Bændablaðið - 11.08.2016, Blaðsíða 25

Bændablaðið - 11.08.2016, Blaðsíða 25
25Bændablaðið | Fimmtudagur 11. ágúst 2016 og sýklalyfjanotkun hér á Íslandi. „Við gefum út árlega skýrslu um notkun og ónæmi í samvinnu við Matvælastofnun. Sú skýrsla tekur bæði til sýklalyfjanotkunar í mönn- um og dýrum og ónæmra baktería. Það er reynt eftir megni að hafa sam- eiginlega nálgun á sýklalyfjaónæmi og ýmsar sýkingar sem smitast frá dýrum í menn. Þannig höfum við góða samvinnu við aðila eins og Matvælastofnun um þau atriði,“ segir Þórólfur. Umsögn um tollasamning við ESB Í síðasta Bændablaði var sagt frá umsögn sóttvarnalækn- is um tollasamning Íslands og Evrópusambandsins þar sem meðal annars kveður á um innflutning á ferskum landbúnaðarvörum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerði í kjölfarið athugasemd á vef Landlæknisembættisins þar sem hann sagði titil fréttarinnar „í besta falli villandi“ en fyrirsögnin var „Sóttvarnalæknir vill takmarka inn- flutning á búvörum“. Getur þú útskýrt með þínum orðum hvað var rangt við fyrirsögn blaðsins? „Titill fréttarinnar var að mínu mati í engu samræmi við innihald hennar. Þegar maður las fréttina betur sá maður að það var ekki sam- ræmi þarna á milli. Fyrst þegar ég las þessa frétt skildi ég þetta þannig að menn væru að segja sem svo að sóttvarnalæknir vildi hreinlega tak- marka innflutning á búvörum. Ég fékk reyndar viðbrögð við fréttinni frá mörgum aðilum um það hvort sóttvarnalæknir ætlaði að fara inn á nýjan „vígvöll“ um það að vilja tak- marka innflutning. Það var greini- legt að menn lásu kannski ekki inni- hald fréttarinnar. Ég sá mér því ekki annað fært en að gera athugasemdir við þetta,“ segir Þórólfur. Ekki gætt að heilbrigðisþættinum Þórólfur segir sóttvarnalækni ekki blanda sér í það hvort eigi að tak- marka almennt innflutning á búvör- um. Hann hafi hins vegar tekið eftir því að í þingsályktunartillögunni um staðfestingu á samningi um innflutn- ing á landbúnaðarvörum, samningi á milli ESB og Íslands, þá hafi nær ein- göngu verið fjallað um tollafslátt og kvóta en heilbrigðisþátturinn skilinn út undan. „Mér finnst í ljósi þessarar umræðu sem hefur verið undanfar- ið og farið vaxandi um hollustu og útbreiðslu á sýklum og sýklalyfja- ónæmi að taka þurfi tillit til fleiri þátta. Ef það kemur í ljós að mat- væli sem verið er að flytja hingað til lands geti verið heilsuspillandi þá þarf að hafa möguleika til að stoppa slíkan innflutning. Það var það sem ég var að fara með í athugasemdum við þingsályktunartillögunni en ekki almennt að það ætti að takmarka inn- flutning á búvörum,“ segir Þórólfur. Hörð umræða og menn ekki á sömu skoðun Þórólfur segist hafa viljað hafa fyrir- sögn fréttarinnar öðruvísi, til dæmis á þá leið að „Sóttvarnalæknir vill taka tillit til heilsufarssjónarmiða vegna innflutnings á búvörum“. „Ég hefði kosið það því þetta hefur verið hita- mál, bæði meðal lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna, umræðan um þá ógn sem getur stafað af innflutn- ingi á búvörum. Þar skiptast menn í nokkra flokka og þetta er svolítið hörð umræða. Ég vildi á engan hátt láta draga mig inn í þá umræðu nema hafandi fagleg sjónarmið að leiðar- ljósi.