Bændablaðið - 11.08.2016, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 11.08.2016, Blaðsíða 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. ágúst 2016 Auka þarf eftirlit með ferskum matvælum – talið að innflutningur á kjúklinga- og svínakjöti geti aukið tíðni matvælasýkinga og dreifingu á ónæmum sýklum hér á landi Þórólfur Guðnason tók við emb- ætti sóttvarnalæknis fyrir tæpu ári síðan. Hann er sérfræðingur í barnalækningum og smitsjúkdóm- um barna en lauk doktorsnámi í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands árið 2013. Það vakti athygli á dögunum þegar sótt- varnalæknir sendi athugasemdir við þingsályktunartillögu er varð- aði staðfestingu samnings Íslands og Evrópusambandsins um inn- flutning á landbúnaðarvörum. Bændablaðið birti frétt í síðasta tölublaði, sem var endursögn á umsögn Þórólfs, um málið með fyrirsögninni „Sóttvarnalæknir vill takmarka innflutning á búvörum“. Þórólfur Guðnason sá ástæðu til þess að árétta í frétt á vef Landlæknisembættisins í kjölfarið að athugasemdir hans lýstu á engan hátt almennum vilja sóttvarnalæknis til að takmarka innflutning á búvörum. Að sögn Þórólfs beindust athugasemdir sóttvarnalæknis við þingsályktun- artillöguna að því að í henni væru engin ákvæði sem gætu takmarkað innflutning ef sýnt þætti að matvæl- in gætu verið ógn við almennt heil- brigði hér á landi. Í athugasemdum vakti sóttvarnalæknir athygli á því að aukinn innflutningur á ferskum landbúnaðarvörum hingað til lands gæti haft í för með sér ákveðin heil- brigðisvandamál sem íslensk yfir- völd þyrftu að vera meðvituð um og tilbúin að bregðast við. Bændablaðið ræddi við Þórólf um starfsemi embættis sóttvarnalæknis og afstöðu hans til innflutnings á búvörum hingað til lands. Hlutverk sóttvarnalæknis er mjög skýrt og er það afmarkað innan lagaramma í svokölluðum sóttvarnalögum frá árinu 1997. „Hlutverk og verksvið sóttvarna- læknis er í megindráttum þrenns konar. Í fyrsta lagi eftirlit, t.d. með sýkingum, smitsjúkdómum, ýmsum eiturefnum og geislavirkum efnum sem geta verið ógn við almannaheill og óvæntum atburðum. Í öðru lagi þarf að leggja mat á þessa atburði og veita upplýsingar um þá á inn- lendum og erlendum vettvangi og í þriðja lagi að bregðast við,“ segir Þórólfur. Fylgist með smitsjúkdómum Sóttvarnalæknir þarf að fylgjast með ákveðnum smitsjúkdómum og tíðni þeirra. Upplýsingarnar fær hann frá heilbrigðiskerfinu; frá rann- sóknastofum og frá læknum. Þegar upplýsingarnar liggja fyrir þarf að vinna úr þeim og bregðast við. „Við erum með ákveðið við- bragðskerfi með heilsugæslunni, svokallaða umdæmis- og svæðis- lækna sóttvarna sem skilgreind- ir eru í reglugerð. Þetta eru yfir- læknar heilsugæslunnar úti um allt land sem við erum í beinu sambandi við. Þeir eru síðan í sam- skiptum við sitt heilbrigðisstarfs- fólk á heilsugæslustöðvunum. Þannig er kerfið uppbyggt. Við erum líka í miklum samskiptum við Almannavarnir. Þar erum við ábyrg með Almannavörnum að búa til ýmsar viðbragðsáætlanir um heilsufarsógnir sem koma upp. Við höfum verið að búa til viðbragðs- áætlanir, t.d. um heimsfaraldur inflúensu sem við nýttum okkur árið 2009 þegar síðasti heimsfaraldur skall á. Nýlega erum við búin að uppfæra þessa áætlun. Við höfum líka búið til viðbragðsáætlun um atburði sem geta gerst í flugi og á Keflavíkurflugvelli. Núna erum við að útbúa áætlanir um óvæntar uppá- komur í skipum og höfnum. Það er mjög viðamikið og fjölmargir aðilar sem koma að þessum verkefnum með okkur.