Bændablaðið - 11.08.2016, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 11.08.2016, Blaðsíða 26
26 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. ágúst 2016 Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi: Áhersla lögð á að veita innsýn í þá vinnu sem fram fór á heimilunum – Tóvinna sem stunduð var á hverjum bæ var um aldir stóriðja þess tíma „Brýnasta verkefnið sem við þurf- um að takast á við núna er að safnið standi ekki stöðugt frammi fyrir hamlandi rekstrarvanda. Á meðan það varir er erfitt að móta verðuga stefnu um framtíðarþróun,“ segir Elín S. Sigurðardóttir, forstöðu- maður Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi. Helsta hlutverk safns- ins er að varðveita og skrásetja hvers konar heimilisiðnað, en það er einnig kennslu-, fræðslu- og rannsóknarstofnun fyrir innlenda og erlenda nemendur og fræða- fólk, auk þess sem það stendur reglulega fyrir málþingum, nám- skeiðum og fyrirlestrum. Gestum fjölgar ár frá ári og þetta sumar hefur verið gott hvað það varðar, töluverð aukning milli ára, eink- um í heimsóknum erlendra gesta. Heimilisiðnaðarsafnið var fyrst opnað árið 1976, en á því ári voru 100 ár liðin frá því Blönduósbær varð verslunarstaður. Grunninn að safninu lögðu konur innan raða Sambands austur-húnvetnskra kvenna (SAHK). Nokkru áður hafði byggðasafns- nefnd verið starfandi á vegum sýsl- unnar sem hafði það að markmiði að koma upp byggðasafni fyrir Húnavatnssýslur og Strandasýslu. „Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna var valinn staður á Reykjum í Hrútafirði, en það verð- ur að segjast að ekki var einhugur innan sýslunnar um staðsetninguna. Kvenfélagskonur margar hverjar voru óánægðar með þessa tilhögun, en ljóst að ekki var grundvöllur fyrir tveimur byggðasöfnum í sýslunni. Innan SAHK hafði verið starfandi byggðasafnsnefnd og var nú gripið til þess ráðs að breyta nafni nefndar- innar í Heimilisiðnaðarsafnsnefnd og áherslum breytt á þann veg að nú skyldi horft til þess að safna munum sem tengdust heimilisiðnaði,“ segir Elín. Komu sér fyrir í fjósi og hlöðu „Konurnar fengu til afnota gam- alt hús sem áður hafði verið fjós og hlaða við Kvennaskólann á Blönduósi. Það var mikið verk að koma því í viðunandi horf en fjöl- margir tóku þátt í því verkefni og gáfu vinnu sína og kvenfélögin í sýslunni lögðu til fjármagn eftir getu. Þarna varð til safn, en fljótlega kom í ljós að það var of umfangsmikið verkefni fyrir lítil félagasamtök að reka það með sómasamlegum hætti,“ segir Elín. Sjálfseignarstofnun um rekstur Heimilisiðnaðarsafnsins varð til árið 1993 með þátttöku flestra sveitarfélaga í sýslunni sem þá voru tíu. Í dag eru sveitarfélögin fjögur og standa þau öll að safninu. Ekki leið á löngu þar til þrengja fór að safninu og starfsemi þess, og segir Elín að því hafi menn fljótlega hugað að stækkun þess. Niðurstaðan var að byggja nýtt hús og tengja það gamla safnahúsinu. Framkvæmdir hófust haustið 2001 og var húsið tekið í notkun vorið 2003. Húsið er tæpir 250 fm, í því eru þrír sýningarsalir, kaffistofa, snyrtingar auk skrifstofu- og þjón- usturýmis. Lögð hefur verið áhersla á að safnið héldi gamla nafninu sínu, þ.e. Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi, en nokkur undanfarin ár hefur borið á því að safnið sé nefnt Textílsafn. Þetta hefur gjarnan leitt til nafnaruglings og margir ruglað safninu saman við Textílsetrið sem staðsett er í Kvennaskólanum. Stóriðja fyrri tíma „Áhersla okkar í Heimilisiðnaðar- safninu er fyrst og fremst að veita innsýn í vinnu kvenna og karla sem fram fór inni á heimilum og var stór hluti af hinu daglega lífi. Það má segja að tóvinna sem stunduð var á hverjum bæ hafi um aldir verið stóriðja þess tíma, ullinni var breytt í eftirsótta verslunarvöru. Það hefur verið hljótt um þessa vinnu og á hvern hátt hvert og eitt heimili var sjálfbjarga um að breyta ull í fat og nýta það hráefni sem til féll til fulln- ustu,“ segir Elín. Viðurkennt safn með heilmiklar skyldur Hún segir eitt helsta hlutverk Heimilisiðnaðarsafnsins að varð- veita og skrásetja hvers konar heim- ilisiðnað. Þá er það einnig kennslu-, fræðslu- og rannsóknarstofnun fyrir innlenda og erlenda nemendur og fræðafólk auk þess sem það stend- ur reglulega fyrir málþingum, nám- skeiðum og fyrirlestrum. Heimilisiðnaðarsafnið er viður- kennt safn og segir Elín það þurfa að uppfylla fjölmörg skilyrði til að svo sé, eins og að vera í opinberri eigu, sjálfseignarstofnun eða í eigu félags eða fyrirtækis sem tryggir fjárhagsgrundvöll þess. Viðurkennd söfn þurfa einnig að hafa starfsleyfi frá heilbrigðis- og eldvarnareftirliti og hafa öll öryggis- og viðvörunar- kerfi í lagi. Eins þarf viðurkennt safn að uppfylla skilmála Safnaráðs um skráningu safnmuna og áhersla er lögð á að faglega sé unnið að söfnun og varðveislu. „Það að vera viðurkennt safn leggur okkur ýmsar skyldur á herðar og til að standa undir þeim þarf að halda vel utan um þessa viðkvæmu og dýrmætu stofnun. Það getum við gert með samstilltu átaki,“ segir Elín. Á brattann að sækja Hún nefnir að vissulega sé á bratt- ann að sækja þegar að fjárhag þess kemur og megi lítið út af bregða. Safnasjóður veitir rekstrar- og verk- efnastyrki en megináherslan er að eigendurnir sjái safninu farborða og uppfylli þar með gildandi lög. Þar á bæ er eðlilega í mörg horn að líta og oft erfitt um vik, því þarf ekki nema smá viðhaldsverkefni til að stofnun- in eigi í rekstrarvanda. Hún nefnir að safnið hafi um tíðina átt marga vildarvini sem rétt hafi hjálparhönd, bæði í formi vinnuframlags og eins með peningagjöfum. Þakklát fyrir góðar viðtökur Gestum hefur fjölgað ár frá ári, en vel á fjórða þúsund gesta sótti safnið heim á liðnu ári. Meirihluti þeirra er að sögn Elínar erlendir ferðamenn og flestir á eigin vegum á ferð sinni um landið. „Okkar gestir hafa látið ánægju sína með Heimilisiðnaðarsafnið óspart í ljós og tjá hana gjarnan í gestabók okkar og á nútíma samskiptamiðlum. Hlýjar kveðjur og umsagnir gefa byr undir báða vængi, við erum afskap- lega þakklát fyrir þær góðu móttökur sem við höfum fengið,“ segir Elín. Hlýhugur til Heimilisiðnaðarsafnsins kemur einnig fram í fjölda gjafa sem safninu berast árlega. Pílagrímsferðir Hún nefnir einnig að greinar um safnið og sýningar þess birtist af og til í netmiðlum, blöðum og tímarit- um, bæði hér á landi og í útlöndum. Bókin Íslenskt prjón eftir Hélene Magnússon, sem er byggð á prjón- uðum munum sem eru á safninu, hefur komið út á íslensku og ensku og vakið verðskuldaða athygli. „Það er alveg ljóst að fjölgun gesta frá Bandaríkjunum tengist að stórum hluta þessari bók og svo virðist sem sumir safngesta komi í pílagrímsför til að upplifa það sem á safninu er að finna og fjallað er um í bókinni,“ segir Elín. Sumarsýningin Vinjar Munir safnsins mynda nokkrar ólík- ar og sjálfstæðar sýningar. Má þar nefna einstaklega fallega sýningu á útsaumi kvenna frá fyrri tíð. Þá er einn