Bændablaðið - 11.08.2016, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 11.08.2016, Blaðsíða 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. ágúst 2016 Þorgrímur Guðbjartsson er nýr formaður Beint frá býli, félags heimavinnsluaðila: Einn fárra sem framleiðir hefðbundið íslenskt skyr − viðskiptavinir, sem sumir eru nokkuð við aldur, verða ungir aftur þegar þeir smakka skyrið frá Erpsstöðum Á aðalfundi Beint frá býli, félags heimavinnsluaðila, sem haldinn var í Hraunsnefi í Borgarfirði 16. apríl síðastliðinn, urðu formannsskipti þegar Þorgrímur Guðbjartsson á Erpsstöðum í Dölum var kjör- inn í stað Guðmundar Jóns Guðmundssonar í Holtseli í Eyjafirði. Nýja aðalstjórn skipa ásamt Þorgrími þær Hanna S. Kjartansdóttir, Leirulæk sem er gjaldkeri og Jóhanna B. Þorvaldsdóttir, Háafelli sem er ritari. Þorgrímur og kona hans, Helga Elínborg Guðmundsdóttir, hófu kúa- búskap á Erpsstöðum 14. júní 1997. Þau byrjuðu með 24 kýr í fjósi og eitthvað af geldneytum líka. Í dag eru þau með um 60 mjólkandi að staðaldri, setja alla gripi á og eru með smávægilega kjötframleiðslu. Þörf fyrir aukið svigrúm hjá smáframleiðendum Beint frá býli var stofnað þann 29. febrúar árið 2008 og voru þá skráð- ir félagar um 60 talsins. Þorgrímur segir að á þessum tíma sem liðinn er frá stofnun hafi orðið einhver fjölgun í félaginu þó hún sé ekki veruleg. Svo hafi líka eitthvað verið um að bæir hafi hætt og aðrir komið í staðinn. Hann segir að á aðalfundinum hafi helst brunnið á félagsmönnum að áfram verði haldið með að vinna að viðurkenningu á þörfinni fyrir auknu svigrúmi innan reglugerða sem lúta að matvælavinnslu, þegar um er að ræða einfalda framleiðslu í litlum mæli, á stuttum eða takmörk- uðum tíma. „Verið er að vinna að reglugerð um smáframleiðendur sem tekur á mörgum afgerandi þátt- um þessu að lútandi. Við erum nokk- uð vongóð um að sú reglugerð verði smáframleiðendum til hagsbóta; að hún auðveldi til dæmis verkferla við framleiðslu og pökkun í sama rými hvort á sínum tíma. Ferðamannastraumurinn hefur áhrif á suma en alls ekki alla Þorgrímur segir aukningu í komu ferðamanna til landsins ekki hafa svo mikil áhrif á marga af félags- mönnum Beint frá býli. „Margir félagsmanna okkar eru með algera smáframleiðslu og eru ekki að markaðssetja sig með svo sýnileg- um hætti og langfæstir eru að hugsa um framleiðslu í miklu magni. Gera kannski nokkra tugi kílóa af sultu á ári eða selja lítið magn af einhverri framleiðsluvöru. Þessir framleið- endur selja mest og eingöngu heima eða á einstaka markaði í heimasveit. Síðan eru aðrir sem eru að fram- leiða beint upp í túristana, reyna að framleiða í samræmi við umferðina og líka þeir sem framleiða í meira magni og þá eru það aðallega kjöt- vörur – oft árstíðabundið. Það eru ekki margir sem selja kindakjöt í heilum og hálfum núna á þessum árstíma, en þó einhverjir, en þess í stað eru menn þá að framleiða pyls- ur, rúllupylsur, grillkjöt og slíkt.