Bændablaðið - 11.08.2016, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 11.08.2016, Blaðsíða 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. ágúst 2016 www.isfell.is Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5 200 500 • isfell@isfell.is kranar & talíur Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Pantið sauðfjárskoðun í tíma! Bændur eru hvattir til að panta sauðfjárskoðun fyrir 20. ágúst. Velja þarf þá viku sem hentar fyrir skoðun. Ef einhverjir dagar koma ekki til greina í viðkomandi viku er hægt að geta þess í athugasemdum með pöntuninni. Eftir 20. ágúst er búið til skipulag og skoðunartímar staðfestir við bændur. Að pantanir berist tímanlega er forsenda þess að hægt sé að skipuleggja heimsóknir á sem bestan hátt. Heimilt verður að innheimta álag á skoðanir ef pantanir berast eftir 20. ágúst, sé ekki hægt að fella heimsóknirnar að skipulaginu. Tekið er á móti pöntunum á heimasíðu RML (www. rml.is) eða í síma 516-5000. Gjaldskrá Gjaldskráin er óbreytt frá fyrra ári. Tímagjald á hvern skoðunarmann í dagvinnu er 6.500 kr. án vsk. og komugjald á hvern stað er 5.000 kr. án vsk. Tímagjaldið miðast við búnaðar- gjaldsgreiðendur (fullt gjald fyrir aðra en búnaðargjaldsgreiðendur er 13.000 kr. án vsk.). /Sauðfjárræktarráðunautar RML „Haustið“ – námskeið fyrir bændur í líflambavali Fyrirhugað er að bjóða upp á námskeið fyrir sauðfjárbændur sem fjallar um líflambaval og kyn- bætur. Farið verður í lambadóma, meðferð lamba að hausti og fleira. Námskeiðið byggist annars vegar á fyrirlestrum og hins vegar á verklegum æfingum þar sem farið verður í fjárhús og lömb þukluð og skoðuð. Þetta námskeið verður í boði á tveimur stöðum á landinu, annars vegar í Suður-Þingeyjarsýslu (stað- setning auglýst síðar) föstudaginn 2. september. Hins vegar verður haldið námskeið á Stóra-Ármóti, Árnessýslu þann 8. september. Námskeiðin standa frá kl. 10.00 til 16.00. Kennarar verða Eyþór Einarsson, Árni Bragason, Fanney Ólöf Lárusdóttir (Stóra-Ármót) og María Svanþrúður Jónsdóttir (Suður- Þingeyjarsýslu). Skráning í síma 516-5000 eða á netfangið ee@rml. is. Síðasti skráningardagur er mánu- dagurinn 29. ágúst. Námskeiðsgjald er 18.000 kr. á hvern þátttakanda. /Sauðfjárræktarráðunautar RML Val á ásetningslömbum Almennt er stefnan að rækta afurðamikið, vel holdfyllt fé en hóflega feitt. Frjósamt, hraust og endingargott með góða ull. Við val ásetningslamba að hausti horfa bændur til þessara þátta, en eðlilega geta áherslur á einstaka eiginleika verið mismunandi milli búa. Gildi þess að vigta Að vigta öll lömb þegar þau koma heim að hausti er góð regla. Vigtin er nauðsynlegt hjálpartæki þegar tekið er frá til slátrunar og/eða lömb valin til bötunar. Með hliðsjón af þessari vigt er ásetningur valinn. Þá gefur hún góðar upplýsingar um hvernig ærnar skila lömbunum eftir sumar- ið. Minna má á að vigt sem skráð er í skýrsluhaldskerfið og munur á sláturdegi og vigtunardegi er 15 dagar eða minna er notuð til að reikna kjötprósentu búsins. Sé sú stærð þekkt á búinu er hún aftur notuð til þess að reikna fallþunga á líflömbin við afurðastigsútreikn- inga. Þá má einnig minna á að lífvigt þarf að fylgja hverju ásettu lambi til þess að hægt sé að reikna afurðir á mæður þeirra. Síðasta vigtun sem skráð er á lömbin er sú sem höfð er til grundvallar þegar afurðastig eru reiknuð. Afurðastigin eru reiknuð út frá fráviki lambanna í þunga miðað við samanburðarhóp búsins. Samanburðarhóparnir verða sjálf- krafa til eftir sláturdagssetningum. Til að tryggja það að lömb sem eru bötuð séu borin saman innbyrðis og að önnur