Bændablaðið - 11.08.2016, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 11.08.2016, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. ágúst 2016 Fréttir Fátt bendir til þess að slátur- leyfishafar miði verðlagningu nú á komandi hausti við tillögur um viðmiðunarverð Landssamtaka sauðfjárbænda (LS) sem kynntar voru í lok júlí þar sem farið er fram á að skilaverð til bænda hækki um 12,5%. Sláturleyfishafar hafa enn ekki kynnt verð fyrir sláturtíð haustið 2016. Frumframleiðendur njóti sanngjarnrar hlutdeildar „Algengt er að íslenskir bændur fái sem nemur á bilinu 25%–41% af endanlegu útsöluverði lambakjöts í sinn hlut. Þegar tekið hefur verið tillit til 11% virðisaukaskatts þýðir þetta að milliliðir; sláturhús, kjöt- vinnslur og verslanir, taka á bilinu 49% til 65% af endanlegu útsölu- verði til sín,“ segir í tilkynningu frá LS. Fram kemur í rökstuðningi sauð- fjárbænda að skilaverð til bænda hafi lækkað undanfarin tvö ár og haldi ekki í við verðbólgu eða launa- þróun og því sé nauðsynlegt að hækka verð til bænda í haust. Bent er á að sala á kindakjöti hafi aukist síðustu mánuði, m.a. um 21,5% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þeir nefna einnig í sínum rökstuðningi að afurðaverð til sauðfjárbænda hafi lækkað um 0,7% undanfarin tvö ár. Telja þeir eðlilegt að sem frumframleiðendur njóti þeir sann- gjarnrar hlutdeildar af endanlegu söluverðmæti eigin framleiðslu og sjá litla sanngirni í að bera allan kostnaðarauka sem leiðir af hækkun aðfangaverðs eða launahækkunum annars staðar í virðiskeðjunni. „Hófstilltar og sanngjarnar kröfur bænda hlutu ekki hljómgrunn í fyrra og útgefið viðmiðunarverð þeirra var ekki lagt til grundvallar við útgáfu verðskráa sláturleyfishafa. Þetta hefur þýtt beina kjaraskerðingu bænda,“ segir stjórn LS í tilkynn- ingu og leggur því til að afurðaverð verði leiðrétt á komandi hausti til samræmis við launavísitölu síðast- liðinna 12 mánaða, eða um 12,5%. Verð tekur ekki mið af markaðsaðstæðum Steinþór Skúlason, forstjóri SS, segir sauðfjárbændur eiga rétt á að birta við- miðunarverð og sjálfsagt að þeir geri það. Engin sérstök viðbrögð séu af hálfu SS við þeirri við- miðun sem sauðfjárbændur hafa birt, „en ljóst að hún tekur ekki mið af markaðsaðstæðum og lágu verði innanlands og utan,“ segir hann. Sláturleyfishafar muni væntanlega birta verð síðar í mánuðinum og þá kæmi verðlagning haustsins í ljós. Höfum ekki annan kost „Miðað við núverandi aðstæð- ur á markaði fyrir sauðfjár- afurðir, ekki síst á útflutn- ingsmörkuð- um þangað sem drjúgt af kjöti þarf að fara og flestar aukaafurðir, er því miður fátt sem bendir til þess að hægt sé að miða við tillögur LS við ákvörðun verð- lagningar haustið 2016. Við höfum ekki annan kost en að miða við söluverð okkar afurða þegar inn- kaupsverð hráefnis er ákvarðað, það er veruleikinn í okkar rekstri,“ segir Ágúst Torfi Hauksson, fram- kvæmdastóri Norðlenska, en félag- ið hafi kynnt sér röksemdafærslu og viðmiðunarverð LS vegna komandi sláturtíðar. / MÞÞ Landssamtök sauðfjárbænda fara fram á 12,5% hækkun á skilaverði: Telja eðlilegt að frumframleiðendur fái meira í sinn hlut af útsöluverði Sala á kjöti síðustu 12 mánuði er 8,6% meiri en árið á undan. Sala á kindakjöti í júlí var 1,7% meiri en í júlí í fyrra. Kjúklinga- og svínakjöt er í sókn en samanburðurinn þar milli síðustu 12 mánaða og sama tímabils þar á undan sýnir 8,4% og 8,3% söluaukningu. Miklar breytingar eru á framleiðslu og sölu á nautgripakjöti. Þetta kemur fram í nýju söluyfirliti Matvælastofnunar. Sala á innfluttu kjöti er ekki inni í talnasafni MAST. Sala á íslensku nautgripakjöti síðustu 12 mánuði er tæpum 30% meiri en 12 mánuðina þar á undan. Kúabændur hafa nú dregið úr mjólkurframleiðslu og afsett gripi í meira mæli en áður. Þá er líklegt að þeir hafi sett aukinn kraft í kjötframleiðsluna á móti minnkandi tekjum af mjólkinni. Þann 1. júlí var hætt að greiða mjólkurframleiðendum sama verð fyrir mjólk sem framleidd er innan og utan greiðslumarks. Á sama tíma og innan lands- framleiðsla á nautakjöti hefur aukist hefur innflutningur