Bændablaðið - 11.08.2016, Blaðsíða 31

Bændablaðið - 11.08.2016, Blaðsíða 31
31Bændablaðið | Fimmtudagur 11. ágúst 2016 Guðlaugur Agnar Ágústsson: Bóndi og sjómaður á strandveiðum Auk sauðfjárbúskapar stundar bóndinn í Steinstúni strandveiðar. Hann er ánægður með fyrirkomu- lag veiðanna og markaðskerfið í sjávarútvegi og segist vilja auka markaðsvæðingu sauðfjárafurða og stórlega bæta vegasamgöngur við Árneshrepp. „Ég flutti aftur að Steinstúni 2003 og er með um 300 kindur og geri út trillu, Gísla ST,“ segir Guðlaugur Agnar Ágústsson, útvegsbóndi í Steinstúni í Norðurfirði. Guðlaugur er á strandveiðum og segir veiðarnar verulega búbót við búskapinn. Sauðburður og strandveiðar fara illa saman „Yfirleitt gengur vel að vera með fjárbú og stunda strandveiðar nema á vorin þegar sauðburður stendur sem hæst og ég kemst aldrei á sjóinn fyrr en undir 10. júní. Strandveiðarnar byrja 1. maí þannig að ég missi fyrsta mánuðinn úr. Veiðin hér fyrir utan er góð og mér hefur gengið vel að ná skammtinum, sem er 770 kíló á fjórt- án tímum eftir að ég byrja veiðar.“ Guðlaugur segir að hann sé ánægður með reglurnar í strandveiði- kerfinu og hann væri til í að hefja veiðar fyrr ef hann gæti. „Yfirsetan í sauðburðinum er mikil og maður kemst einfaldlega ekki yfir allt.“ Markaðskerfið með fisk til fyrirmyndar „Ég landa aflanum í Norðurfirði og þaðan er honum ekið á markað í Hafnarfirði sem er að mínu mati frábært og ég væri alveg til í að selja lambakjötið mitt í sams konar kerfi. Að mínu mati er markaðskerf- ið með fisk miklu betra en fjand- ans skrifræðið í landbúnaðinum og þessum kerfum ekki saman líkjandi. Rekstrarafgangurinn af bátnum er meiri en af búinu og ég gæti ekki stundað búskap með góðu móti ef ég gerði ekki út bátinn líka. Ef strand- veiðikerfið yrði lagt niður mundi ég pakka niður og flytja burt sama daginn.“ Lélegar samgöngur hindra uppbyggingu Þegar Guðlaugur er spurður um ástæðu fækkunarinnar í hreppnum segist hann ekki vita hvað veldur og fólk í sveitinni ekki á einu máli um ástæðuna. „Ef ég á að benda á það sem ég tel líklegustu skýringuna þá eru það lélegar samgöngur. Það er alveg sama hvað talað er um í sambandi við uppbyggingu í atvinnumálum hér, hvort sem það er aukin ferðamennska, fiskveiðar yfir vetrarmánuðina eða eitthvað annað, það strandar allt á lélegum vegasamgöngum.“ Sauðfjárræktin er hryggjarstykkið „Undirstöðuatvinnuvegurinn í sveitinni er sauðfjárbúskapur og hægt að stunda hann með núverandi vegasamgöngum en bændum hér er að fækka og ég sé ekki fram á að hingað sé að flytja fólk sem ætlar að hefja búskap. Við verðum því að hugsa um annars konar atvinnustarfsemi en það er nánast sama hvaða hugmynd- ir koma upp, allar krefjast þær betri samgangna. Að mínu mati er tvennt sem er hægt að gera hér í dag, allt árið, án þess að bæta vegasamgöngurnar, og það er að stunda sauðfjárrækt og þurrka harðfisk.“ Vegurinn ekki þjónustuhæfur á veturna Guðlaugur hrósar Isavia fyrir hvað þeir hafa staðið sig vel með flugsamgöngur í Árneshrepp og Orkuveitunni fyrir áætlanir um að leggja þriggja fasa rafmagn í hreppinn. „Vegagerðin stendur sig því miður ekki eins vel. Vegurinn hingað er alls ekki vondur sum- arvegur og ég geri mér grein fyrir því að eins og ástandið á honum er í dag þá er hann ekki þjón- ustuhæfur yfir vetrarmánuðina. Það verður því að byrja á því að byggja hann upp og gera hann þjónustuhæfan allan ársins hring.“ Þurfa að landa á Hólmavík Vegna ástands vegarins, hversu seint hann er opnaður á vorin og hversu lengi eru á honum þunga- takmarkanir, þurfa bátar á grá- sleppuveiðum hér fyrir utan að sigla með aflann til Hólmavíkur eftir að farið var að landa grá- sleppunni heilli. Auðvitað væri betra fyrir alla ef hægt væri að landa í Norðurfirði og keyra þaðan með aflann til vinnslu,“ segir Guðlaugur Ágústsson að lokum. /VH S: 5272600 - www.velavit.is Varahlutir - Viðgerðir Vélavit Sala Þjónusta Við sérhæfum okkur í JCB, Hydrema, Iveco, New Holland, Case og nú: Vinsamlega hafið samband við Björgvin Guðjónsson, búfræðing og löggiltan fasteignasala í síma 510-3500 og 615-1020 eða á netfangið bjorgvin@eignatorg.is Skipholt 50b, 105 Reykjavík Vegna aukinnar eftirspurnar óskum við eftir bújörðum á söluskrá Innréttingar Hillu- og skúffukerfi Fyrir allar gerðir bíla F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð Gísli ST, sem Guðlaugur gerir út á strandveiðar. Myndir / VH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.