“ Skuldbindandi alþjóðasamningar Ísland er bundið af alþjóða- samningum, bæði við Alþjóða- heilbrigðismálastofnunina, ESB og vegna EES- og Efta-samninga. Þórólfur segir að sóttvarnalækn- ir sé tengiliður þessara stofnana hér á landi. „Við þurfum að miðla ýmsum faraldsfræðilegum gögn- um til Evrópusambandsins, til Sóttvarnastofnunar Evrópu og til Alþjóðaheilbrigðis mála stofnunar- innar. Við þurfum að taka upp ýmis- konar regluverk, t.d. er svokölluð alþjóðaheilbrigðisreglugerð sem sett var á laggirnar 2005 og samþykkt hér árið 2007. Það er skuldbindandi alþjóðasamningur um það að við þurfum að gera ákveðna hluti og vera í stakk búin að fást við ákveðin mál hér innanlands, s.s. ógnir sem að koma erlendis frá og eins ógnir sem geta borist frá okkur til annarra landa. Það gildir þá um smitsjúk- dóma, geislavirk efni og eiturefni og óvænta atburði. Þetta er gríðarlega umfangsmikið verk sem sóttvarna- lækni ber að inna af hendi,“ segir Þórólfur. Aðspurður um samanburð starf- seminnar hér á landi við nágranna- þjóðirnar segir Þórólfur erfitt að leggja mat á hann. „Við erum eins og allir aðrir, kvörtum yfir því að vanta fleira fólk til að geta sinnt öllu sem við eigum að gera. Þess vegna þurfum við að forgangsraða. Ég held að við séum að gera ágæt- is hluti, suma hverja með miklu minni mannafla og aðföngum en nágrannaþjóðir okkar. Það er ekki mikið upp á okkur að klaga þó að sjálfsögðu getum við gert talsvert betur. Á síðustu árum hafa verið inn- leiddar ýmsar reglugerðir sem gera meiri kröfur til okkar en áður. Það kemur í gegnum EES- og Efta- samstarfið þar sem við tökum upp regluverk frá ESB. Okkur hefur gengið misvel að innleiða reglu- gerðir sem við höfum átt að gera. Eflaust eru ýmsar skýringar á því en ég held að menn séu að reyna eins og þeir geta,“ segir Þórólfur. Fylgist með sýklalyfjaónæmi og sýklalyfjanotkun Sóttvarnalæknir er ábyrgur fyrir því að fylgjast með sýklalyfjaónæmi Verksvið sóttvarnalæknis • Að skipuleggja og samræma sóttvarnir og ónæmisað- gerðir um land allt, m.a. með útgáfu leiðbeininga um viðbrögð við farsóttum. • Að halda smitsjúkdómaskrá til að fylgjast með útbreiðslu smitsjúkdóma með öflun nákvæmra upplýsinga um grein- ingu þeirra frá rannsóknastofum, sjúkrahúsum og lækn- um. • Að halda skrá um notkun manna á sýklalyfjum sem valdið geta ónæmi sýkla gegn sýklalyfjum. • Að koma upplýsingum um útbreiðslu smitsjúkdóma, innan lands sem utan, með reglubundnum hætti og eftir þörfum til lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna. • Að vera læknum og öðrum, sem við sóttvarnir fást, til ráðgjafar. • Að hafa umsjón með forvörnum gegn smitsjúkdómum, m.a. upplýsingum og fræðslu til almennings um þessi efni. /Úr sóttvarnalögum, 1997 nr. 19. Mynd / TB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.