dregist saman. Fyrstu 6 mánuði ársins hefur innflutn- ingsmagn minnkað um tæp 50% en verðmæti aðeins dregist saman um rúm 12%. Innlenda framleiðslan er með stærri hlut af markaðnum en áður en þó er áfram aukning í innflutningi á lundum, eða dýrasta hluta nautsins. Mun minna er flutt inn af hakkefni en áður. Í kindakjötinu reyndist fyrri hluti ársins mjög góður en söluaukning var rúm 8% fyrstu 6 mánuði ársins. Það er nær allt vegna innanlandssölu, en selt magn á tímabilinu var 270 tonnum meira í ár en í fyrra, en útflutningurinn var nánast sá sami. /TB Kjötsala eykst um 8,6% Réttardagar á komandi hausti Undanfarin ár hefur Bænda- blaðið tekið saman og birt lista yfir réttar- daga í helstu fjár- og stóð- réttum landsins að hausti, bæði í blaðinu og á bbl.is. Mikilvægt er að upplýsingar um réttardaga berist sem fyrst til blaðsins. Eru fjallskilastjórar og for- ráðamenn sveitarfélaga, auk annarra sem hafa öruggar upplýsingar um réttahald í haust, því beðnir að senda þær upplýsingar á netfangið tb@ bondi.is. Vilja lægri flugfargjöld Sveitarstjórn Langanesbyggðar tók á fundi sínum nýverið eindreg- ið undir bókun sem samþykkt var í Bæjarstjórn Akureyrar í byrjun sumars og varðar innanlandsflug sem almenningssamgöngur. Í bókun Bæjarstjórnar Akureyrar er skorað á ríkisstjórn Íslands að taka til skoðunar niðurgreiðslu og jöfnunarkerfi í innanlandsflugi. Bent var á leið sem farin hefur verið í Skotlandi til að koma til móts við íbúa sem treysta á flugsamgöngur á strjálbýlum svæðum landsins. Hún gengur út á að veita íbúum með lög- heimili á ákveðnum svæðum rétt til 50% afsláttar af fargjöldum hjá flug- félögum. Sveitarstjórn Langanesbyggðar bendir á að í afskekktum byggðum erlendis séu enn hærri afslættir í boði en bókunin segir til um. /MÞÞ Björn Víkingur Björnsson, framkvæmdastjóri Fjallalambs á Kópaskeri, segir að á aðalfundi félagsins fyrr í sumar hafi verið rætt um að trúlega þyrfti að lækka verð til bænda á komandi hausti. Fjallalamb hefur ekki gefið út verðskrá fyrir komandi haust. Hann segir að árið 2015 hafi verið sláturleyfishöfum mjög erfitt, reksturinn verið þungur. „Skýringuna á því er aðallega að finna í magni lambakjöts á mark- aði, hækkun launa, stöðu íslensku krónunnar og annarra gjaldmiðla,“ segir hann. „Fyrir nokkrum árum var útflutningsskylda á framleið- endum sem fundin var út þannig að tekin var heildarframleiðsla lambakjöts og ársneysla þjóðar- innar dregin frá því. Sú framleiðsla sem var umfram neyslu þjóðarinnar var þessi útflutningsskylda. Hún var oft 20–25%. Bændur fengu svo greitt í samræmi við það verð sem fékkst fyrir hana í útflutningi. Þessi munur á milli framleiðslu og neyslu þjóðarinnar hefur síst minnkað.“ Kjöt lendir á útsölum Hann segir að sláturleyfishafar verði að flytja út fyrir landið talsvert magn af kjöti, meðal annars til þess að ekki safnist upp birgðir. Vegna gengis íslensku krónunnar gagnvart gjald- miðlum okkar helstu viðskiptalanda verður sá útflutningur rekinn með tapi á komandi ári, „þá lendir þetta kjöt á útsölum hér innanlands þar sem allir sláturleyfishafar tapa, til viðbótar við óhagstætt gengi er verð á hliðarafurðum að lækka umtals- vert,“ segir Björn Víkingur. Eina stýritækið „Eðlileg markaðslögmál virka þannig að ef of mikið framboð er á ákveðinni vöru þá lækkar hún í verði, neytendum og smásöluaðilum til góða. En hversu mikils virði er það fyrir Íslendinga að geta keypt lambakjöt á lægra verði út úr búð ef það verður til þess að bændur hætti framleiðslu? Það er mjög slæmt að lækka verð til bænda á komandi hausti en það er eina stýritækið í dag sem slát- urleyfishafar hafa til að mæta lækk- andi verði á mörkuðum.