“ Slow Food og Beint frá býli gætu átt samleið Þorgímur þekkir ágætlega til Slow Food-hreyfingarinnar og hefur tekið þátt í störfum hennar hér á landi og reyndar einnig í Torino þar sem hann kynnti mjólkurvörur sínar á hátíðinni Salone del Gusto & Terra Madre árið 2012, en hún er haldin þar annað hvert ár. Hann segir að það megi vel hugsa sér samstarf við Slow Food-hreyfinguna þótt hann hafi ekki mikið leitt hugann að því ennþá. „Þetta er vissulega vett- vangur sem Beint frá býli ætti að skoða; með hvaða móti þessi samtök geti starfað saman og hvort að það passi. Slow Food er kannski meira á þeim forsendum að vinna í átt að sjálfbærni og jafnvel lífrænni fram- leiðslu, en Beint frá býli hefur ekki opinbera stefnu í þeim málum – enn sem komið er. Þetta er þó vissulega möguleiki sem þarf að ræða,“ segir Þorgrímur. Markaðsmálin stöðugt í umræðunni Að sögn Þorgríms er stöðug umræða um markaðsmálin meðal félagsmanna – um sölu og dreifingu á vörunum. Það sé alltaf spurning hvort auka eigi aðgengi neytenda að vörunum, sem eðli málsins sam- kvæmt eru dreifðar um allt land. „Töluverð vinna hefur farið í þetta á síðustu misserum, en sökum þess að flestir framleiðendur framleiða svo lítið magn þá hefur þetta mál ekki komist á skrið. Frá mínum bæjardyrum séð er þetta ekki í forgangi hjá félaginu. Við erum með virka heimasíðu, þar sem viðskiptavinir og áhugasamir geta sent inn fyrirspurnir og eru þær þá í framhaldinu sendar áfram á alla listaða félagsmenn sem eru með við- komandi vöru á boðstólum og geta þeir þá boðið væntanlegum kaupanda vöruna. Kaupandinn fær hugsanlega tilboð frá nokkrum framleiðendum og velur síðan að eiga viðskipti við einhvern þeirra – eða ekki.“ Ógerilssneyddar mjólkurafurðir beint frá býli Eitt af aðalbaráttumálum Guðmundar í Holtseli var að fá heimild fyrir smáframleiðendur til að fá að selja ógerilsneydda mjólk og mjólkur- vörur frá sínum býlum. Þorgrímur segir ekkert hafa þokast áfram með það mál. Ég held úti Facebook- síðu sem heitir Viltu geta keypt ógerilsneydda osta eða mjólk úr íslenskri mjólk – og eru nokkrir félagar skráðir þar inn. Við höfum ekki verið í markvissri vinnu í þessu, enda hefur megnið af tíma og fjármunum félagsins farið í að halda utan um samskipti við Matvælastofnun, sem því miður hafa ekki verið nógu góð og kemur þar margt til. Við reynum hins vegar að halda á lofti umræðu um ógerilsneydda mjólk og þegar það varð leyfilegt að flytja inn vörur erlendis frá unnar úr ógerilsneyddri mjólk, þá fannst okkur nú að fátt ætti að geta staðið í veginum fyrir því að við gætum framleitt úr slíkri mjólk líka. En það eru ekki allir sammála í þessum geira gerlafræðanna. Ég óttast ekkert í þeim efnum. Allt umhverfi mjólkurinnar hefur þróast og breyst til mikilla muna á síðustu áratugum. Í dag kemur mjólkin ekki undir bert loft fyrr en við opnum fernuna, en hér áður var mjólkað í opið ílát, hellt í opinn brúsa, kælt í læknum, flutt í opnum bíl í sterku sólskini til afurðastöðva og síðan marghellt þar á milli opinna íláta. Þannig að ég hef enga trú á öðru en að þess verði ekki langt að bíða að við fáum tilslakanir á þessu þannig að selja megi og framleiða vörur úr ógerilsneyddri mjólk. En á hinn bóginn þá er það þannig að þegar það verður gert verða framleiðendur matvæla að vita hvaða hráefni þeir eru með í höndunum og meðhöndla það í þeim takti. Gæðahandbók fyrir Beint frá býli Eitt af meginverkefnunum sem Þorgrímur tekur við, sem nýr for- maður, er að gefa út gæðahandbók fyrir Beint frá býli. „Fyrri stjórn var langt komin með að undirbúa þetta ferli. Það var sótt um fjármagn til verksins til ráðuneytis og vann Árni Jóhanna Leopoldsdóttir er fastagestur á Erpsstöðum og var í innkaupaleiðangri þegar blaðamaður var þar á ferð. Myndir / smh - hér í nýlegt tölublað Bændablaðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.