Bændablaðið - 11.08.2016, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 11.08.2016, Blaðsíða 6
6 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. ágúst 2016 Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 9.900 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgarar kostar 4.950 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Snjallsíminn er nýi sveitasíminn þar sem allir hlusta og sjá viðburði líðandi stundar. Fréttir af slæmu ástandi vegakerfisins og miklu álagi á vegi landsins dynja um þessar mundir á samfélagsmiðlunum. Fjöldi ábendinga um bágborið ástand vega og mikla umferð ferðafólks hefur borist ritstjórninni síðustu vikur og mánuði. Ætli við gætum ekki gefið út sæmilegt aukablað þar sem eingöngu væri fjallað um þennan málaflokk. Skýringar á holóttum vegum, einbreiðum brúm og lélegu slitlagi eru eflaust margvíslegar en augljósa svarið er að það þarf að veita meira fjármagni til Vegagerðarinnar. Sú stofnun á örugglega fullt í fangi með að sinna þeim verkefnum sem henni er ætlað að leysa. Í þessu tölublaði er enn og aftur rætt um lélegar girðingar, óhöpp og slysagildrur ásamt lausagöngu búfjár á og í kringum vegi. Með aukinni umferð er því miður vaxandi hætta á slysum. Ferðafólk, jafnvel allskostar óvant íslenskum aðstæðum, er ekki öfundsvert að ferðast um suma staði. Eins og eldur í sinu Snjallsímavæðingin hefur gert það að verkum að alltaf eru einhver krassandi dæmi aðgengileg á samfélagsmiðlunum. Meðal-Jóninn getur tekið mynd og dreift henni um öldur Netsins á ljóshraða. Hvort sem er þvottabretti í Þistilfirði eða örtröð ferðamanna í vegkanti á Sólheimasandi þá er fréttin fljót að berast. Sumir eru svo vin- samlegir að „tagga“ þingmenn í viðkomandi héraði og fyrr en varir er þráðurinn orðinn langur og „lækin“ mörg. Þrýstingur sem þessi virkar. Það er orðinn hluti af okkar samskiptavenjum að fólk dreifi upplýsing- um sem þessum og tjái sig í orðum um öll möguleg málefni. Til ýmissa hluta nytsamlegir Símarnir eru til fleiri hluta nytsamlegir. Ungir bændur hafa náð frábærum árangri við að kynna sín störf í gegnum Snapchat og myndasamkeppni þar sem ferðaþjónustan og landbúnaðurinn taka höndum saman og kennd er við Sumarilm fer fram á Instagram. Við höfum séð margar myndir úr verslunum þar sem almenningur notar símana við verð- lagseftirlit. Myndir af innkaupastrimlum og alls kyns vörum á mismunandi verði dúkka reglulega upp á Facebook og Instagram. Í kjölfar úrskurðar Samkeppniseftirlitsins um MS blossaði upp mikil reiðibylgja á samfélagsmiðlunum – fólk var hvatt til að velja aðrar vörur og sniðganga fyrirtækið. Svona lagað getur skapað aðhald og upplýst aðra neytendur um allt mögulegt. Vissulega nýr veruleiki sem allir verða að aðlagast, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Rúlluplastið skaðar ásjónu sveitanna Aðsend grein í þessu tölublaði fjallar um sóðaskap í sveitum og skaðsemi rúlluplasts úti í náttúrunni. Framtakssamur einstaklingur norður í landi er búinn að fá sig fullsaddan af flaksandi rúlluplasti á girðingum og gömlum rúllum sem liggja í kös, engum til gagns en flestum til ama. Hann er búinn að stofna sérstaka Facebook-síðu þar sem hann og fleiri geta sett inn myndir af „sóðaskap til sveita“. Það verður að segjast eins og er að myndirnar þarna inni eru ekki til að efla ímynd íslensks landbúnaðar. Langflestir bændur eru með þessa hluti í lagi en því miður er á nokkrum stöðum pottur brotinn. Þessu verður að kippa í liðinn. /TB Nýi sveita- síminn Ísland er land þitt Stundum velti ég því fyrir mér af hverju stórum hluta þjóðarinnar finnst að matur eigi endilega að vera ódýr, helst svo ódýr að að sáralítið er eftir til að greiða bændum fyrir afurðirnar. Þetta virðist eiga jafnt við um íslenska bænd- ur og erlenda. Gríðarlegar breytingar hafa orðið á tiltölulega stuttum tíma hvað fólk þarf að nota mikið af ráðstöf- unartekjum sínum til að kaupa í matinn. Núna er hlutfallið tæp 15% hér á landi, en fyrir um 100 árum var það á milli 50 og 60%. Þetta er gagnger breyting og sýnir vel hvað matur hefur lækkað mikið