Bændablaðið - 11.08.2016, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 11.08.2016, Blaðsíða 49
49 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. ágúst 2016 Alladín-ungbarnahúfa HANNYRÐAHORNIÐ Gallery Spuni Húfur eru einstaklega skemmti- legar að prjóna, því litlir sætir verðandi eigendur elska hlýjar, mjúkar húfur í vagninn. Nú er aðeins farið að halla sumri og því við hæfi að setja inn uppskrift að fallegri ungbarnahúfu fyrir haustið. Hér er ein sem hefur notið mikilla vinsælda og er æðisleg í hvaða lit sem er og lítið mál að prjóna hana í hring. BabyDROPS 21-34 DROPS Design: Mynstur nr Z-085-by Garnflokkur A HÚFA: Stærð: 1/3 - 6/9 - 12/18 mán (2 - 3/4) ára Höfuðmál í cm: 40/42-42/44-44/46 (48/50-50/52) Efni: DROPS ALPACA frá Garnstudio Nr 607, ljós brúnn: 50 gr í allar stærðir DROPS PRJÓNAR NR 2,5 – eða sú stærð sem þarf til að 26 og 34 umf með sléttprjóni verði 10 x 10 cm. ÚTAUKNING: Allar útaukningar eru gerðar frá réttu. Aukið er út um 1 l á undan og eftir l með prjónamerki með því að slá uppá prjóninn. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn br (þ.e.a.s. prjónað er aftan í lykkju- bogann í stað framan) til þess að koma í veg fyrir göt. ÚRTAKA: Allar úrtökur eru gerðar frá réttu. Fækkað er um 1 l hvoru megin við l með prjónamerki. Byrjið 1 l á undan l með prjónamerki. Setjið 1 l á hjálparprjón fyrir aftan stykkið, takið 1 l óprjónaða (= l með prjónamerki), prjónið næstu l og l af hjálparprjóni slétt saman, steypið óprjónuðu l yfir. HÚFA: Stykkið er prjónað fram og til baka á prjóna. Fitjið upp 117-123-129 (135-141) l (meðtalin er 1 kantlykkja á hvorri hlið) á prjóna nr 2,5 með Alpaca. Prjónið 8 umf slétt (umf 1 = rétta). Setjið 7 prjónamerki í stykkið frá réttu þannig: 1. prjónamerki í 2. l í umf. 2. prjónamerki í 25.- 26.- 27. (28.- 29.) l, 3. prjónamerki í 48.- 50.- 52. (54.- 56.) l, 4. prjónamerki í 59.- 62.- 65. (68.- 71.) l, 5. prjónamerki í 70.- 74.- 78. (82.- 86.) l, 6. prjónamerki í 93.- 98.- 103. (108.- 113.) l, 7. prjónamerki í næst síðustu l í umf. Prjónið nú sléttprjón með 1 kantlykkju með garðaprjóni á hvorri hlið – JAFNFRAMT í umf 1 byrjar útaukning og úrtaka – Lesið ÚTAUKNING og ÚRTAKA að ofan – í annarri hverri umf þannig: Aukið út um 1 l á eftir 1. prjónamerki. Fækkið um 1 l hvorum megin við 2. prjónamerki. Aukið út um 1 l hvorum megin við 3. prjónamerki. Fækkið um 1 l hvorum megin við 4. prjónamerki. Aukið út um 1 l hvorum megin við 5. prjónamerki. Fækkið um 1 l hvorum megin við 6. prjónamerki. Aukið út um 1 l á undan 7. prjónamerki. Haldið áfram með útaukningu og úrtöku frá réttu í annarri hverri umf 6 sinnum. Fellið síðan af hvoru megin við 2., 4. og 6. prjónamerki í hverri umf frá réttu þar til 15 l eru eftir á prjóni. Stykkið mælist ca 15-15-16 (16-17) cm frá neðsta oddi við 2. eða 6. prjónamerki = eyrnaleppur. Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 1 l sl, 2 l slétt saman, 9 l sl, 2 l slétt saman, 1 l sl = 13 l. Endurtakið úrtöku frá hvorri hlið í hverri umf (frá röngu eru prjónaðar 2 l á undan og á eftir kantlykkju br saman) þar til 3 l eru eftir, fellið af og dragið bandið í gegnum l. FRÁGANGUR: Saumið húfuna saman við miðju að aftan innan við 1 kantlykkju. Miðju oddurinn af þeim 3 heilu við uppfitjunarkantinn liggur að enni að framan. SNÚRA: Fitjið upp 4 l á prjóna nr 2,5. Prjónið þannig: * Prjónið 1 l sl, leggið bandið fyrir framan stykkið (á móti þér), takið 1 l eins og prjóna eigi hana br, leggið bandið aftur fyrir aftan stykkið (frá þér) * , endurtakið frá *-* í öllum umf. Nú myndast hringprjónuð snúra. Fellið af þegar snúran mælist ca 20-22-24 (26-28) cm. Prjónið 1 snúru til viðbótar alveg eins. Festið hana síðan á hvern eyrnalepp á hvorri hlið. Prjónakveðja fjölskyldan Gallery Spuna. Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 3 7 6 4 8 4 9 7 5 6 5 2 1 1 4 7 6 8 8 4 3 9 6 5 4 2 9 3 2 7 5 3 8 1 9 8 9 5 3 Þyngst 2 5 6 3 8 1 5 4 9 2 9 3 7 1 8 4 2 4 6 8 7 6 1 4 7 3 8 7 6 4 5 2 1 3 5 9 7 4 2 1 8 9 5 4 6 7 5 9 2 1 5 6 2 1 8 3 4 1 2 6 2 7 8 9 9 1 6 4 9 8 3 2 1 4 7 2 6 8 1 4 9 3 7 5 8 6 6 2 FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Plokkfiskur og hamborgar- hryggur í uppáhaldi Rakel býr í Kópavogi og ferðaðist til Tenerife í sumar þar sem hún fór í vatnsrennibraut. Það er það klikkaðasta sem hún hefur gert. Nafn: Rakel Karen Ketilsdóttir. Aldur: 9 ára. Stjörnumerki: Vatnsberi. Búseta: Kópavogur. Skóli: Lindaskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Myndmennt, textíl og skrift. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Kisa. Uppáhaldsmatur: Plokkfískur og hamborgarhryggur. Uppáhaldshljómsveit: Katy Perry og Taylor Swift. Uppáhaldskvikmynd: Inside Out. Fyrsta minning þín? Þegar systir mín, sem er þremur árum yngri en ég, fæddist. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Já, fimleika og mun læra á píanó í haust. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Lyfjafræðingur. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Þegar ég fór í vatnsrenni- braut sem kallast Tornado, hún er í Aqualand á Tenerife. Ætlarðu að gera eitthvað skemmti- legt í sumar? Já, ég er búin að fara til Tenerife og svo fer ég á nokk- ur skemmtileg námskeið og til Akureyrar. Bændablaðið á bbl.is og líka á Facebook Vantar þig íslenskan lopa? Álafosslopi - Plötulopi - Léttlopi - Einband - Bulkylopi - Kambgarn Heimasíðan gefjun.is býður upp á lopa frá Ístex á lægsta fáanlega verði ! Sendum um allt land!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.