salurinn helgaður þjóðbún- ingum safnsins þar sem gestir geta gengið umhverfis búningana og virt þá fyrir sér. Í kjallara nýja hússins er sýning á munum sem unnir eru úr íslensku ullinni, örfínn þráður- inn vekur athygli. Gestir geta fengið að spreyta sig við að kemba ull og spinna á halasnældu. Einnig má þar finna áhöld og verkfæri sem notuð voru við heimilisiðnað. Þá er árlega opnuð ný sérsýn- ing íslensks textíllistamanns sem í daglegu tali er nefnd Sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins. Sýningar þessar hafa ævinlega verið mjög ólíkar frá ári til árs og má segja að þær gefi innsýn í flóru íslenskrar textíllistar sem er mjög fjölbreytt. Í ár er það Anna Þóra Karlsdóttir myndlistarmaður sem sýnir verk sýn. Anna Þóra nefnir sýningu sína „Vinjar“ og eru verkin öll unnin úr íslenskri ull. „Það er mjög ánægju- legt hve það er eftirsótt að sýna í safninu, enda afskaplega fallegt sýningarrými sem við bjóðum upp á,“ segir Elín. Viðburðir og verkefni Heimilisiðnaðarsafnið býður upp á ýmsa viðburði, s.s. fyrirlestra og málþing og þá nefnir Elín að einnig standi það fyrir margs konar námskeiðum, bæði í útsaumi, hekli, gimbi og fleiri. „Við höfum einnig nokkrum sinnum haldið námskeið í þjóðbúningasaumi og nú er í deiglunni að bjóða upp á eitt slíkt á komandi vetri, verði þátttaka næg.“ Í „opna rými safnsins“ er einstaklega góður hljómburður og þar hafa undanfarin ár verið haldnir svonefndir Stofutónleikar þar sem þekktir tónlistarmenn hafa komið fram. Á aðventu er fastur liður að lesið er upp úr nýjum bókum, ýmist af höfundunum sjálfum eða heima- fólki. Þetta eru notalegar stundir og oft mjög vel sóttar. Öllum við- stöddum er þá boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur og aðgang- ur ókeypis. Á nýafstaðinni Húnavöku sátu konur að ýmiss konar handiðn í safninu, þar sem sýnt var hvernig tekið var ofan af, kembt og spunnið, slegið í vef, saumað út, heklað og prjónað og margt fleira. Árlegar skólaheimsóknir fimmta bekkjar grunnskóla héraðsins eru fastur liður í starfsemi safnsins þar sem börnin fá leiðsögn um safnið en einnig að spreyta sig við að kemba ull og spinna og fylgja síðan þræðinum í vef. Íslenska lopapeysan Ýmis rannsóknarverkefni hafa verið unnin í safninu og í sumum tilfellum komið út rit eða bækur í tengslum við þau. Á síðasta ári var birt rannsóknarskýrsla Ásdísar Jóelsdóttur, lektors við Háskóla Íslands, sem fjallaði um uppruna, hönnun og þróun íslensku lopa- peysunnar. Rannsóknarverkefnið var samstarfsverkefni Heimilis- iðnaðarsafnsins, Hönnunarsafns Íslands og Gljúfrasteins. Um þessar mundir vinna hin sömu söfn að lítilli farandsýningu um sama verkefni og er það spennandi við- fangsefni, að sögn Elínar. Ýmis samstarfsverkefni eru við Textílsetrið og Þekkingarsetrið sem staðsett eru í Kvennaskólanum og tekið er á móti listafólki sem þar dvelur eftir samkomulagi. „Í safnastarfi eru ævinlega ótelj- andi verkefni fram undan og stór hluti starfans felst í vinnu og verk- efnatengdri vinnu sem ekki sést. Til að mynda er gríðarleg vinna sem felst í að halda svona safni hreinu en það segir sig sjálft að munir safnsins draga í sig ryk og ekki notalegt að koma inn í rykugt og illa hirt safn,“ segir Elín brosandi. /MÞÞ Heimilisiðnaðarsafnið er opið út ágústmánuð en eftir það er opnað fyrir hópa eftir samkomulagi. Áhugasamir geta kynnt sér safnið á vefsíðunni textile.is. Myndir / MÞÞ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.