“ Er hægt að meta raunverulega áhættu þess að flytja inn hrátt kjöt hingað til lands? Í hverju felst hún að þínu mati? „Mín faglega nálgun sem ég hef reynt að hafa í þessu er fyrst og fremst tvö atriði. Í fyrsta lagi erum við að tala um hættuna á sýkingum, ekkert endilega af völdum ónæmra baktería heldur baktería sem geta borist með matvælum. Í öðru lagi er hætta á því að við getum verið að horfa á dreifingu á ónæmum bakteríum. Mikið hefur verið rætt um hættuna af sýklalyfjaónæmi og að það sé vaxandi vandamál. Menn leggja áherslu á að það sé mikil heilbrigðisógn og muni verða það á næstu árum. Þá þurfum við í fyrsta lagi að þekkja tíðni á matarsýking- um á Íslandi, hvaðan koma þær, eru þetta innlendar sýkingar eða erlend- ar? Erlendar sýkingar eru þá með fólki sem hefur verið erlendis og borið bakteríurnar hingað til lands. Svo þurfum við að bera þessar sýk- ingar saman við tíðnina í nálægum löndum og bera saman við ónæm- ismynstrið þar. Varðandi hættuna við innflutn- ing á hráu kjöti þá þarf að fylgjast betur með sýklum í matvörum hér á landi, bæði innfluttu kjöti og inn- lendri framleiðslu,“ segir Þórólfur. Tíðni sýkinga lág á Íslandi Það hefur komið í ljós að tíðni matar- sýkinga hefur verið lægri á Íslandi en í nálægum löndum og telur Þórólfur margar skýringar á því. „Ég held að það sé gott eftirlit í framleiðslubúum hér. Það var gert átak eftir mikinn faraldur af kampýlóbakter í kringum aldamótin og þá fóru menn út í það að auka eftirlit og frysta kjöt sem drep- ur mikið af kampýlóbakter. Síðan hefur tíðnin verið tiltölulega lág hér á Íslandi og eftir því hefur verið tekið. Meðal annars hafa erlendar eftirlits- stofnanir komið hingað til lands til þess að kanna hvers vegna við erum með svona lága tíðni af þessum sýk- ingum.“ Þegar tilkynningar berast um sýkingar hjá mönnum, matarsýk- ingar, salmonella eða kampýlóbakt- er, þá er reynt að grafast fyrir um það hvort um sé að ræða innlent eða erlent smit. „Það er greinilegt að í erlendu smiti er meira sýklalyfja- ónæmi en í innlendum sýkingum. Það kom skýrsla út nýlega á vegum Sóttvarnastofnunar Evrópu þar sem kom í ljós að sýklalyfjamengun í matvælum er mjög breytileg innan Evrópu, bæði milli þjóða og innan svæða einstakra landa. Menn hafa sagt sem svo að ef það ætti að auka hér innflutning á matvælum, sér- staklega á fugla- og svínakjöti, þá munum við auka tíðni á svona sýkingum hér á Íslandi og breyta landslaginu töluvert mikið, bæði hvað varðar tíðni á sýkingum og dreifingu á ónæmum sýklum. Þetta hafa menn ályktað, t.d. eins og Karl G. Kristinsson, sem þið hafið greint frá í Bændablaðinu.“ Vitum of lítið um smituð matvæli Þórólfur segir að menn viti hreinlega ekki hvernig þessum málum er háttað í ferskum matvælum hér á Íslandi, hvorki í innlendri framleiðslu eða í innfluttu kjöti. „Við höfum ekki inn- leitt að fullu tilskipun ESB nr. 652 frá 2013 þar sem kveðið er á um skyldu til þess að rækta sýni á kerfisbund- inn hátt í smásölunni. Þessi reglu- gerð hefur ekki verið innleidd hér að fullu eftir því sem ég best veit. Við vitum því ekki hvernig staðan er. Ef að menn hefðu upplýsingar um þetta og það kæmi í ljós að erlendar ferskar kjötvörur væru mengaðar og væru með þessar ónæmu bakteríur þá værum við bara með spilin á borðinu. Það er það sem ég er að benda á með athugasemdum mínum við þessa samninga við ESB. Þá þyrftum við að geta gripið til einhverra aðgerða og sagst ekki vilja svona kjöt hér inn í landið. Ég vil nálgast þetta þannig að auka eftirlit með ferskum matvælum, bæði innlendum og erlendum, sem eru að fara til neytenda. Þá getum við séð þetta betur og gripið til mark- vissari aðgerða,“ segir Þórólfur. Höfum heilbrigðissjónarmið að leiðarljósi Sóttvarnalæknir segir að ástæðan fyrir því að við séum ekki komin lengra í eftirlitinu sé mögulega fjár- hagslegs eðlis, það sé dýrt í fram- kvæmd. „Það eru mörg lönd sem hafa gengið lengra í eftirlitinu en tilskip- unin kveður á