Bændablaðið - 11.08.2016, Síða 15

Bændablaðið - 11.08.2016, Síða 15
15Bændablaðið | Fimmtudagur 11. ágúst 2016 Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is Heyrðu nú! Heyrnarhlífar sem vernda heyrnina um leið og þú hlustar á útvarpið. Hafðu samband. Við veitum þér faglega aðstoð. Lamba- og ærdauði gæti verið út af rafmagni Umsóknarfrestur vegna styrkja vegna jarðræktar og hreinsunar affallsskurða rennur út 10. sept- ember 2016, eða eftir um mánuð. Bændur sem hyggjast sækja um þessa styrki eru vinsamlega beðn- ir um að ganga frá umsóknum sem allra fyrst, segir í tilkynn- ingu frá Búnaðarmálaskrifstofu Matvælastofnunar. Nýr rammasamningur ríkis og bænda Í nýjum búvöru- og rammasamn- ingi bænda og ríkisins, sem er til meðferðar á Alþingi, er ekki gert ráð fyrir frekari styrkjum vegna stórra affallsskurða, og því er þetta sennilega í síðasta skipti sem styrkir vegna þeirra verða veittir. Í nýjum rammasamningi ríkis og bænda hækka jarðræktarstyrkir verulega sem og nýr styrkur, land- greiðslur, bætist við. Landgreiðslur skulu greiddar út á allt ræktað land sem og uppskorið til fóðuröflunar, en ekki er greitt út á land sem eingöngu er nýtt til beitar. Uppskeruskráning er kvöð. Þá bætist við heimild til að greiða stuðning vegna ágangs álfta og gæsa á ræktunarlöndum bænda og einnig verða veittir jarðræktarstyrkir vegna útiræktunar á grænmeti. Upphæð jarðræktarstyrkja árið 2017 er 369 milljónir króna og landgreiðslna 247 milljónir króna. Að sögn Búnaðarmálaskrifstofu Mast er rétt að hafa þann fyrirvara á þessu að þó að tveir ráðherrar í ríkisstjórninni hafi skrifað undir samninga við bændur þá hefur Alþingi ekki afgreitt viðeigandi lagabreytingarnar svo þeir geti tekið gildi. /TB Jarðræktarstyrkir til bænda taka brátt breytingum Umsóknarfrestur vegna jarðabótastyrkja er til 10. september. Mynd / JE Töðugjöld á Hellu Hin árlegu Töðugjöld á Hellu verða um helgina 12.–14. ágúst en þau hafa verið haldin óslitið frá árinu 1994. Hátíðin í ár er hin glæsilegasta og mikið lagt upp úr því að við- burðir séu fyrir alla fjölskylduna, segir í tilkynningu frá skipuleggj- endum. Hátíðin byrjar á föstu- degi og stendur yfir alla helgina. Á laugardeginum er þétt dagskrá allan daginn. Gönguferðir, bíla- og tækjasýning, hoppukastalar og hér- aðsmót í starfsíþróttum er meðal viðburða. Markaðstjaldið verður opnað kl. 12.30 og verður alls konar varningur til sölu. Ball og flugeldasýning verður um kvöldið. Á sunnudeginum verður Menningarsalurinn á Hellu opinn frá kl. 10.00–16.00 þar sem verður handverk, lifandi tónlist og fleira. Sjá nánar um dagskrána á Facebook-síðu Töðugjalda. Með því að nota límtré í burðargrindur landbúnaðarbygginga eins og fjósa, hesthúsa, reiðhalla, fjárhúsa og fleiri gerða, og klæða grindurnar með Yleiningum fást mjög hlýleg og falleg hús sem eru fljótuppsett, endingargóð og brunaþolin. Ekki skemmir fyrir að þessi hús eru hagkvæm í viðhaldi og rekstri. Ráðgjöf til viðskiptavina Starfsmenn okkar búa yfir áratuga reynslu við hönnun og framleiðslu húsanna. limtrevirnet.is Aðalskrifstofa - Borgarbraut 74 - 310 Borgarnes Söluskrifstofa - Vesturvör 29 - 200 Kópavogur Netfang - sala@limtrevirnet.is Aðalnúmer: 412 5300 | Söludeild: 412 5350 Við framleiðum landbúnaðarbyggingar Fjós Vélaskemma Hesthús

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.