Bændablaðið - 11.08.2016, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 11.08.2016, Blaðsíða 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. ágúst 2016 Fréttir Verslunin Bændur í bænum gengur í endurnýjun lífdaga Bændamarkaðurinn Bændur í bænum í Nethyl hefur gengið í endurnýjun lífdaga. Opnunarhátíð var 16. júní eftir endurbætur á versluninni, en það eru hjónin Þórður Halldórsson og Karólína Gunnarsdóttir, bændur á Akri í Laugarási, sonur þeirra, Gunnar Örn Þórðarson, og hans kona, Linda Viðarsdóttir, sem standa að rekstrinum. Bændur í bænum bjóða upp á inn- fluttar og innlendar lífrænar vörur, auk þess sem þar er rekin netverslun undir heitinu „Grænmeti í áskrift“. Við sögðum frá því í júnílok að til stæði að auka við þá þjónustu í júlí og bjóða upp á heimsendingarþjón- ustu. Að sögn Þórðar hefur ekki ennþá tekist að koma þeirri þjón- ustu í gagnið vegna tæknilegra örð- ugleika, en hann bindur vonir við að þau mál leysist innan tíðar. Heimsent innan 90 mínútna Þegar hin tæknilegu vandkvæði leysast er gert ráð fyrir að netversl- unin breytist í dagvöruverslun. Sem stendur er boðið upp á viku- legar sendingar þar sem vörurnar eru afhentar á miðvikudögum og fimmtudögum. Eftir breytingarnar getur fólk pantað í gegnum vefinn http://www. baenduribaenum.is/ og fengið heimsent upp að dyrum innan 90 mínútna, eða eftir nánara samkomulagi. Einnig getur fólk á landsbyggðinni fengið sent daginn eftir að pöntun er send inn. /smh Bændamarkaðurinn Ljómalind í Borgarnesi: Dafnar vel við Brúartorg Bændamarkaðurinn Ljómalind var stofnaður í maí 2013 og var staðsettur fyrstu tvö árin að Sólbakka, rétt norðan við Borgarnes. Í maí í fyrra flutti hann inn í Borgarnes að Brúartorgi 4. Sigurbjörg Kristmundsdóttir, verslunarstjóri Ljómalindar, var nýbúin að opna markaðinn þegar blaðamaður átti leið um Borgarnes rétt fyrir verslunarmannahelgi. Ljómalind dafnar betur á nýjum stað Hún segir að verslunin dafni betur eftir flutningana í fyrravor – enda sé Brúartorg í alfaraleið ferðamanna og bændamarkaðurinn vel sýnileg- ur frá Hyrnunni, þjónustustöð N1, handan götunnar. „Við njótum góðs af umferðinni sem fer þarna um og margir erlendir ferðamenn hafa áhuga á að kaupa íslenskar búvörur frá markaði eins og þessum. Mest kaupa þeir af handverki, en stöku sultukrukk- ur og þess háttar fylgja oft með. Flestir viðskiptavina okkar eru auð- vitað Íslendingar og margir þeirra eru fastakúnnar sem ganga hér að ákveðnum gæðum. Við fáum til að mynda ferskar kjötsendingar frá bæjum hér af Mýrunum og Borgarfirðinum á miðvikudags- kvöldum – og eru þá tilbúnar hér í kælum fyrir helgarinnkaupin. Þá erum við alltaf með ferskt grænmeti á sumrin,“ segir Sigurbjörg. Matsnefnd tryggir gæðin Bændamarkaðurinn Ljómalind var stofnaður af 12 kvenna hópi af Vesturlandi. Markmið hópsins var að halda úti bændamarkaði þar sem hægt væri að koma á fram- færi vörum úr héraðinu. Hópurinn fór í samstarf við Samtök sveitar- félaga á Vesturlandi, Kaupfélag Borgfirðinga og Vaxtarsamning Vesturlands – og afrakstur þessa samstarfs leiddi til stofnunar Ljómalindar. Nú standa 15 konur að rekstrin- um og er fyrirkomulagið á þá leið að þær skipta með sér vinnu í versl- uninni, auk þess að leggja til vörur inn á markaðinn. Um 40 aðrir aðilar af Vesturlandi leggja aukinheldur vörur inn á markaðinn þar sem þær eru seldar í umboðssölu. Sérstök matsnefnd sér um að velja inn vörur og þurfa allar vörur sem eru seldar í markaðnum að fá sam- þykki matsnefndarinnar þannig að gæðin séu tryggð. Eingöngu vörur af Vesturlandi eru í boði. /smh Sigurbjörg Kristmundsdóttir tók við sem verslunarstjóri Ljómalindar í apríl síðastliðnum. Myndir / smh Sigurbjörg við kjötkælinn sem var fullur af fersku nautakjöti frá Mýrunum Sultur og olíur. Kryddjurtir og grænmeti um sumarið. Lopapeysur í öllum gerðum. Mikið úrval er af alls kyns handverki í Ljómalind. Vænn hópur bænda og sjálfboðaliða lagði hönd á plóg við réttarsmíðina. Mynd / Frímann Kristjánsson Ný Gljúfurárrétt í smíðum Um síðustu helgi var myndar- legur hópur við smíðar á nýrri Gljúfurárrétt. Réttin sú er í Grýtubakkahreppi en þar eru um 3.600 kindur á fóðrum. Fjárbændur á svæðinu og sjálfboðaliðar sinna verkinu. Guðmundur Björnsson, bóndi í Fagrabæ, er verkstjóri en hreppur- inn stendur að framkvæmdinni. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 12 milljónir króna. Stefnt er að því að vígja nýja Gljúfurárrétt aðra helgi í september. Mynd / Ásta F. Flosadóttir Þórður Halldórsson (til hægri) er hér ásamt viðskiptavinum. Mynd / smh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.