Bændablaðið - 11.08.2016, Blaðsíða 35

Bændablaðið - 11.08.2016, Blaðsíða 35
35Bændablaðið | Fimmtudagur 11. ágúst 2016 Njarðarnesi 1 sími 460 4350 Hjólbarðaþjónusta - Smurþjónusta - Þrif á bílum - vönduð handverkfæri og fl. Úrval hjólbarða á betra verði Fólksbíla-, traktora-, vinnuvéla-, vagna-, jeppa,- og vörubíladekk í úrvali. Beinn innflutningur til Akureyrar Smurþjónusta (Jason ehf.) % afsláttur af öllum dekkjum til . 201 Handverkfæri Ármann sími 896 8462 og Tryggvi 896 412 Gráblesi í Reykjadal Til sölu sumarhúsið Gráblesi og land í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu Staðsetningin er nánast í miðju þríhyrningsins Mývatn, Akureyri og Húsavík. Landstærð er talin vera um 4 hektarar, upphaflega úr landi Helgastaða og er um að ræða eignarland. Mikill gróður og ægifagurt land. Algjör paradís sem fáir vita um. Mikið fuglalíf. Hefur alltaf verið í eigu sömu fjölskyldu í 50 ár. Sumarhúsið er svokallað A-hús sem fengið hefur gott viðhald. Niðri er stofa, eldhúskrókur, snyrting og forstofa. Tvö svefnher- bergi eru uppi. Útisturta við húsið. Húsið er kynt með rafmagni. Kamína einnig til upphitunar. Kalt vatn úr sér vatnsveitu. Góður geymsluskúr við hliðina. Mjög áhugaverð eign. Nánari upplýsingar gefur Magnús Leópoldsson, lögg. fasteignasali magnus@fasteignamidstodin.is sími 550 3000 eða 892 6000 Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs: Tvö smáforrit tilnefnd af Íslands hálfu Níu verkefni frá Norðurlöndunum fimm hafa verið tilnefnd til Umhverfisverðlauna Norður- landaráðs. Tvö íslensk smáforrit eru tilnefnd af Íslands hálfu; e1, sem tengir saman rafbílaeigend- ur og eigendur hleðslustöðva, og Strætó-appið, en með því er hægt að kaupa farmiða og fylgjast með ferðum strætó í rauntíma. Þema umhverfisverðlaunanna í ár er stafræn nýsköpun sem ýtir undir sjálfbæran lífsstíl. Verðlaunin hreppir norrænt fyrirtæki, samtök eða einstaklingur sem stuðlar að sjálfbærum lífsstíl og hvetur til hans með skapandi stafrænum lausnum. Rafbílavæðingunni hraðað Að smáforritinu e1 standa þeir Axel Rúnar Eyþórsson, Konráð Örn Skúlason og Diðrik Steinsson – og rekstur þess er í gegnum fyrir- tækið Natus ehf. Það á rætur sínar að rekja til námsára þeirra félaga í meistaranámi í verkefnastjórnun við Háskólann í Reykjavík – í námskeiði um arðsemisverkefni. Í lýsingu á smáforritinu á vefnum e1.is kemur fram að það sé mark- aðstorg nettengdra hleðslustöðva fyrir rafbíla. „Farsímalausn e1 gefur rafbílaeigendum tækifæri til að fá upplýsingar um allar aðgengilegar hleðslustöðvar sem skráðar eru í kerfi e1. Eigendur hleðslustöðva geta boðið aðgang að sínum hleðslustöðv- um í gegnum kerfið og þannig haft tekjur af fjárfestingunni. Eigendur hleðslustöðvanna geta verið ýmsir ólíkir aðilar, s.s. heimili, húsfé- lög, fyrirtæki og stofnanir. Þannig munu eigendur rafbíla hafa aukið aðgengi að hleðslumöguleikum og hvati fyrir eigendur hleðslustöðva að skrá sig í kerfið sem getur stuðl- að að hraðari og hagkvæmari upp- byggingu nauðsynlegra innviða fyrir rafbíla. Kerfið tryggir gagnsæi í verðlagningu sem eykur samkeppni á milli eigenda hleðslustöðva með tilheyrandi ábata fyrir neytendur. Með þessu fyrirkomulagi er líklegra að rafbílavæðingin verði hraðari. Aðgengilegt og þéttriðið hleðslu- stöðvanet er ein meginforsenda hjá stórum hópi neytenda fyrir því að kaupa sér rafbíl,“ segir enn fremur á vefnum. Styður við umbreytingu til græns hagkerfis Strætó-appið er hægt að nota til þess að kaupa farmiða ásamt öðrum möguleikum sem einfalda fólki að nota Strætó á auðveldan og fljótlegan máta, til dæmis er hægt að sjá í raun- tíma hvar strætisvagninn er staddur og hvað biðtíminn er langur. Strætó- appið gerir þannig almenningssam- göngur einfaldari í notkun og styður við umbreytinguna til græns hagkerf- is. Strætó bs. á og rekur Strætó-appið. í 22. sinn við hátíðlega athöfn í Kaupmannahöfn þann 1. nóvember ur 350.000 danskar krónur. /smh Smáforritið e1, sem tengir saman rafbílaeigendur og eigendur hleðslu- stöðva. 1.440 fm. stálgrindarhús (Reiðhöll Gusts í Kópavogi). Húsið er í heild 60 x 24 m en höllin sjálf 45 x 24 m. Vegghæð er um 4 m og mænishæð um 7,4 m, 5 m á milli stálbita. Húsið er stálgrind. H- bitar með soðnum eyrum fyrir timbur- leiðara, einangrað með steinull. Klæðning að utan er skrúfuð á (trapisujárn). Mest allt efni sem var til staðar í húsinu fyrir niðurrif fylgir með, t.d. hurðar, kaplar, loftljós (80 stk.). Teikningar fylgja o.fl. Möguleiki er á að skipta húsinu upp minni einingar. Verð 25 milljónir króna. Sigurður Tyrfingsson, lögg. fasteignasali, gsm 898-3708. Til sölu reiðhöll til flutnings
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.