu of
margir með hendurnar í því í einu.
Öðruvísi gengur það ekki upp.
Hvað er alltaf til í ísskápnum?
Harðfiskur, smjör, mjólk, ostur,
sulta, egg og kartöflur.
Hver er vinsælasti maturinn
á heimilinu? Steiktur fiskur,
lambalæri eða hryggur, kjötsúpa,
kjúklingur, pitsa, kjötbollur. Fer allt
eftir því hvaða fjölskyldumeðlim
um ræðir.
Eftirminnilegasta atvikið við
bústörfin? Haustið 2015 þegar við
vöknuðum við þá staðreynd að við
erum orðnir einu íbúarnir sem eftir
eru á Melrakkasléttunni.
Líf og lyst
BÆRINN OKKAR
Ítalskar steikur og heimagerðar pitsur
Hér er steik af ítölskum uppruna.
Hefðbundið er að bera cannellini-
baunir og sítrónubáta fram með
henni. Íslenskar kartöflur eru hins
vegar fullkomin viðbót við þennan
rétt. Þá er alveg kjörið að pensla
kjötið með rósmarínstilkum grein-
um og leyfa þeim svo að brenna
á grillinu svo kjötið reykist með
rósmarínreyknum. Það mætti líka
setja greni á grillið.
T–bein- eða porterhouse-steikur
› 1/4 bolli ólífuolía
› Flögusalt og ferskur, malaður svartur
pipar, eftir smekk
› 2 rósmarínstilkir
› Sítrónubátar
Aðferð
Hitið kola- eða gasgrillið. Slökkvið
svo á brennaranum öðrum megin.
Penslið steikur með olíu og kryddið
með salti og pipar. Grillið steikurnar
á heitasta hluta grillsins, snúið bara
einu sinni eftir 4–6 mínútur (fer eftir
þykkt). Penslið steikurnar með olíu
og notið rósmarínstilk sem pensil.
Eldið eftir smekk. Meðaleldun
fæst eftir 4–6 mínútur á grillinu
eða þegar hitamælir sýnir 55 til 60
gráður. Flestir vilja steikina nálægt
60 gráðum.
Ef fitan brennur er gott að reisa
kjötið upp á rönd. Látið steikurnar
hvíla í 5 mínútur og sneiðið kjöt-
ið svo á móti sinunum, meðfram
beininu.
Berið fram með sítrónubátum
og góðu meðlæti; eins og soðnum
nýjum kartöflum sem er búið að hita
á grillinu í íslensku smjöri, hvítlauki
og afgangi af söxuðu rósmaríni
.
Pitsudeig
(sem gæti breytt lífi þínu)
Já, þú getur búið til alvöru pitsu
í eldhúsinu þínu. Mundu bara að
Róm var ekki byggð á einum degi.
Reyndar eru bestu pitsur í heimi
gerðar rétt sunnan við Róm, í
Napolí, með einföldu hráefni sem
er fyrsta flokks. Æfingin skapar
pitsumeistarann.
› 415 g brauð hveiti
› 9 g salt
› 270 g vatn
› 1,5 g þurrger
› (50 g súrdeig fyrir þá sem eru í þeim
hugleiðingum)
› Ólífuolía, til að pensla með eftir
þörfum
› Deigið dugar í þrjár litlar pitsur
Nú skulum við fara aðeins yfir deig-
gerðina og meðferð á geri.
Alltaf þegar þú virkjar ger, skipt-
ir miklu hvert hitastigið er á vatninu.
Ef vatnið er of heitt, mun það drepa
gerið. Ef það er of kalt, þá er gerið
miklu lengri tíma að virka. Fyrir þessa
uppskrift eru 18 gráður ákjósanlegur
hiti fyrir gerið að dafna í og breyta
deiginu í loftkennda pitsu.
Að móta og teygja deigið er list-
grein. Deigið verður fyrir áhrifum af
því hvernig ferlið hefur verið.
Þú getur haldið deiginu í ísskáp í
allt að þrjá daga.
1. Blandið saman hveiti og salti
Í meðalstóra skál, blanda brauðhveiti
og salti vandlega saman.
2. Blandið saman vatni og geri
270 g vatn
1,5 g þurrger
Setjið vatn í hreina skál og hitið að 18
gráðum.
Ger sett út í og hrærið varlega saman
við vatnið.
3. Bætið geri í hveitiblönduna og
búið til haug
Myndið dæld í miðju hveitihaugsins.
Hellið vatni og geri ofan í dældina.
4. Blandið saman með tréskeið þar til
deigið hefur myndast.
5. Setjið deigkrók í hrærivélina og
hnoðið deigið á meðalhraða í um sjö
og hálfa mínútu – eða þar til deigið
losnar frá hliðum skálarinnar.
6. Mótið deigið
Stráið hveiti á vinnusvæðið. Snúið deig-
inu og formið í kúlu.
7. Hefun og gerjun á súrdeigi
Látið deigið hefast í 5–8 klukkustundir
undir filmu eða loki.
Athugið hitastig í herberginu. Það ætti
að vera í kringum 18 gráður.
8. Skipting á deiginu
Ólífuolía, til að pensla eftir þörfum.
Skiptið deiginu í 230 g skammta. Mótið
hvern deigpart í kúlu.
Hellið dropa af ólífuolíu á hverja kúlu
og rúllið henni létt. Þetta hjálpar við að
halda raka í deiginu.
9. Hvíld
Flytjið deigið í ísskápinn og setjið plast-
ið yfir eða loftþétt lok.
10. Látið hvíla yfir nótt í ísskáp.
11. Ná stofuhita
Takið deigið út og geymið í heitu her-
bergi í um 20 mínútur eða þar til deigið
hefur náð stofuhita.
12. Mótið í pitsu
Hver baka ætti að vera um 36–40 cm.
13. Bakið á pitsusteini á sem mestum
hita.
Þeir sem eru metnaðarfullir geta gert
eigin eldofn. Þá þarf að grisja eldi-
við og gera pitsur með íslensku elds-
neyti. Mörg kennslumyndbönd eru
aðgengileg á netinu og á YouTube.
Gagnlegar leitarniðurstöður fást með
leitarstrengnum „how to make stone
pizza oven“.
MATARKRÓKURINN – BJARNI GUNNAR KRISTINSSON MATREIÐSLUMEISTARI
Mynd / Mats Wibe Lund
Reistarnes