Bændablaðið - 11.08.2016, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 11.08.2016, Blaðsíða 40
40 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. ágúst 2016 FRÓÐLEIKSBÁSINN Hafsteinn Hafliðason garðyrkjufræðingur Garðabrúðan geðþekka Baldrían var eitt af fyrstu plöntu- heitunum sem ég lærði sem barn. Roskin kona sem var á heimili afa míns og ömmu í innan- verðu Ísafjarðardjúpi notaði það um snotra og státlega jurt sem óx í nokkrum hnausum í deiglendisurð innan við elsta bæjarstæðið í Reykjarfirði. Urðin verndaði plönturnar vel gegn ágangi og beit. Lítið munu konurnar á bænum hafa gert af því að nýta jurtina eða farið leynt með, því snemma var ég yfirleitt með nefið nærri og eyrun þanin þar sem eitthvað var verið að sýsla með grös og gróður. Nokkru seinna lærði ég heitið garðabrúða notað um sömu jurt. Og af því að það var í bókum hef ég notað það síðan. Risastór ættkvísl – um víða veröld Garðabrúðan er ein af rúmlega þrjú hundruð tegundum sem grasa- fræðingar eru núorðið nokkuð sáttir um að standi undir þeirri skilgrein- ingu í garðabrúðuættkvíslinni. En það er langt frá því að svo hafi alltaf verið og enn eru nafngiftir nokkuð á reiki. Fyrir utan þessi þrjú hundruð viðurkenndu tegundir hafa komið fram ríflega fimm hundruð sam- nefni eða hliðarnöfn fræðiheitanna. Garðabrúðuættkvíslin er útbreidd um alla Evrasíu úthafanna á milli, Norður-Ameríku og suður eftir Andesfjöllum Suður-Ameríku. Íslenskar tegundir – ein eða tvær? Á Íslandi eru tegundirnar utan- garðs taldar tvær. Jafnvel bara ein, sé farið ofan í saumana á grein- ingunni. Þessar tegundir eru garða- brúða, Valeriana officinalis, og hagabrúða, Valeriana sambucifol- ia. Grasafræðingar hafa ekki verið alveg sammála um að greina þær til tveggja tegunda. Flestir þeirra hall- ast nú að því að hagabrúðan sé bara ferlitna undirtegund af garðabrúðu. En satt að segja er varla nokkur vegur fyrir leikmenn að þekkja þær í sundur og flórulýsingar eru nokk- uð misvísandi. Munurinn á þeim er ekki mikill og einna greinilegastur á endaflipa laufblaðanna. Garðabrúðan hefur mjóan endableðil en hagabrúðan breiðan. Garðabrúðan er þétt- vaxnari, blaðbleðlar mjórri og blómin smærri og oftast ljósari en á hagabrúðu, stundum næstum alveg hvít. Hagabrúðan er öll grófari og frekari til fjörsins en garðabrúðan. Hún er fljótari að skríða út til allra hliða og mynda samhangandi breið- ur ef hún fær frið til þess. Hana er víða að finna sjálfsána í frjósömu og röku landi um sunnanvert landið. Útbreiðslusvæði þessara tveggja á heimsvísu er samt nokkuð ólíkt í stórum dráttum. Hagabrúðan hefur lagt undir sig Vestur- og Norður- Evrópu. Hún er stórvaxnari og harðgerðari. Báðar hafa þær numið land í Norður-Ameríku eftir að Evrópufólk fór að flytjast þangað. En garðabrúðan er suðlægari og austlægari. Báðar hafa þær jöfnum höndum verið ræktaðar og notað- ar sem lyfjajurtir frá ómunatíð og enginn greinarmunur gerður á þeim í þeim efnum. Það verður heldur ekki gert eftirleiðis í þessum pistli. Baldrían, valerían, velantsurt eða garðabrúða Eins og gefur að skilja hefur jurt sem svo lengi hefur þjónað mann- kyninu fengið ótal alþýðunöfn í flestum tungumálum. Í þýsku eru alþýðuheitin vel yfir þrjátíu. Baldrían-heitið sem hún Jóna bless- unin Dósóþeusdóttir kenndi mér í bernsku, er notað í þýsku, dönsku og nokkrum