Bændablaðið - 11.08.2016, Blaðsíða 29

Bændablaðið - 11.08.2016, Blaðsíða 29
29Bændablaðið | Fimmtudagur 11. ágúst 2016 Snæbjörnsson að því fyrir okkar hönd – og fáum við honum seint þakkað fyrir það sem og alla þá krafta sem hann hefur lagt félaginu til í gegnum tíðina. Hugmyndin er sú að fara í gegn- um samþykkta stefnu félagsins og gera gæðabók fyrir starfsemi félags- ins sem og að gera almenna gæða- handbók fyrir hverja framleiðslu- grein; kjöt, mjólk, reykt matvæli og svo framvegis. Síðan í fram- haldinu þá geta okkar félagsmenn notað þennan grunn til að gera sína útfærslu á þeirri gæðahandbók sem þarf fyrir þeirra framleiðslu. Íslensku skyrhefðina á að varðveita Á síðustu árum og misserum hefur reglulega borið á umræðu um íslenska skyrið. Þar hefur hug- sjónafólk komið fram og rætt gildi þess fyrir íslenska matarmenningu og nauðsyn á varðveislu á því, nú þegar framleiðsla á vörum undir þessu heiti á erlendri grundu hefur farið vaxandi. Þorgrímur er einn fárra íslenskra skyrframleiðenda sem býr til skyr samkvæmt gömlu hefðinni. „Skyr er yfirheiti á fram- leiðslu á ákveðinni mjólkurvöru, óháð því hvort hún sé gerð úr kúa-, sauða- eða geitamjólk – enda var mest af mjólkurvörum hér á árum áður unnar úr annarri mjólk en kúa- mjólk á Íslandi. Framleiðsluaðferðina á að varð- veita, það er enginn vafi á því. Sýra mjólkina með gamla skyrinu og láta síðan leka af því í rólegheitum, það eru grundvallaratriðin í þessari framleiðslu. En það þýðir ekki að skyr sem gert er á annan hátt sé ekki skyr, það er reglugerðin sem sker úr um það. Sjálfum finnst mér ekkert athugavert við aðrar fram- leiðsluaðferðir, sé þess getið að ekki sé um „hefðbundið skyr“ að ræða, enda er það gert. Hins vegar er leitt hversu lítið magn af hefð- bundnu framleiddu skyri er í sölu. Þar eru margir þættir sem vega inn í þá jöfnu,“ segir Þorgrímur. Neytendur vilja í auknum mæli aðgengilegri vörur „Neytendur vilja fá æ meira af vörum sem eru tilbúnar til neyslu og er auðvelt að innbyrða. Þar eru mjólkurvörur oft framarlega í flokki. Það hefur verið tilhneiging til að bragðbæta og þynna bæði skyr og jógúrt þannig að hægt er að innbyrða fljótt og örugglega. Það er ekkert athugavert við þessa þróun, en hins vegar er slæmt hversu þróunin er hröð í þá átt að aðgengi neytenda að hefðbundnu skyri verður æ takmarkaðri. Það er ekki neinum þar um að kenna heldur er þetta innkaupamynstur sem breytist í takt við aukið framboð á fjölbreyttum vörum. Rjómabúið Erpsstaðir er, eins og þú nefnir, einn nokkrurra aðila sem framleiða gamaldags skyr. Við fáum marga viðskiptavini sem eru komnir nokkuð við aldur og verða ungir aftur þegar þeir smakka skyr- ið, á meðan aðrir geta ekki hugsað sér að smakka það vegna minninga um súrt og vont skyr frá sínum uppvexti. Þeir eru mjög ánægðir með þá breytingu sem orðið hefur í skyrflóru landsins. En það er ekki það sama, gam- aldags skyr og súrt og vont skyr,“ segir Þorgrímur. Skyrið var ekki alltaf gott í gamla daga „Maður man það frá sínum uppvexti í sveitinni að oft var skyrið sem kom með mjólkurbílnum orðið súrt og vont þegar það loks kom heim í hlað, enda voru þá ekki góðar geymslur fyrir vöruna á leiðinni um landið. En þetta er breytt og við megum ekki fordæma þetta sem gert var hér á árum áður, við höfðum bara ekki um neytt annað að ræða þá. Við lifðum á þeim tímum sem hlutirnir voru ein- faldlega ekki þróaðri. Í dag er þetta þannig að það er eitt- hvað meira en lítið að, ef við fáum súrt og vont skyr. Þá þarf að bregð- ast við og finna hvað er að. Kælar í dag eru mun öruggari en áður og svo framvegis,“ segir Þorgrímur sem hefur verið ötull í því að kenna hefðbundna skyrgerð bæði á Íslandi og eins erlendis. „Við höfum haldið nokkur námskeið í skyrgerð hér heima og erlendis. Vorið 2015 var okkur boðið að koma til Kaupmannahafnar og taka þátt í verkefni á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, þar sem smáframleiðendur frá öllum Norðurlöndum ásamt Færeyjum, Grænlandi og Álandseyjum var boðið að koma og kynna sína starfsemi og halda námskeið eða sýnikennslu á því hvernig við framleiðum okkar vöru. Það fóru nokkrir aðilar frá Íslandi og hver aðili mátti koma með nokkrar vörur til kynningar og sölu og fór Rjómabúið Erpsstaðir með skyr og skyrkonfekt. Við buðum upp á smakk og útskýrðum fyrir gestum framleiðsluferli og sögu og þróun vörunnar. Nú í september er okkur boðið að koma til Norður-Noregs og taka þar þátt í dagskrá á vegum Mosjöen Videregaendeskole, en þar munum við kynna og segja frá skyrinu og halda örnámskeið í skyrgerð. Þá höfum við einnig haldið nokkur námskeið hér á Erpsstöðum og hver veit nema við verðum í góðum gír eftir Noregsferðina og skellum í eitt námskeið í haust.“ Gott að nú sé leyfilegt að vinna mjólk Nú í byrjun sumars kynnti Matvælastofnun breytingar á lögum um matvæli sem gera framleiðslu á kapla-, geita- og sauðamjólk starfs- leyfisskylda til jafns við kúamjólk. Þorgrímur segir að það sé af hinu góða, það sé komið á hreint að það er leyfilegt að vinna úr þessum mjólkurtegundum, það sé mikið skref. „Félagsmenn hafa í gegnum árin mjólkað og látið vinna úr þess- um afurðum án þess að til hafi verið reglugerðir þar að lútandi. Á síðustu misserum hefur verið mjög örðugt að vinna matvæli úr þessari mjólk, þrátt fyrir að svo hafi verið gert um aldir án þess að nokkur reglugerð hafi verið þar um. Þetta er allavega komið á rek- spöl og það er vel,“ segir Þorgrímur um hina nýju stöðu. Fundir með félagsmönnum á döfinni Hann segir að fram undan séu fund- ir með félagsmönnum hringinn í kringum landið. „Félagið er ungt og fámennt. Margir félagsmanna eru ekki að framleiða í miklu magni að staðaldri og hefur það vissulega áhrif á starfsemi félagsins. Við stefnum á að fara í hringferð í haust eða vetur og hitta félagsmenn; taka stöðuna og ræða málin.“ /smh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.