um. Fyrirhugað er að kanna betur hér á landi að innleiða ofangreinda tilskipun ESB um eftirlit á ferskum matvælum í smásölunni með þessi heilbrigðissjónarmið að leiðarljósi sem ég tel vera aðalatriðið. Það má ekki gleyma því að þegar verið er að tala um sýkingar og ónæmar bakteríur þá hafa menn svolitla tilhneigingu að detta í einn þáttinn og einblína á hann. Ef horft er á þetta heildrænt og spurt hvað stýri útbreiðslu ónæmra baktería þá eru það fjölmargir þættir, bæði þekktir og óþekktir. Það er erfitt að taka einn þátt út. Ég bendi bara á að við erum að tala um útbreiðslu á ónæmi, þáttum eins og sýkla- lyfjanotkun í dýrum og fólki, það hefur verið mikið rætt um að mikil sýklalyfjanotkun stuðli að dreifingu baktería. Það er bara hluti af skýr- ingunni. Heilbrigðiskerfið hér er að reyna að taka á því og það er mikil vinna í gangi að reyna að efla skynsamlega notkun sýklalyfja. Ég vil helst ekki tala um „ofnotkun“ sýklalyfja því að það þarf að nota sýklalyf, bara á skynsaman hátt. Það er eitt af ábyrgðarhlutverkum sótt- varnalæknis að reyna að stuðla að skynsamlegri notkun sýklalyfja og að því hefur verið unnið í samvinnu við heilsugæsluna og aðra aðila. Við erum líka að tala um sýklalyfjanotk- un í dýrum. Sýklalyfjablöndun í fóður er bönnuð hér og notkun sýklalyfja í dýrum er sú minnsta sem þekkist. Við erum að standa okkur vel þar.“ Ferðamenn bera milljónir og trilljónir baktería til landsins Þórólfur segir að ekki megi gleyma því í umræðunni um bakteríur og dreifingu sýkla að benda á ferða- mannafjöldann. „Ferðamenn koma með milljónir og trilljónir af bakt- eríum bæði í sér og á. Það er mjög áhrifarík leið til að dreifa sýklum og við getum ekkert gert í því. Það er klárt mál að rannsóknir hafa sýnt að ferðamenn, t.d. eins og við, þegar við förum til Asíu þar sem ónæmi er hátt eru mjög miklar líkur á að við séum með ónæmar bakteríur í líkamanum þegar við komum heim. Þær geta enst í einhverjar vikur eða mánuði og fjara síðan út. Við megum ekki gleyma að þetta er þáttur sem skiptir máli og því er mikilvægt að líta á málin heildrænt.“ Brýnt að bæta hreinlætisaðstöðu fyrir ferðamenn Ýmislegt er gert til að varna því að ferðamenn beri með sér hættu- legar sýkingar til landsins. „Ef að ferðamaður er lagður inn á spítala hér á landi þá eru ákveðnar reglur í gangi. Þeir eru t.d. skimaðir til að kanna hvort þeir séu með ónæmar bakteríur og gripið til aðgerða ef svo er. Á sýklafræðideildinni eru nú komnar aðferðir og tækjabúnaður sem hafa hraðað greiningu í þessum efnum. Annað sem við getum gert er að bæta hreinlætisaðstöðu fyrir ferðamenn. Það er mjög brýnt atriði. Það þarf góða hreinlætisaðstöðu fyrir ferðamenn á öllum stöðum á landinu þannig að fólk þurfi ekki að búa við einhverjar frumstæðar aðstæður til að skila af sér úrgangi. Úti á víðavangi eða hvar sem er eru alveg eins líkur á að ónæmar bakteríur skili sér inn í neysluvatn og á ýmsa staði. Þetta eru hlutir sem við þurfum að huga vel að. Vandamálið er stórt og fjölþætt ef ná á tökum á því,“ segir Þórólfur. Matvælaöryggi og togstreitan milli heilbrigðisreglna og viðskiptafrelsis Umræðan um matvælaöryggi hefur aukist á síðustu árum. Það er annar jarðvegur fyrir hana núna en bara fyrir 10 árum síðan. Þórólfur tekur undir þetta. „Það er háværari umræða um þessi mál, bæði í alþjóðasam- félaginu og heilbrigðisstofnanir leggja mikla áherslu á matvælaör- yggi. Norræna ráðherranefndin hefur ályktað um þessi mál og skrifað undir samkomulag sem íslenski heilbrigð- isráðherrann gerði líka. Menn eru að vakna til vitundar um mikilvægi þessa málaflokks. Ég tala nú ekki um ef að þetta snertir hagsmuni ein- hverra og peninga, þá eru fleiri sem að vakna.