slavneskum málum. Séra Björn í Sauðlauksdal setur það nafn líka inn í Grasnytjabók sína. Þessu heiti hafa margir velt fyrir sér til að finna út af hverju það er dregið. Hugsanlega er þarna bara um hljóðskipti eða stafarugl að ræða. Í gotnesku og kýrilsku letri er auð- velt að mislesa hástafinn V sem B í latínuletri. Því gæti Valerian hafa orðið að Baldrian við þýðingar eða leturskipti. En svo hafa ýmsir komið með þá getgátu að heitið baldrían tengist nafni Baldurs, hins hvíta áss, og haft þá í huga germanska orðstofninn „bald“ sem merkir hvítt. En það stenst varla ef slavnesku málin eru höfð í huga. Garðabrúðan er þó, að þýskri sögn, ein af þeim jurtum sem ásynjan Freyja hafði sérstakar mætur á og ávísaði konum til þægðar. Það tengir jurtina við ásatrú. Valerían, bæði í fræðiheitinu Valeriana og alþýðuheitinu mun komið af latneska hugtakinu „val- ere“ sem merkir eiginlega „að slappa af“ eða „að herða upp hug- ann“ og gæti verið tilvísun á hin róandi áhrif sem plantan, eða öllu heldur plöntudrógin hefur á fólk. Sumar heimildir vilja tengja það við Valerian hinn eldri sem var keisari í Róm á árunum 253–260, eða lækn- inn Valerianus sem var í Rómaborg um líkt leyti. En Linné mun samt hafa haft valere í huga og ítölskunnar valeriane þegar hann ákvað ætt- kvíslarheitið. Hvernig velantsurtar-heitið er til komið hef ég enga vísbendingu um og fæ engan botn í. En garðabrúðu- nafnið er séríslenskt og líklega fundið upp af Stefáni Stefánssyni til að spilla ekki tungunni með erlend- um aðskotanöfnum. Vendilrót er norska og sænska heitið. Það er tilvísun á að með rótinni er hægt að reka allt illt burt svo að hið góða geti snúið til baka. Það nafn á sér sögu langt aftur í aldir, jafnvel aftur fyrir kristnitöku á Norðurlöndum. Í germanskri og norrænni alþýðu- trú mun garðabrúðan hafa tengst Freyju eins og ég gat um hér að ofan. Á Íslandi Hvenær og hvernig garðabrúðan barst til Íslands er ekki gott að segja. Vegna þess að hún hefur frá fornu fari verið fyrst og fremst „konu- jurt“, þ.e.a.s. jurtir sem reyndust vel gegn ýmsum kvennakvillum og jafnvel tengdar Freyju, gætu land- námskonur hafa tekið hana með sér hvort sem þær komu frá Noregi eða Bretlandseyjum. Eftir kristnitöku og stofnun klaustra er líklegt að garðabrúðan hafi verið ræktuð hér í urtagörðum, þótt litlar heimildir séu til um það. Og vel að merkja þá höfðu þær Freyja og María mey hlutverka- skipti hvað varðaði plöntu- og munahelganir við kristnitökuna. Freyja fór af vaktinni en María tók við hlutverki hennar. Á mörgum bæjum sem ég var kunnugur þegar ég var að vaxa úr grasi vestur í Djúpi um miðbik liðinnar aldar var garðabrúðu ein- hvers staðar að finna. Ýmist innan- garðs við bæjarhús ellegar á frið- sælum stað, sem sauðfé sótti sjald- an, nærri þeim. Sennilega hefur hún verið þar af mannavöldum, því ekki virðist garðabrúðan dreifa sér af sjálfsdáðum á Vestfjörðum líkt og hún gerir hér um syðri part lands- ins. Útbreiðsla og saga garðabrúðu sem og annarra aðfluttra nytjajurta á Íslandi frá fyrri tímum þarfnast sannarlega ýtarlegrar skoðunar. Við vitum enn næsta lítið um þann þátt þjóðmenningarinnar. Því þrátt fyrir litlar heimildir og fá vegsummerki hljóta þær að hafa skipt máli og verið nokkuð hampað af þeim sem kunnu með að fara, ekki síður en í nágrannalöndunum. En kannski eru slíkar