í verði og hvað kjörin hafa batnað á sama tíma. Samt er eins og umræðan sé alltaf sú sama. Af hverju er það sjálfsagt að eitthvað sem er öllum lífsnauðsynlegt kosti helst ekki neitt og það leiði til þess að bændur hafa ekki mannsæmandi laun? Á sama tíma er minna rætt um hin útgjöldin sem eru þó 85% af heildinni – þar gilda önnur lögmál og annað verðskyn. Verð og gæði fylgjast oftast að Þar á ofan finnst mörgum Íslendingum eðlilegt að íslenskar landbúnaðarvörur keppi við þær erlendu í verði þrátt fyrir að það sé almennt viðurkennt að kröfur um aðbúnað og umhirðu séu á háu stigi hérlendis. Yfirleitt telja menn að gæði íslenskra afurða séu mjög mikil, en eru svo ekki endilega tilbúnir að greiða fyrir þessi gæði. Verð og gæði fylgjast oftast að og það er ekkert öðruvísi hvað varðar matvörur og aðrar vörur. Ef fólk kaupir bíl eða hús þá er það tilbúið að greiða fyrir gæði og raunar gildir það um flest það sem fólk kaupir. Það sama virðist því miður ekki eiga við um íslenskar landbúnaðarafurðir. Auðvitað veit ég að við erum með stuðningskerfi við landbúnað á Íslandi en það á einnig við um aðrar þjóðir sem við berum okkur saman við. Engri þjóð er sama um hvort þar er landbúnaður eða ekki og stuðningur, eða opinber afskipti af búvöruframleiðslu, er regla, ekki undantekning. Bændur fá of lítið í sinn hlut Það verð sem bændur fá fyrir kjöt og mjólk hér á landi er of lágt og ekki í neinu samræmi við þann kostnað sem menn hafa af því að búa afurðirnar til. Það endar þannig að margir bændur vinna alltof mikið til að ná að hafa það sem aðrar stéttir teldu tæpast eðlileg laun fyrir dagvinnu. Verð á mjólk til bænda var hækkað um 1,8 % í sumar sem leið. Svínakjötsverð til bænda hefur lækkað undanfarið án þess að smásölu- verð hafi gert það. Fyrstu vísbendingar um verð á kindakjöti til bænda í haust gefa ekki tilefni til bjartsýni. Verðið sem sláturhús KVH hefur gefið út fyrir fyrstu þrjár sláturvikurnar er óbreytt eða lækkar frá því í fyrra auk þess sem þriðjungs lækkun er boðuð á kjöti af fullorðnu. Verð á kindakjöti til bænda hefur ekki hækkað síðan 2013 og verði engar hækkanir í haust munu sauðfjár- bændur ekki fá hækkun á afurðaverði fyrr en haustið 2017. Þá verða komin fjögur ár frá síðustu hækkun. Fáir myndu telja það boðlegt í öðrum geir- um þjóðfélagsins. Margir bændur eru komnir að þolmörkum Bændur á Íslandi geta ekki enda- laust tekið á sig hagræðingu eða kjaraskerðingu. Margir eru komnir að þolmörkum á þeirri vegferð. Ég hef engan áhuga á að framleiða sérstaklega ódýran mat. En ég vil leggja mikið á mig til að framleiða gott hráefni til að neytendur geti gengið að vöru af háum gæðum í búðunum – og fá í minn hlut eðlilega sneið af endanlegu söluverði vörunnar. Ef verslunin þarf nauðsynlega að fá þá krónutölu sem hún hefur í dag fyrir að höndla með kjöt þá er bara eitt ráð til og það er að hækka verðið út úr búð. Ég veit að bæði bændur og sláturleyfishafar fá of lítið en þekki minna til verslun- arreksturs. Ef ekki þá mun illa fara og verða lítið um íslenska bændur eftir kannski tvo áratugi. Engin þjóð á að taka slíka áhættu og ég held að enginn vilji það í raun. En við þurfum að tala um hlutina eins og þeir eru, ekki eins og við höldum að þeir séu. Einar Ófeigur Björnsson stjórnarmaður í BÍ einar@lon2.is Matarverð að fornu og nýju Ritstjóri: Tjörvi Bjarnason (ábm.) tjorvi@bondi.is og Hörður Kristjánsson hk@bondi.is – Sími: 563- 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Auglýsingastjóri: Ásgerður María Hólmbertsdóttir amh@bondi.is – Sími: 563 0303 – Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Vefsíða blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Prentsnið – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 á Skeiðarársandi. Lómagnúpur tilheyrir landi Núpsstaðar, sem allt er á náttúruminjaskrá. Líkt og með önnur standberg meðfram suðurströnd Íslands þá náði sjór upp að Lómagnúpi á ísöld. Lómagnúpur er einstaklega tignarlegur og fagur á að líta. Þess má geta að jötunninn í Lómagnúpi Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.