Bændablaðið - 11.08.2016, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 11.08.2016, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. ágúst 2016 Fréttir Spá Orkustofnunar um eldsneytisnotkun 2016–2050: Gert ráð fyrir hægum stíganda í olíunotkun í landbúnaði Orkustofnun gaf út skýrslu um eldsneytis- spá á dögun- um fyrir árin 2 0 1 6 – 2 0 5 0 . Fram kemur að á næstu árum muni heildar- notkun olíu hér innanlands að mestu standa í stað, en fari síðan að minnka upp úr 2020. Í skýrslunni er fjallað um áætl- aða eldsneytissölu á Íslandi; bæði inniheldur hún innanlandsnotkun og notkun í flutningum á milli landa. Í spánni er sjónum beint að notkun á þremur helstu orkugjöfunum sem telj- ast til jarðefnaeldsneytis; aðallega þó olíunni, sem er langmest, en einnig kolum og gasi. Þá er einnig áætluð sú notkun jarðefnaeldsneytis sem mun færast yfir á nýja orkugjafa á næstu áratugum. Í útreikningum fyrir spá um elds- neytisnotkun í landbúnaði er stuðst við fjölda dráttarvéla og olíunotkun þeirra samkvæmt tiltekinni aðferðar- fræði. Miðað er við að notkun elds- neytis í landbúnaði fylgi magnvísitölu búfjárræktar og er miðað við upphafs- gildi fyrir árið 2014. Samkvæmt spá Orkustofnunar er landbúnaður ein fárra greina þar sem notkun á olíu eykst nokkuð jafnt og þétt á tímabil- inu – úr 13,8 þúsund tonnum árið 2016, í 16,1 þúsund tonn árið 2050. Til samanburðar má nefna að spá um heildarnotkun á olíu fer úr 862,2 þús- und tonnum árið 2016, upp í 972,4 þúsund tonn árið 2030 og svo aftur niður í 948,2 þúsund tonn árið 2050. Olíunotkun fyrir landbúnað innifalin í tækjanotkun Ágústa Loftsdóttir, verkefnisstjóri eldsneytismála og vistvænnar orku hjá Orkustofnun, segir að eldsneytisnotkun í landbúnaði sé ekki greind niður í þeim gögnum sem hafi verið tiltæk. Í tölum olíufé- laganna sé olíunotkun í landbúnaði innifalin í tækjanotkun. „Í þessari spá er lagt upp með líkan sem gerir ráð fyrir að engar stórar breytingar verði, til dæmis engar breytingar á lögum eða reglum, engar stórar nýfjárfestingar, engar hamfarir og svo framvegis. Þannig sýnir líkanið þróunina miðað við að ekkert verði aðhafst til að auka notkun endur- nýjanlegs eldsneytis í landbún- aði – frekar en í öðrum greinum umfram það sem þegar hefur verið gert. Því er gert ráð fyrir því að notkun endurnýjanlegs eldsneytis í landbúnaði gangi hægar fyrir sig en til dæmis notkun endurnýjanlegs eldsneytis á bíla, en þar eru nú þegar lög til staðar sem hvetja til notkunar á endurnýjanlegu eldsneyti.“ Engin þróun í endurnýjanlegu eldsneyti í landbúnði „Olíunotkun í landbúnaði hefur haldist nokkuð stöðug undanfarin ár, með hægum stíganda, og því endurspeglar spáin það. Í skýrsl- unni er spá um þróun notkunar á endurnýjanlegu eldsneyti eftir geir- um. Þar er ekki talað um landbúnað, enda er ekki gert ráð fyrir neinni slíkri þróun fyrir landbúnaðinn út tímabilið. Það er að hluta vegna þess, að við höfum einungis metið endurnýjanlegt eldsneyti á stærstu flokkana þar sem góð gögn liggja til grundvallar. Einnig er það vegna þess, að í líkaninu er ekki líklegt að endurnýjanleg eldsneytisnotk- un tækja aukist hlutfallslega mikið meira en til dæmis skipa, en þar eru einnig fáir hvatar til staðar. Aukningin í landbúnaði á endurnýj- anlega eldsneytinu út spátímabilið er því innan óvissumarka í líkan- inu,“ segir Ágústa. /smh Önnur áfangaskýrsla af þremur, um uppbyggingu aðstöðu fyrir ferðamenn sem var unnin fyrir Stjórnstöð ferðamála, er komin út. Í skýrslunni, sem unnin var af verkfræðistofunni Eflu, var ferða- mannastöðum forgangsraðað eftir því hve brýnt er talið að bæta þurfi salernisaðstöðu á viðkomandi stað, kostnaðarmat framkvæmt og