heimildir samofnar kvennasögunni og kviksettar með henni, illu heilli. Þær umsagnir sem við höfum frá eldri tíð eru oftast, eða jafnvel eingöngu, komnar frá skólagengnum körlum sem þýddu og staðfærðu danskar jurtabækur. Það er samt betra en ekki. Ræktun, úrvinnsla og notkun Garðabrúða er enn nokkuð ræktuð víða um lönd vegna rótarinnar. Ræturnar, eða öllu heldur rótarhnýðin, er þurrkuð og úr þeim unnin margvísleg efni til iðnaðar og lyfjagerðar. Af þurrkuðum rótarhnýðunum leggur stæka lykt sem minnir á sambland af uppþornuðu kattahlandi og táfýlu (fyrir þá sem slíka fnyki þekkja!). Því var gríska heitið á jurtinni einfaldlega „fý!“ eða „oj bara!“ Að vísu ekki um að ræða alveg sömu tegund en jafngilda. Kettir og önnur kattardýr, jafnvel rottur og mýs, laðast að og missa stjórn á sér nálægt þurrkuðum garðabrúðurótum. Í rótarhnýðunum eru hópar af iríoíðum, alkaolíðum, glýkosíðum, sýrusamböndum og olíum sem vinna saman í „valerían- drógum“ og hið upprunalega valíum er unnið úr garðabrúðurót. Apótekarar og grasalæknar útbjuggu lyf úr rótunum. Þau þóttu róa hugann, draga úr kvíða, depurð og hugsanaflökti, bæta svefn o.s.frv. Og milt te af garðabrúðurót þótti með eindæmum góður undir- búningur fyrir ástarleiki. Valerían- olía er notuð í ýmis gamalþekkt og vinsæl ilmvötn. Hómópatar unnu, og vinna víst enn með garðabrúðu í smáskammtalyfjum sínum. En alltaf þurfti að hafa í huga að nota garðabrúðuna með varúð og í hófi. Ofneysla gat haft þveröfug áhrif á virknina. En líklega er garðabrúðu eða „valerian-tinktúra“ vinsælasta og einfaldasti framleiðslumátinn til heimabrúks og í hóflegum mæli. Þá er fersk rótin notuð og góður vínandi. Neysla í dropatali. Oddur Hjaltalín gefur uppskriftina í Grasafræði sinni frá 1830. Úr Íslenzkri Grasafræði Odds Hjaltalín, 1830, stafrétt: 1. V e l a n t s u r t (Valeriana). a. Læknis-velantsurt (V. officinalis ). Blöðin öll ugguð. Uggarnir lensulíkir, nöbbóttir; ísl. Vélantsurt, Rótin aungótt; staungullinn uppreistr, sléttr röndóttr, grein- óttr, sívalr. Greinirnar mótstæðar. Blöðin leggjuð með ójöfnum nöbbum; endaugginn næstum því eins stór og hinir aðrir, þeir eru allir sitjandi, hinir neðstu lensulíkir, hinir efri strikmynd- aðir, með fjærskildari nöbbum; blaðleggrinn ullhærðr. Blómstrblöðin strikmynduð, lensulík, með himnóttum rönd- um. Hálfskýlan mörgum sinnum 3skipt. Krónurnar ljósrauðar. Margra ára urt; blómstrar í júlí. Nytsemi og verkun: Urt þessi er styrkjandi, svita og þvagdrífandi, uppleysandi, ver niðrfallssýki, og mótstendr forrotnun. Hún er því góð móti matarólyst, óstyrk magans, afl- leysi, niðrfallssýki, hjartslætti, skyrbjúgi og slæmum vessum. Te af urtarinnar blöðum drekkist svo tebollum skipti 4sinnum dagliga. Seyði af rót urtarinnar takist, 2 matspænir í senn, hvört dagsmark. Dupt af rótinni takist inn teskeið full 3svar dagliga í spæni fullum af vatni. Af rótinni má dropa tilbúa þannig: tak af rótinni smáskorinni 2 lóð, bezta brennivíns 10 lóð, lát standa við il í 4 daga, sía síðan hið þunna frá. Af dropum þessum takist 80 í senn 3svar dagliga. Móti Sjóndepru er gott að taka dupt rótarinnar i nefið, og þvo augun optliga úr seyði rót- arinnar. Garðabrúða til vinstri. Hagabrúða til hægri. Munur á blaðendum. Garðabrúða – deilitegundin hagabrúða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.