“ /MÞÞ Björn Víkingur Björnsson, framkvæmdastjóri Fjallalambs á Kópaskeri: Rætt um á aðalfundi að trúlega þyrfti að lækka verð Steinþór Skúlason. Hauksson. Söluaukning á mjólkurvörum þrátt fyrir úrskurð Samkeppniseftirlitsins: MS jók söluna í júlí um 4 prósent frá fyrra ári – mikil söluaukning hefur orðið hjá Örnu og BioBúi Sem kunnugt er sektaði Sam- keppnis eftir litið Mjólkur- samsöluna í byrjun júlí síð- astliðnum vegna alvarlegrar misnotkunar fyrirtækisins á markaðsráðandi stöðu. Í kjölfar- ið bárust fréttir af mikilli sölu- aukningu hjá mjólkurvinnslunni Örnu í Bolungarvík í júlímánuði. Hjá Mjólkursamsölunni kann- ast menn ekki við að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins hafi haft neikvæð áhrif á sölutölur í júlí. Jón Axel Pétursson, fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Mjólkursamsölunnar, segir að góð sala hafi verið á mjólkurvörum í dag- vörusölu í síðastliðnum júlímánuði. „Júlí er stærsti mánuður ársins, eins og í fyrra. Áætlanir okkar gerðu ráð fyrir sölu að verðmæti 2.063 m.kr. en mánuðurinn endaði í 2.144 m.kr., eða fjórum prósentum yfir áætlun okkar fyrir mánuðinn. Sé árið í heild frá janúar til júlí skoðað í samanburði við áætlanir okkar fyrir árið, standast áætlanir okkar hvað sölu varðar – bæði hvað varðar birgðavöru og ferskvöru. Þannig voru áætlanir okkar fyrir janúar til júlí 13.114 m.kr. en salan reyndist 13.396 m.kr. – eða 2,1 pró- sent yfir áætlun í verðmætum. Þegar júlí í ár og júlí í fyrra eru skoðaðir saman verður að taka mið af fjölda sölu- daga sem hefur mikil áhrif á veltu ferskra vara eins og hjá okkur. Í júlí í fyrra voru 24,6 sölu- dagar á móti 23 söludögum í ár og það hefur áhrif á þennan sam- anburð, en við tökum tillit til þessa við áætlanagerðina. Salan í júlí núna var engu að síður 2.144 m.kr. á móti 2.062 m.kr. í fyrra – eða fjögur pró- sent meiri. Með sama hætti verður ágúst með fleiri söludögum núna heldur en í fyrra.“ Jón Axel segir erfitt að fullyrða að úrskurðurinn hafi engin áhrif haft á söluna. „Við vitum ekki hver salan væri ef hann hefði ekki komið til. Það sem við horfum fyrst og fremst á, er að ná þeim sölumarkmiðum (í magni og verðmætum) sem sett eru fram í söluáætlun ársins og úrskurðurinn hefur, í það minnst hingað til, ekki haft neikvæð áhrif því sölumarkmið ársins hafa náðst.“ Mikil söluaukning hjá Örnu Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu, segir að aðeins sé farið að hægja á söluaukningunni á eftir mikla aukningu í júlí – sérstaklega í drykkjar- mjólkinni þar sem salan átt- faldaðist. „Í þessari viku er aukningin fjór- föld sem ég hef trú á að haldist áfram. Yfir heildina tvöfaldaðist salan og endar líklega í 40 prósenta aukn- ingu þegar rykið sest. Núna í næstu viku setjum við á markað hreina gríska jógúrt sem ætluð er til matargerðar, í september kemur Grísk haustjógúrt sem við bragð- bætum með íslenskum aðalbláberj- um. Síðan er stefnan að fjölga bragð- tegundum í þeim vörum sem við erum nú þegar með auk þess sem við erum að hefja framleiðslu á laktósafríum ís. Að sögn Hálfdánar hefur ekki verið vandamál að fá mjólk, vegna söluaukningarinnar. „Hrámjólkin kemur héðan af svæðinu en ef vantar meira þá er það keyrt úr Dölunum. Mjólkursamsalan hefur keyrt hana hingað vestur þegar þörf hefur verið á. Hillupláss fyrir okkar vörur hefur aukist með meiri sölu, síðan er það eilíf barátta að halda sínu plássi á milli áfyllinga. MS hefur öflugt gengi sem er að vinna úti í búðunum og ef okkar vörur klárast eru þeir fljótir að setja sínar vörur þar ef búðarfólkið passar ekki upp á,“ segir Hálfdán. Hann segir að á þessu ári hafi Arna þurft að fjölga starfsmönnum jafnt og þétt og ljóst sé að fjölga þurfi starfsmönnum einnig í haust. Öll lífrænt vottuð mjólk er nú þegar nýtt Helgi Rafn Gunnarsson er fram- kvæmdastjóri BioBús, sem sér- hæfir sig í vinnslu á lífrænt vottuðum mjólkurafurðum. Hann segist hafa fundið fyrir aukinni sölu í júlí, en hún sé ekki nema um 20 prósent og væri meiri ef lagerinn hefði ekki klárast fljótlega eftir að umræð- an fór af stað í kjölfar úrskurð- ar Samkeppniseftirlitsins. Nú er verk efni okkar að skammta vörur í verslanir og lágmarka vöruskort í verslunum. Vaxtamöguleikar okkar eru mjög takmarkaðir þar sem við nýtum nú þegar alla lífræna mjólk sem er í boði. Verkefni dagsins er að finna framsýnan jákvæðan bónda sem er til í að skipta úr hefðbundinni fram- leiðslu yfir í lífræna.“ /smh Jón Axel Pétursson. Hálfdán Óskarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.