lömb sem slátrað er innan 10 daga miðað við sláturdagsetningu „kállambanna“ lendi ekki inn í þeim samanburði þá er best að skrá lömbin í bötunarhóp í skýrsluhaldinu. Það er gert með því að skrá atburðalykil 9 á bötunarlömbin og þá eru þau gerð upp sem sér vigtunarhópur. Að vigta ærnar að hausti er líka góður siður. Það er mjög skilvirkt að renna þeim í gegnum vigtina og kanna ástand þeirra þegar ákveða á hverjar þarf að afsetja. Þar með liggur ljóst fyrir hvaða ær vantar að hausti. Þá er haustþungi ánna grunn- ur að því að hægt sé að fylgjast með framvindu fóðrunar yfir veturinn út frá vigtun. Jafnframt er æskilegt að þekkja fullorðinsþunga hjarðarinnar þannig að hægt sé að fylgjast með því hver þróunin á búinu er varðandi þann eiginleika. Tími skoðunar Þar sem flestir stefna að því að framleiða lömb sem eru tilbúin til slátrunar sem fyrst eftir að þau heimt- ast að hausti, þá er eðlilegt að velja ásetningsgripina snemma að haustinu. Ákveðin hætta er á að valið sé fyrir seinþroska ef öll skoðun lambanna byggir á mælingum sem gerðar eru seinni part hausts eftir að lömbin hafa verið bötuð. Afleitt er að skoða lömb- in seint og bera þá saman hópa sem hafa gengið á ólíku landi s.s. káli vs. óáborinni há. Ómmælingar og stigun Með notkun ómmælinga við val á líflömbum hefur almennt náðst að minnka fituna og auka vöðvana og þar með framleiða mun betri vöru m.t.t. skrokkgæða. Miðað við erfðaframfar- ir síðustu ára er ekkert sem bendir til annars en að sóknarfæri sé áfram í að auka vöðvavöxtinn. Staðan gagnvart fitunni er hins vegar breytileg milli búa þar sem sums staðar má enn draga úr fitusöfnun en sums staðar þarf að gæta að því að halda henni hæfilegri. Á næstu árum verður vonandi hægt að gefa betri leiðbeiningar um það hvað sé hæfileg fita m.t.t. bragðgæða og þátta tengda afurðagetu og endingu. Markmiðið með lambadómun- um er síðan að gefa upplýsingar um holdfyllingu, heilbrigði (höfuð, fætur, eistu o. fl.) og ulla. Frjósemi og mjólkurlagni Frjósemi og mjólkurlagni eru grundvallareiginleikar. Því er eðlilegt að settar séu lágmarks- kröfur m.t.t. þessara eiginleika. Hvort sem búið er að formerkja þau lömb sem koma til álita þegar kemur að vigtun og mælingum eða þeim hent út eftir á. Þó ber að varast að nota síur einhliða til að útiloka ekki ákveðna yfirburða einstaklinga gagnvart einstaka eig- inleikum. Niðurstöður úr skýrsluhaldinu eru hér lykilupplýsingar. Þar er fyrst að nefna kynbótaspá lamba- nna. Þar er gott að hafa það bak við eyrað að BLUP kynbótaspá lambanna er meðaltal af mati foreldranna. Að spá lambanna er öruggari ef þau eru undan reyndum foreldrum en óreyndum. Að BLUP kynbótamatið á að vera sambæri- legt á milli búa og því eru meðaltöl búanna misjöfn. Meðaltöl hvers bús er forprentað í haustbókina. Síðan getur verið gott að horfa á frjósemi og afurðastig mæðra þeirra frá fyrri árum. Þegar horft er til þess hvað er sett mikið á undan hverjum hrút er rétt að hafa í huga hvernig eldri hrútarnir hafa reynst og skoða meðaltöl dætra þeirra. Þá er um að gera að setja eitthvað af gimbrum á undan veturgömlu hrútunum til að fá strax reynslu á þá sem ærfeður. Eyþór Einarsson ráðunautur í sauðfjárrækt ee@rml.is Niðurstöður úr skýrsluhaldinu hafa að geyma lykilupplýsingar við val á ásetningslömbum. Mynd / TB Mynd / TB Askalind 4, Kópavogi Sími 564 1864 www.vetrarsol.is FYRIR BÆNDUR Slá uvagn l að slá og gefa grænfóður inanndyra Hentar einnig l að halda hreinu kringum bæinn Slær 160cm og tekur 1900 lítra í graskassann CANGURO PRO 1600 SLÁTTUVAGN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.