Bændablaðið - 11.08.2016, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 11.08.2016, Blaðsíða 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 11. ágúst 2016 Efst á baugi MÆLT AF MUNNI FRAM Til þess að ekki halli á með hag-yrðingum frá vísnakvöldi Karlakórs Eyjafjarðar, þá fær Jóhannes Sigfússon auðvitað tvo vísnaþætti undir sinn kveðskap þetta kvöld. Eins og frá var greint í síðasta þætti, þá kom Jói frekar fátæk- lega búinn af kveðskap til samkomunnar, en orti þeim mun ákafar undir borðum. Birgir beindi spurningu til Jóhannesar: „ Er mikið stóðlíf í Þistilfirði“? Vel menn búa öllu að, og aðeins þynna blóðið. Seint þó komist kannski á blað Krossavíkurstóðið. Hér er Jóhannes að sveigja dólgslega að stjórnandanum Birgi, en ekki síður konu hans Rósu, vammlausri vildiskonu, ættaðri frá Krossavík. Birgir beinir næst til Jóa hvað honum þyki um hinn gríðarlega fjölda ferðamanna sem nú sæki Ísland heim: Allir menn það ættu að sjá að til fjandans stefnum, ef ferðamönnum Fróni á fjölgar eins og refnum. Jói sendi svo sessunautum sínum óumbeðinn, umsagnir við hæfi. Björn Ingólfsson fékk þessa vísu: Ætla má að enga vörn eigi sér við hæfi þeir sem hafa þolað Björn þetta langa ævi. Og um læknisafrek Péturs Péturssonar og Hjálmars Freysteinssonar orti Jói: Ég afrek þeirra illa skil. Um það vitna merkin að fjarska verða fáir til frásagnar um verkin. Og Árna Geirhirti færði hann þessa vísu: Sölumaður Árni er alveg af besta tagi. En selur ekki sykur og ger sitt í hvoru lagi. Jóa er það mikil skemmtan og hefur verið lengi, að nudda mér upp úr landasölu og dreifingu: Árni í Felli yrkja kann þó ekki á honum beri, ef sett er ögn af sykri í hann og svolítið af geri. Fyrir margt löngu vældi Jóhannes út úr mér fáeinar landaflöskur sem mér höfðu verið gefnar til gleðiauka. Kvaðst hann myndi launa mér þær ríkulega síðar. En svo liðu nú árin, en í jólakorti kom þó greiðslan fyrir rest: Oft mig hefur áður meir andagiftin snortið þegar niður læt ég leir leka á jólakortið. Ennþá hvílir alger smán yfir verkum mínum, frá því að ég flöskulán fékk úr sjóði þínum. Ennþá hef ég ekkert greitt og það verður snúið, því flöskunum hef ég alveg eytt og innihaldið búið. Um söngstjóra Karlakórsins, Petru Björk Pálsdóttur, eiginkonu Árna Geirhjartar, orti Jóhannes: Indæl er alla daga, allt vill hún bæta og laga. Sexí og sæt og sérlega mæt, en hefur sinn djöful að draga. Síðan er Jói spurður um forsetaefnin í Bandaríkjunum og hvort hann kysi frekar, Donald Trump eða Hillary Clinton? Clinton virðist vösk og trú og vera á öðru plani. En djöfull sýnist Donald nú dæmigerður Kani. 159 Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggd1@gmail.com Forsetahjónin kynntu sér landbúnað og handverk í Eyjafirði: Handverkshátíð og landbúnaðar- sýning að Hrafnagili „Hátíðin tókst afskaplega vel, veðrið lék við okkur alla dagana,“ segir Guðný Jóhannesdóttir, annar af tveimur fram- kvæmdastjórum Handverkshátíðar að Hrafnagili sem haldin var um liðna helgi. Jafnframt var efnt til veglegrar landbúnað- arsýningar sem vakti verðskuldaða athygli. Heimsóknir á hátíðina voru um 20 þúsund, en meðal gesta voru forsetahjónin, hr. Guðni Th. Jóhannesson og frú Eliza Reid sem nutu þess að ganga um sýninguna og kynna sér glæsilegt handverk og starfsemi íslensks landbúnaðar. Árlega velur valnefnd Handverkshátíðar fal- legasta sölubás ársins og handverksmann ársins. Handverksmaður ársins er Guðrún Kolbeins fyrir frábæra hönnun og handverk sem unnin er af fagmennsku, þar sem aldagömul vefn- arðarhefð er færð til nútímans. Hildur H. List- hönnun hlaut verðlaun fyrir sölubás ársins og Kristján Guðlaugsson hjá Brak-handverk fékk hvatningarverðlaun hátíðarinnar, en skemmtileg nýting hans á rekavið kemur á óvart í frumleg- um slaufum. /MÞÞ Pétur Halldórsson, kynningarstjóri Skógræktarinnar, bauð forsetahjónunum upp á hið rómaða Myndir / MÞÞ og FB-síða Handverkssýningarinnar Listamaðurinn Hreinn Halldórsson með skö- punarverkum sínum, þeim Guðrúnu frá Lundi Guðni spreytti sig á getraun þar sem spurt Guðrún Kolbeins var valin handverksmaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.