áætl- aður fjöldi salerna metinn. Til að draga þessar ályktanir var meðal annars horft í fjölda gesta á hverjum ferðamannastað, lengd heimsóknar- tímabils, staðsetningu og viðkomu- tíma ferðamanna. Niðurstöður skýrslunnar sýna meðal annars að auka þarf fjárfram- lög til uppbyggingar aðstöðu fyrir ferðamenn ef leysa á salernisvand- ann á næstu tveimur til þremur árum. Ljóst er að salernisaðstaða á mörgum fjölförnum ferða- mannastöðum er með allt öðrum brag heldur en áður hefur þekkst. Smáar byggingar með fáeinum sal- ernum duga ekki lengur og frekar er þörf á stórum húsum með mörgum salernum. Afar brýnt þykir að flýta gerð áætlana um hvaða staðir eigi að vera í forgangi með salernismál, bæði hvað varðar stærð og umfang. Hafa ber í huga að upp bygging salernisaðstöðu á ferðamannastöð- um er háð vilja og samþykki land- eiganda og umsjónaraðila. Skýrsluna í heild má finna á vef verkfræðistofunnar Eflu á slóðinni www.efla.is. /VH Uppbygging á ferðamannastöðum: Salernismál í forgang Ágústa Loftsdóttir. Skattframtöl Íslendinga segja ýmislegt um efnahagsástandið og stöðu fólks: 711 fjölskyldur eiga sjö milljarða á erlendum bankareikningum Skattframtöl Íslendinga gefa til kynna að hagur landsmanna sé almennt að batna. Rétt rúmlega 700 fjölskyldur á Íslandi eiga samtals sjö milljarða króna á erlendum bankareikningum. Þetta kemur fram í grein eftir Pál Kolbeins, rekstrarhagfræðing hjá Ríkisskattstjóra, í Tíund, frétta- blaði Ríkisskattstjóra. Páll segir að framtöl einstaklinga vegna ársins 2015 beri þess órækt vitni að efnahagur landsmanna hafi vænkast á undanförnum árum eftir að hafa orðið fyrir verulegu áfalli í kjölfar hrunsins. Landsmönnum fjölgar, atvinnuleysi hefur minnkað, tekjur og eignir aukast á sama tíma og skuldir hafa lækkað. 922,8 milljarðar taldir fram Árið 2015 voru 277.606 einstaklingar á skattgrunnskrá sem er 5.800 fleiri en árið áður. Landsmenn töldu fram 922,8 milljarða í laun og starfstengd hlunnindi árið 2016. Þessar greiðslur voru 68 milljörðum, eða 8% hærri að raunvirði árið 2015 en árið 2014. Í greininni kemur fram að einstaklingar á Íslandi hafi átt tæpa 509,9 milljarða á bankareikningum í árslok árið 2015. Erlendar innstæður Auk innstæðna í innlendum bönkum áttu 711 fjölskyldur sem voru á skattgrunnskrá hér á landi tæpa sjö milljarða á erlendum bankareikningum. Þessar innstæður eru færðar á skattframtal á kaupgengi í árslok. Þeir sem töldu fram erlendar innstæður voru 66 fleiri en í fyrra en innstæðurnar 940 milljónum lægri en fyrir ári. Kann að vera að gengisbreytingar hafi hér nokkuð að segja en gengi krónunnar hefur styrkst og erlend- ir gjaldmiðlar hafa tapað verðgildi sínu gagnvart íslensku krónunni. Hlutabréfaeign einstaklinga Einstaklingar áttu 54,5 milljarða í hlutabréfum í árslok árið 2015 en 50.496 fjölskyldur töldu fram hlutabréf. Hlutafé er talið fram á nafnverði og því gefur það mjög takmarkaða mynd af raunverulegu verðmæti þess. Íslensk félög í eigu einstaklinga greiddu tæpa 33,3 milljarða í arð af hagnaði. Þrátt fyrir óvissu í heimsmálum virðist sem bjartsýni og tiltrú á efnahagslíf landsins sé að aukast og markaður með hlutabréf sé farinn að glæðast. Erlend hlutabréfaeign Landsmenn áttu tæpan 10,1 milljarð í erlendum hlutabréfum árið 2015. Erlend hlutabréf eru talin fram á nafnverði en ef nafnverð er ekki þekkt eru bréfin talin fram á kaupverði í krónum þegar bréfin voru keypt. Gengishagnaður leystur út þegar bréfin eru seld. Fjármagnstekjuskattur jókst um 4,5% Fjármagnstekjur voru tæpum þremur milljörðum eða 3,2% hærri árið 2015 en árið 2014. Skattur af tekjunum jókst hins vegar um 4,5%. Hækkun fjármagnstekna var fyrst og fremst vegna