“ En hvar á að draga mörkin þegar kemur að því að vernda lýðheilsu og matvælaöryggi? Skyldi sóttvarna- læknir finna fyrir togstreitu á milli heilbrigðisreglna og viðskiptafrelsis í sínum störfum? „Já, þetta er alveg klassískt dæmi sem snertir ekki eingöngu matvæli. Nú er t.d. umræða um heilbrigð- iskerfið, byggingu nýs sjúkrahúss og hver megi gera hvað. Á að hefta frjálst framtak eða eiga framkvæmd- ir að lúta heildarhagsmunum eða einhverri sýn og svo framvegis? Eða eiga menn að geta gert það sem þeir vilja? Það er erfitt að hafa eina fast- mótaða skoðun í þessum efnum.“ Sterkt eftirlit og úrræði nauðsynleg „Varðandi innflutning á matvælum bendi ég á það að við Íslendingar ferðumst alveg gríðarlega mikið erlendis. Við borðum þann mat sem er þar á boðstólum, hvort sem hann er hálfhrár, soðinn eða ekki. Þá spyr ég, vitandi það að menn koma heim með þessar bakteríur, eigum við að fara út í það að banna Íslendingum að borða matvæli erlendis og eiga þeir að fara með matvæli með sér? Þetta er flókin umræða og mér finnst þetta vera angi af því sama. Menn geta hártogað þetta endalaust og aldrei komist að neinni niðurstöðu. Mér sýnist að við komumst illa undan alþjóðasamningum og frjálsu flæði en menn þurfa að hafa eftirlitið í lagi. Á það þarf að leggja áherslu. Hvað matvælin áhrærir þá tel ég að sterkt og gott eftirlit hér geti hjálpað upp á þetta. Ég vil síðan að menn horfi á þetta til enda. Það þýðir ekkert að hafa eftirlit ef menn eru svo ekki með úrræði. Þá verður að hafa úrræði sem búið er að semja um og einhver lög og reglur gilda um. Ég vil hafa gott og öflugt eftirlit og úrræði til að bregðast við,“ segir Þórólfur og bætir við: „Ég held að menn þurfi að líta kerfisbundið á alla áhættuþætti og spyrja hvernig sýklar geti dreifst hingað, hvað sé hægt að gera til að fylgjast með því og hvernig á að koma í veg fyrir það. Það er bara ákveðin vinna. Í staðinn fyrir það að menn séu að grafa sig í ein- hverjar skotgrafir eins og okkur Íslendingum er svolítið tamt.“ Innviðirnir eru í lagi Útbreiðsla skæðra sjúkdóma, bakt- ería og veirusýkinga er mörgum áhyggjuefni. Umræða um inflúensu skýtur reglulega upp kollinum og eðlilegt að spurt sé hvernig við Íslendingar erum undirbúnir til að mæta óvæntum áföllum. Þórólfur segir að hvað okkur mennina áhrær- ir séum við nokkuð vel í stakk búin til þess. „Við erum með ákveðið kerfi sem virkar og ver okkur gagn- vart ýmsum tegundum af ógnum. Það er tilkynningaskylda hjá heil- brigðisstarfsmönnum, læknum, hjá heilbrigðisfulltrúum ef það grein- ast óvæntir sjúkdómar eða hætta kemur upp. Við erum í mjög góðu sambandi við stofnanir erlendis sem fylgjast grannt með smitsjúkdóm- um um allan heim og erum með góðar viðbragðsáætlanir, bæði gegn sjúkdómum og gagnvart ýmsum eiturefnum. Þar höfum við ágæta reynslu frá því nýlega í eldgosinu í Holuhrauni. Við erum með birgð- ir af hlífðarbúnaði til að fást við alls kyns sýkingar, erum með við- bragðslager af vökvum fyrir mann- fólk, erum með lager af ákveðnum skilgreindum lyfjum til að bregðast við ef eitthvað gerist sem takmarkar það að við getum fengið lyf erlendis frá. Svo má ekki gleyma því að við erum með gott heilbrigðiskerfi þrátt fyrir neikvæða umræðu í seinni tíð. Ég tel að við séum með innviði í lagi og erum ágætlega í stakk búin til að fást við þekktar og óþekktar ógnir,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. /TB Mynd / TB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.