Bændablaðið - 11.08.2016, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 11.08.2016, Blaðsíða 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. ágúst 2016 fyrirtækjafánar hátíðarfánar þjóðfána borðfána bannerar Landbúnaðarsýningin Libramont 2016 Libramont-landbúnaðarsýningin vinsæla í Belgíu ætti að vera dygg- um lesendum Bændablaðsins nokkuð kunn enda hefur verið fjallað um sýninguna hér á síðum blaðsins nokkrum sinnum frá árinu 2012. Sýningin er alltaf haldin næstsíðustu helgina í júlí ár hvert og sækja hana árlega rúm- lega 200 þúsund gestir. Sýningin sjálf stendur í fjóra daga. Líkt og mörg undanfarin ár var hópur Íslendinga á sýningunni og var að vanda margt að sjá og skoða enda taka þátt í þessari landbúnað- arsýningu rúmlega 800 sýnendur og má sjá allt frá litlum handverk- færum upp í stærðarinnar drátta- vélar og allt þar á milli. Auk þess eru flestar þekktar búfjártegundir sýndar en hátt í 3.500 kynbótagrip- ir eru leiddir inn í sýningarhringi Libramont-sýningarinnar þessa daga og þó svo að bæði sauðfé, nautgrip- ir og hross séu fyrirferðarmest má einnig berja kynbótasvín, hænur og endur augum. Eins og við er að búast á sýningu sem þessari er margt áhugavert að skoða og hér á eftir má sjá brot af því sem vakti áhuga greinarhöfundar þetta árið. Snorri Sigurðsson Ráðgjafi hjá SEGES P/S sns@seges. dk KWS leiðandi í maís og sykurrófum. Alþjóðafyrirtækið KWS var með myndarlegan sýningarbás á sýningunni en fyrirtækið er leiðandi í Evrópu í sölu á sáðvöru eins og maís og sykurrófum. Hvorugar tegundirnar eru ræk- taðar almennt hér á landi en einstaklega áhugavert var að sjá og heyra um hið mikla framboð af ólíkum stofnum sem evrópskir bændur geta valið á milli. Jan De Rijck tók vel á móti íslenska hópnum og kynnti starfsemina en Jan þessi er umdæmisstjóri KWS í Norður-Belgíu. Aðspurður um hið fjölbreytta úrval á sáðvöru nefndi hann að bændur gætu valið á milli 50 mismunandi stofna af maís, allt eftir ræktunarlandi og mögulegum vaxtardögum. Stysti vaxtartíminn á maís til sláttuþroska eru 180 dagar en fáir stofnar hafa þó þreskingar en hægt er að nýta maís með margs konar hætti. Sumir slá hann í heild sinni og kurla og nýtist hann þá sem fóður fyrir mjólkurkýr og aðra nautgripi. Aðrir nota sérstakar vélar sem pikka maískólfana af og skilja afganginn af plöntunni eftir á akrinum. Maískólfarnir eru oftast svo kurlaðir og súrsaðir og nýttir sem fóður fyrir nautgripi. Enn aðrir eru í framleiðslu á maís til átu og þá er hann annaðhvort plokkaður af plöntunni og seldur heill eða þresktur. KWS var einnig með mikið úrval af sykurrófum en þær eru, eins og nafnið bendir til, nýttar til framleiðslu á sykri. Kunnugleg sjón. ig margir sauðfjárbændur í Belgíu enda í landinu um 150 þúsund ær. Sauðfjárrækt er því gert nokkuð hátt undir höfði á sýningunni og voru margir fallegir gripir leiddir inn á sýningarsvæðið. Rétt eins og hér á landi er gert stilltu bændurnir sér upp með gripi sína og gáfu bæði dómurum og gestum færi á að skoða nánar. Kraftanaut. Eins og við er að búast þarf að snurfusa naut fyrir kynbótasýningarnar og eru þau þvegin, klippt og hárblásin eftir kúnstarinnar reglum. á meðfylgjandi mynd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.