arðs. Fasteignir Bróðurpartur eigna einstaklinga er bundinn í fasteignum. Hér er um að ræða húsnæði, hús og íbúðir, lóðir, jarðir og jarðarparta, útihús og sumarbústaði. Fasteignir í eigu einstaklinga voru metnar á 3.276,8 milljarða í árslok 2015. Fasteignamat hækkaði um tæpan 187,1 m i l l j a r ð , eða 6,1% að raungildi á milli ára. Á móti fas te ignum sem metnar voru á tæpa 3.276,8 milljarða stóðu eftirstöðv- ar skulda vegna kaupa á íbúðar- húsnæði upp á 1.145,7 milljarða. Landsmenn áttu því tæpan 2.131,1 milljarð í íbúðarhúsnæði sem var 246,6 milljörðum meira en árið áður. Eigið fé í íbúðarhúsnæði jókst um 13,1% á milli ára og hefur aukist mikið á undanförnum árum. Árin 2014 og 2015 jókst eigið fé samanlagt um tæpa 453,6 milljarða. Í árslok töldu 95.544 fjölskyld- ur fram fasteignir á skattskýrslu. 69.285 fjölskyldur skulduðu lán vegna íbúðarkaupa og því má ætla að um 26.259 fjölskyldur eða 27,5% fjölskyldna hafi átt skuld- laust íbúðarhúsnæði. Þetta hlutfall hefur ekki breyst mikið á undan- förnum árum. Bifreiðar eru taldar til eigna á skattskýrslum. Bifreiðaeign landsmanna jókst í fyrsta skipti frá hruni árið 2014 um 5,6 milljarða sem var 2,9% aukning og 11,8 milljarða eða um 6% árið 2015. Skuldir og vaxtagjöld Skuldir einstaklinga, aðrar en fasteignaskuldir, voru tæpir 559,5 milljarðar í árslok 2015. Þær höfðu þá lækkað um tæpa 21,5 milljarða frá árinu áður. Þá skulduðu 146.754 hjón og einhleypingar lán sem höfðu verið tekin fyrir einhverju öðru en íbúðarhúsnæði til eigin nota. Barnabætur Rúmir 9,3 milljarðar voru greiddir í barnabætur sem var 899 milljónum eða 8,8% minna að raungildi en var greitt í álagningu í fyrra. Alls fengu 44.829 manns greiddar bætur sem var 3.587 færri en fyrir ári. Þeim sem fá barnabætur hefur fækkað umtalsvert á undanförnum árum. Árið 2010 voru 69.827 foreldrum reiknaðar bætur eða 24.998 færri en fyrir ári. Þarna hefur fækkað um 35,8% á sex árum. Í ár voru rúmir 9,3 milljarðar greiddir í barnabætur sem var 899 milljónum eða 8,8% minna að raungildi en var greitt í álagningu í fyrra. Alls fengu 44.829 manns greiddar barnabætur sem er 3.587 færri en fyrir ári. Vaxtabætur Engar breytingar voru gerðar á vaxtabótakerfinu í álagningu 2016 en forsendur vaxtabóta hafa verið óbreyttar frá álagningu 2011. Vaxtabætur voru fyrir nokkrum árum skertar um 8,5% af tekju- skattsstofni auk þess sem þær voru skertar hlutfallslega miðað við eignir ef einhleypingar áttu meira en 4.000.000 krónur í skuldlausum eignum og féllu niður þegar þeir áttu orðið meira en 6.400.000 krónur. Hjá hjónum og sam- búðarfólki var miðað við 6.500.000 krónur sem skerðingarmörk og bæt- urnar féllu niður við 10.400.000 krón- ur. Tiltölulega lítil hækkun á fasteignamati getur því hæglega leitt til þess að vaxtabætur falla niður þrátt fyrir að fjárhagsleg staða fólks sé að öðru leyti óbreytt. Mun færri fengu vaxtabætur í álagningu 2016 eða 29.710 sem var 8.044 færri en fyrir ári. Atvinnuleysisbætur Árið 2015 fengu 10.864 manns greidda 8,8 milljarða í atvinnuleysisbætur sem var 2,2 milljörðum minna en árið áður. Hagur landsmanna vænkast Í niðurlagi greinar sinnar segir Páll að af skattframtölum ársins 2016 að dæma megi ætla að hagur landsmanna hafi vænkast árið 2015. Eignir jukust og skuldir minnkuðu. Atvinnuástand fór batnandi, fleiri öfluðu tekna og fleiri greiddu skatta. Enn er þess þó að bíða að lágt launað verkafólk haldi sig ríkmannlega. Tekjurnar sem eru taldar fram á skattskýrslunni segja ekki alla söguna um framvindu og þróun lífsgæða frá ári til árs eða hvort að þjóðin sé að þokast í rétta átt. /VH Páll Kolbeins. Skógafoss. Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.